Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 37 Cider Vinegar FRÁ Viltu verða léttari H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku Um skólastefnu Áslandsskóla Einn mikilvægasti þáttur í skóla- starfi er mótun framtíðarsýnar fyrir skóla sem starfsfólk, nemendur og forráðamenn skóla- samfélagsins deila í sameiningu. Slík framtíðarsýn er veigamikill þáttur eigi stofnun að taka framförum og ná ár- angri. Framtíðarsýn auð- veldar ýmsa þætti skólastarfsins. Ákvarðanir um forgangsverkefni og áhersluatriði í skólanámskrárvinnu verða í senn auðveldari og mark- vissari og val á þróunar- og umbóta- verkefnum ekki handahófskennt. Skýr framtíðarsýn stuðlar líka að því að sjálfsmat verður mikilvægur liður í umbótaferli og nauðsynlegt verkfæri til að átta sig á hvort skól- inn hefur þokast í átt að settu marki. Þá auðveldar slíkt leiðarljós kenn- urum að takast á við dagleg álitamál í kennslu. Framtíðarsýn birtist í skólastefnu hvers skóla. Vinna við nýja skóla- stefnu Áslandsskóla hófst á vormán- uðum síðastliðins skólaárs. Eins og alkunna er tók Hafnarfjarðarbær við rekstri skólans í septembermán- uði árið 2002 en fyrri rekstraraðilar höfðu lagt einhverja vinnu í stefnu- mótandi þætti. Skólastefna, framtíð- arsýn skóla, á hins vegar að mótast af þeim aðilum sem koma henni í framkvæmd, starfsmönnum og stjórnendum ásamt aðilum úr skóla- samfélaginu. Því var nauðsynlegt að endurvinna skólastefnu Áslands- skóla. Við vinnu skólastefnu Áslands- skóla var tekið mið af fyrri skóla- stefnu, fagþekkingu starfsfólks og framtíðarsýn stjórnenda, starfs- manna og aðila úr hópi foreldra sem komu að vinnunni. Skólastefnan byggist á fjórum stoðum skólastarfsins, þ.e. vinnu með allar mannlegar dygðir, al- heimsskilning, skilningi á samfélag- inu og þjónustu við það auk þess að vinna verk sín framúrskarandi vel. Innra starf nemenda er lykil- þáttur skólastarfsins. Stefnan er að Áslandsskóli marki sér sérstöðu varðandi góðan námsárangur, vönd- uð vinnubrögð og almenna vellíðan nemenda. Auk þess að efla alhliða þroska bókvits, verkvits og siðvits. Þá er einnig mikilvægt að nem- endum standi tómstundastarf til boða að loknum skóladegi. Eitt mikilvægasta viðfangsefni í grunnskólum nútímans er að mæta ólíkum þörfum nemenda. Til þess að nálgast það markmið er mikilvægt að faglegur metnaður ríki meðal starfsmanna og þeir fái tækifæri til sí- og endurmenntunar. Þannig verður Áslandsskóli eftirsóknar- verður vinnustaður þar sem starfs- fólk finnur fyrir öryggi og vellíðan í starfi. Þannig þurfa kennarar t.a.m. að hafa rökstuddar skoðanir á flestu því sem þeir gera í kennslu, vera opnir fyrir gagnrýni og til- búnir að endurskoða störf sín og að- ferðir til að gera betur. Samþætt mat á skólastarfi er nauðsynlegt til að styrkja kennar- ann sem fagmann og á að leiða af sér betra skólastarf. Áslandsskóli mun því setja sér árangursmarkmið sem birtast í skólanámskrá og verða mæld með þeim mælikvörðum sem fyrir hendi eru. Einnig er okkur mikilvægt að þróa mælikvarða til að meta nám og önnur mikilvæg atriði skólastarfs. Til að allir í skólasamfélaginu vinni verk sín framúrskarandi vel verður starfs-, náms- og leik- umhverfi skólans að vera hlýlegt og vistlegt. Það er mikilvægt að það sé vel útbúið og stuðli að vellíðan og auknum áhuga. Slíkt hjálpar til að nemendur temji sér náms- og vinnu- aga. Heimili og skóli eru samherjar við að mennta og stuðla að auknum þroska barna og unglinga. Því er mikilvægt að samstarf skóla og heimila sé byggt á trausti og já- kvæðni og að foreldrar séu virkir þátttakendur í skólasamfélaginu og vel upplýstir um starfsemi skólans. Áslandsskóli er í samstarfi við Junior Achievement á Íslandi og tekur þátt í kynningu á atvinnulíf- inu með markvissum hætti. Þannig stuðlum við að því að búa nemendur undir virka þátttöku í samfélags-, fjölskyldu- og atvinnulífi. Það ger- um við m.a. með því að reyna að auka skilning þeirra á þörfum sín- um og löngunum. Þá leggjum við ríka áherslu á að þróa samstarf og samvinnu eldri borgara og nemenda skólans. Slíka samvinnu ræktum við með heim- sóknum og góðri samvinnu í tengslum við ýmsa atburði. Umhverfi Áslandsskóla er stór- brotið. Það komum við til með að nýta okkur sem kennsluefni þannig að nemendur fái tækifæri til að nema í tengslum við raunveruleik- ann og þekki hvaða möguleika um- hverfið býður uppá. Framtíðarsýnin í skólastefnu Ás- landsskóla er skýr, stefnumiðin sett ásamt því hvernig stefnt verður á að hrinda þeim í framkvæmd. Skólastefna er líkt og skólanámskrá aldrei endanleg. Endurskoðun og framþróun þarf að vera stöðug og ávallt reynt að rýna til gagns. Þann- ig er mörkuð leið að ákveðnu marki en um leið nauðsynlegt að hafa í huga að þegar menn nálgast markið er tímabært að setja það enn hærra og halda ferðinni áfram. Góður námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenn vellíðan Eftir Leif S. Garðarsson Höfundur er skólastjóri Áslandsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.