Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ragnar MárHansson raf- virkjameistari fæddist í Reykjavík 18. júlí 1931. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Siglufjarðar laugardaginn 18. október síðastliðinn. Foreldrar Ragnars voru Hans Ragnar Þórðarson, stór- kaupmaður í Reykjavík, f. í Borg- arnesi 19.11. 1901, d. 18.7. 1974, og Jó- hanna Frederiksen Þórðarson, f. í Reykjavík 24.2. 1901, d. 1.6. 1993. Systkini Ragn- ars eru Helga, f. 10.11. 1923, Gunnar, f. 19.2. 1925. d. 6.1. 1984, og Hansína Hrund, f. 13.5. 1933. Eiginkona Ragnars er Louise Kristín Theodórsdóttir tónlistar- kennari, f. í Reykjavík 24.8. 1934. 1966, gift Inga Geir Sveinssyni, f. 30.7. 1965, þau eiga þrjú börn. Ragnar og Louise eiga sex barna- barnabörn. Ragnar Már ólst upp í Reykja- vík. Hann lauk námi í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og tók sveinspróf árið 1954. Sumarið 1954 fór Ragnar til Svíþjóðar í frekara nám við rafvirkjun. Hann útskrifaðist frá Vélskóla Íslands, rafmagnsdeild, 1955 og hlaut há- spennulöggildingu árið 1958. Ragnar fékk meistarabréf 1961 og rafverktakaleyfi 1975. Hann starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, 1955–1956, Raf- magnsveitum ríkisins, 1957–1960, var rafgæslumaður í Vík í Mýr- dal, 1960–1964, rafvirki hjá Eim- skip, 1964–1966, starfaði hjá Ólafi Ketilssyni og Landleiðum 1967–1968, og hjá bræðrunum Ormsson, 1969–1973. Árið 1973 flutti fjölskyldan til Siglufjarðar þar sem hann hóf starf hjá Rafbæ. Ragnar Már var með eig- in atvinnurekstur frá 1975. Útför Ragnars verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Foreldrar Louise eru Laufey Þorgeirsdótt- ir, f. í Reykjavík 14.8. 1914, og Theodór Guðmundsson vél- smíðameistari í Reykjavík. f. 8.8. 1912, d. 21.12. 1981. Börn Ragnars og Louise eru fjögur, þau eru: 1) Jóhanna Hlín hárgreiðslu- meistari, f. 26.10. 1954, gift Karli Eskil Pálssyni fréttamanni, f. 6.3. 1957, þau eiga fjögur börn. 2) Hans Ragnar vélsmiður, f. 14.12. 1957, kvæntur Kristínu Pálsdóttur hús- móður, f. 13.8. 1954, þau eiga þrjú börn. 3) Laufey Theodóra húsmóðir, f. 26.6. 1961, sambýlis- maður Gísli Sigurðsson bóndi, f. 10.4. 1938, hún á eitt barn. 4) Sæ- rún Hrund leiðbeinandi, f. 15.3. Alvarleg veikindi og fráfall Ragnars Más Hanssonar, ágæts vinar míns og tengdaföður, kom flestum á óvart. Hann var fluttur á sjúkrahús í sumar og var greindur með krabbamein á háu stigi. Þessi skæði sjúkdómur hafði þá þegar náð að búa rækilega um sig og í ljósi þess má segja að búast hefði mátt við endalokum ójafnrar bar- áttu fyrr en síðar. Sem betur fer lauk þeirri bar- áttu á heimaslóðum Ragnars, Siglufirði. Umhverfið var virðulegt og látlaust. Þegar gengið er inn í Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar er í anddyrinu stór og afar svipmikil veggmynd gerð af siglfirskri lista- konu, Höllu Haraldsdóttur. Mynd- in, sem táknar læknagyðjuna Eir, var vígð árið 1966 þegar Sjúkra- hús Siglufjarðar var formlega tek- ið í notkun. Í setustofu stofnunar- innar eru myndir af fólki sem þjónaði Siglfirðingum af trú- mennsku í gegnum árin. Áberandi eru falleg málverk af hjónunum frú Kristine og Ólafi Þorsteins- syni, sem var læknir Siglfirðinga til fjölda ára. Mynd Höllu og mál- verkin undirstrika vel hlutverk stofnunarinnar. Þar koma í heim- inn einstaklingar og þar kveður fólk. Síðast en ekki síst ber að geta öruggra og fumlausra vinnu- bragða starfsfólks. Þetta er sú mynd sem ég dreg upp er ég hugsa til síðustu klukkustunda í lífi Ragnars Más. Vinskapur okkar var með ágæt- um. Eftir að við hjónin fluttumst til Akureyrar urðu samverustund- irnar eðlilega færri. Louise og Ragnar komu nokkrum sinnum á ári í heimsókn til okkar og dvöldu þá gjarnan í nokkra daga. Ragnari þótti greinilega gott að heimsækja dóttur sína, enda viðurgjörningur allur hinn besti. – Eitt leyndarmál áttum við Ragnar saman. Þegar þau hjónin voru í heimsókn þurft- um við oft að bregða okkur á bryggjurnar. Gjarnan skömmu fyrir kvöldmat. Við fórum að vísu á bryggjurúnt, en oft var fleygur tekinn upp í lok ferðar. Konurnar vissu ekkert um hann, það héldum við a.m.k. Svo kom fyrir að við fengum fordrykk hjá þeim fyrir matinn. Þá þóttumst við félagarnir harla góðir. Skömmu áður en Ragnar greindist með hinn illvíga sjúkdóm átti ég því láni að fagna að ferðast með honum um Vestfirði. Við ók- um tveir saman frá Reykhólum til Ísafjarðar. Hann hafði ekki komið á þessar slóðir í mörg ár. Þá kom vel í ljós staðgóð þekking Ragnars á landi og þjóð. Þessi ferð gleymist seint. Ragnar andaðist á Heilbrigðis- stofnun Siglufjarðar eins og fyrr segir. Útförin verður í Siglufjarð- arkirkju, sem reist var ári eftir að hann fæddist. Sverre A. Tynes, yf- irsmiður við bygginguna, skar út stafi á eldhúsborðinu heima hjá sér sem síðan voru festir á predik- unarstólinn. Stafirnir mynda setn- inguna: „Sá sem hefur soninn, hef- ur lífið“. Þessi orð eiga sannarlega við um Ragnar Má Hansson. Svo mikið er víst. Ég kveð góðan vin með söknuði. Karl Eskil Pálsson. Við kynntumst Ragnari fyrst um sumarið 1994 þegar við fluttumst til Siglufjarðar. Hann var síðan daglegur gestur á heimili okkar til að lesa með okkur í Biblíunni og eiga saman bænastund. Hann var dagfarsprúður og glaðlyndur og talaði aldrei styggð- aryrði um nokkurn mann í okkar eyru. Það er svo oft þegar tveir eða fleiri koma saman að náunginn vill oft verða á milli tanna þeirra sem hittast, en þannig var það aldrei hjá Ragnari, ef hann gat ekki verið jákvæður þá þagði hann frekar. Hann var greiðvikinn að endem- um og bóngóður. Það eru margir hér á Siglufirði sem geta vitnað um það að Ragnar var fljótur til að bregðast við ef heimilistæki biluðu, hvort sem var á virkum degi eða um helgi. Daginn sem Ragnar fór að hann hélt í nokkurra daga ferð en varð sú síðasta í ferðalagi hans um heiminn, kom hann sem oftar til Svövu og átti með henni bæna- stund. Hann var frekar órólegur og dró sér orð úr öskjunni „Orð Guðs til þín“, og var þá sem birtu brygði yfir andlit hans. Orðið sem hann dró var upphaf 23. Davíðs- sálms; „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Hvaða orð er betra að hafa með sér í veganesti en svona huggunarorð úr Orði Guðs? Við viljum minnast hans með þessum orðum úr Bibl- íunni: „Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna. Sálu mína lang- aði til, já, hún þráði forgarða Drottins, nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hin- um lifanda Guði. Jafnvel fuglinn hefir fundið hús, og svalan á sér hreiður, þar sem hún leggur unga sína: ölturu þín, Drottinn hersveitanna, konungur minn og Guð minn! Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu, þeir munu ætíð lofa þig. Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér, er þeir hugsa til helgigöngu. Er þeir fara gegnum táradalinn, umbreyta þeir honum í vatnsríka vin, og haustregnið færir honum blessun. Þeim eykst æ kraftur á göngunni og fá að líta Guð á Síon.“ (sálm. 84:2–8.) Elsku Louise, við biðjum algóð- an Guð að styrkja þig í sorginni. Júlíus og Svava. RAGNAR MÁR HANSSON ✝ Agnes Sigurðar-dóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1918. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón- ína Sæmundsdóttir, f. 19. nóvember 1892, d. 18. júlí 1960, og Sigurður Krist- jánsson sjómaður, f. 31. desember 1886, d. 5. ágúst 1983. Guðjónína og Sig- urður eignuðust níu börn en tveir drengir létust í æsku. Systkini Agnesar, sem náðu fullorðins- aldri, eru Sveinbjörn (látinn), Björg, Ólafur, Ágústa, Kristján og Helga. Agnes giftist árið 1959 Torfa Sigurðssyni bónda á Mánaskál í Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu, f. 4. febrúar 1917, d. 9. október 1993. Upp- eldissonur Agnesar er Guðni Agnarsson f. 2. febrúar 1947, kvæntur Ágústu Hálfdánardóttur, f. 17. ágúst 1957, og eiga þau eina dóttur saman, Kolbrúnu, en fyrir átti Ágústa dótturina Þórhildi sem Guðni gekk í föðurstað. Guðni átti fyrir tvö börn þau Agnar og Anítu. Agnes ólst upp í Reykjavík til 12 ára aldurs en árið 1930 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni að Ásgarði á Garðskaga. Árið 1959 flutti hún búferlum á Mánaskál. Síðustu tíu ár ævi sinnar bjó Agnes á Hnit- björgum, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi. Útför Agnesar fer fram frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku amma. Við þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman og eru þá stundirnar í Mánaskál og á öllum jólunum okkur ofarlega í huga. Við trúum því að þér líði vel núna og vitum að afi tekur vel á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sofðu rótt, elsku amma, og við sjáumst síðar. Kolbrún og Þórhildur. Það var mikið lán fyrir Öggu systur mína að leiðir hennar og Torfa skyldu liggja saman. En árið 1959 réðst hún sem kaupakona ásamt syni sínum Guðna að heimili hans, Mánaskál. Þau felldu hugi saman og giftu sig þá um haustið. Torfi gekk Guðna í föðurstað og fór mjög vel á með þeim feðgum. Agga og Torfi ólu síðar upp son Guðna, Agnar Torfa, frá unga aldri til full- orðinsára. Elsku systir. Það var gaman að koma í heimsókn til ykkar Torfa enda komum við þangað oft eða að minnsta kosti tvisvar á ári, vor og haust, og dvöldum þá gjarnan til lengri eða skemmri tíma. Fyrsta ferð norður í land var ávallt farin í maí en þá var pabbi okkar farinn að iða í skinninu eftir að komast norður en þar dvaldi hann ávallt á sumrin, meðan heilsan leyfði, og hjálpaði til við heyskapinn. Agga mín, við hjónin þökkum fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman og móttökur ykkar Torfa er við komum í heimsókn á Mánaskál og eins eftir að þú fluttir að Hnitbjörgum. Þú misstir mikið þegar Torfi dó fyrir tíu árum. Þú hefur verið mikið veik undanfarið og liðið miklar þjáningar en nú er það yfirstigið og við trúum á end- urfundi í sæluranni himnanna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við vottum Guðna og fjölskyldu samúð okkar og biðjum Guð að vernda þau öll. Ólafur og Ólavía. Elsku Agga. Þá er þrautagöngu þinni loksins lokið og í dag verður þú lögð til hinstu hvílu við hlið Torfa þíns sem þú saknaðir svo sárlega. Ég var það lánsamur að fá tækifæri til að vera í sveit hjá ykk- ur hjónum nokkur sumur og á það- an margar góðar minningar sem ég ylja mér oft við. Þið Torfi voruð af- skaplega samrýnd þó að á margan hátt hafið þið verið mjög ólík. Þannig hafði Torfi yndi af að sýna sig og sjá aðra og var mjög við- ræðugóður enda kom hann sér í margs konar nefndarstörf og þótti gaman að vasast í hreppapólitík- inni. En þér, Agga mín, leið ekki vel í margmenni og undir þér best heima á Mánaskál sísinnandi heim- ilisstörfum enda bar heimilið þess vel merki, allt í röð og reglu, hreint og fágað. Stuttu áður en Torfi lést, síðla árs 1993, fenguð þið inni á dvalarheimili aldraðra, Hnitbjörg- um á Blönduósi. Það reyndist þér heillaspor enda varstu þá orðin tæp til heilsunnar. Á Hnitbjörgum var vel að þér hlúð og þar eignaðist þú góða kunningja sem lögðu sig fram við að létta þér lífið með því til dæmis að banka upp á og kasta á þig kveðju eða bjóða góða nótt og ég veit fyrir víst að fyrir slíkan vel- vilja varstu ákaflega þakklát. Um leið og ég kveð þig, Agga mín, með hlýhug votta ég Guðna, syni ykkar Torfa, og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Þinn frændi og vinur, Ólafur G. Sæmundsson. AGNES SIGURÐARDÓTTIR Engum í frændgarði mínum á ég meira að þakka en Bíu. Hún var einstök kona sem alltaf var til staðar með ómælda gæsku sína og umhyggju. Heimili hennar og Hjartar stóð alltaf opið og á uppvaxtarárum mínum á Þingeyri jafnaðist ekkert á við ferð- irnar til Ísafjarðar. Milli fjölskyldn- anna ríkti náin vinátta og ræktar- semi. Bía var glæsileg kona, rauðhærð, frekar lágvaxin, grönn og kvik í hreyfingum. Hún geislaði af lífsgleði og hafði brennandi áhuga á mönnum og málefnum. Hún var vinamörg og tengdist samferðafólki sínu traust- um böndum. Lífshlaup hennar var viðburðar- ríkt. Hún var sjómannskona, móðir og útivinnandi kona sem tókst á við lífsverkefni sín af einurð. Hún bar tilfinningar sínar ekki á torg, en þeg- ar á bjátaði hjá öðrum var Bía fyrst á vettvang og veitti styrk. Á menntaskólaárunum tók hún SVANFRÍÐUR SIG- RÚN GÍSLADÓTTIR ✝ Svanfríður Sig-rún Gísladóttir (Bía Gísla) fæddist á Ísafirði 14. júlí 1917. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 14. október síðastliðins og var útför hennar gerð frá Ísafjarðar- kirkju 18. október. mig inn á heimilið og veitti mér öryggi. Hún bauð vini og skóla- félaga velkomna, mætti okkur sem jafningi, sýndi okkur traust og umburðarlyndi sem henni var einni lagið. Leiðir skildu ekki þótt ég færi utan til náms. Í fríunum lá leið- in vestur og þá tók hún norskum skólafélögum mínum opnum örmum og urðu þeir vinir henn- ar. Fylgdist með fjöl- skyldum þeirra allar götur síðan. Í heimsókn til Noregs var hún aufúsugestur á mörgum heimilum, talaði norsku reiprenn- andi og var hrókur alls fagnaðar. Minnisstæðust er heimsókn til vina- fólks í bústað á heiðunum norðan Þrándheims. Þegar við komum á leiðarenda höfðu húsráðendur kveikt bál í brekkunni til heiðurs gestunum og á veröndinni var dekkað veislu- borð. Enn sé ég Bíu fyrir mér í rökkrinu eins og drottningu, geisl- andi af kátínu og undrun, takandi á móti verðskuldaðri athygli og vel- vild. Ég veit að Bía kveður þessa jarð- vist sátt. Í huga mínum skilur hún eftir hafsjó minninga sem á aðskiln- aðarstundu eru blandnar trega og þakklæti. Megi guð geyma góða frænku. Þórhildur G. Egilsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is – svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.