Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 44
ALDARMINNING 44 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Friðrik Þórðarson frá Borgarnesi fæddist á Brennistöðum í Borgarhreppi 25. októ- ber 1903. Hann var einn þeirra sem tók virkan þátt í að byggja upp öflugt Ísland á tuttugustu öldinni. Eins og hjá svo mörg- um Íslendingum fædd- um á þessum tíma mót- uðu kröpp kjör í æsku vitaskuld lífsviðhorfið. Friðrik var hins vegar fæddur með góðar gáf- ur og auga fyrir tæki- færum sem hann nýtti til að komast til bjargálna og ekki síður til að efla heimabyggð sína, Borgarnes, þar sem hann bjó lengst af. Móðir Friðriks var Halldóra Guð- rún Vilhjálmsdóttir en faðir hans var Þórður Árnason, bóndi í Hraunsmúla á Snæfellsnesi. Þórður og Halldóra voru ekki gift og Frið- rik hafði lítil kynni af föður sínum. Móðir hans ól hann upp og með þeim mæðginum var alla tíð mikil vænt- umþykja. Halldóra kynntist síðar Guðmundi Bjarnasyni, trésmið, sem fóstraði Friðrik. Árið 1920 fluttust þau í Borgarnes. Saman eignuðust Halldóra og Guðmundur eina dóttur og var hún skírð Sigurlaug. Áður hafði Halldóra átt dótturina, Ás- gerði, með Helga Helgasyni bónda á Þursstöðum. Sem unglingur stund- aði Friðrik ýmis störf. Hann sótti barnaskóla og rúmlega tvítugur lauk hann gagnfræðaprófi frá Flensborg- arskóla í Hafnarfirði með mjög góðri einkunn eftir tveggja ára skólavist. Fyrir mann af hans kynslóð og upp- runa var skólaganga hans nokkuð löng og bar því vitni að Friðrik var fróðleiksfús maður. Hann var alla tíð bókgefinn og afar vel lesinn. Byggð í Borgarnesi tók að skjóta rótum árið 1867 þegar fastaverslun var stofnuð þar. Það fylgdi versl- unarrekstri í Borgarnesi að skipa- ferðum þangað fjölgaði, einkum frá Reykjavík. Framan af tuttugustu öldinni var vegleysa mikil um landið og t.d. var ekki lagður vegur um Hvalfjörð fyrr en í síðari heimsstyrj- öldinni þegar herlið Breta stóð fyrir vegagerð að herstöðinni sem þar var rekin. Borgarnes varð því mikill áfangastaður ferðamanna á suður-, vestur- og norðurleið. Nokkrir frumkvöðlar í bifreiðar- FRIÐRIK ÞÓRÐARSON rekstri í Borgarnesi höfðu af því atvinnu að keyra fólk á ýmsa áfangastaði sem þá voru færir bílum. Frið- rik varð ungur eigandi að fimmta bílnum sem kom í Borgarnes. Magnús Jónasson hafði nokkru áður stofnaði Bifreiðastöð Borgar- ness með frekar léleg- an bílakost en árið 1926 gerðist Friðrik meðeig- andi í fyrirtæki hans og lagði nokkurt fé til starfseminnar. Fyrir- tæki þeirra hafði brátt meginhluta af bílakstri í Borgarnesi bæði hvað varðaði fólks- og vöruflutninga en samkeppni milli manna var mikil. Á þriðja áratug aldarinnar sönn- uðu bílstjórar að hægt væri að kom- ast á bíl á milli landshluta. Merkir áfangar í bifreiðasögu Íslands náð- ust t.d. þegar keyrt var yfir Holta- vörðuheiði í fyrsta skipti 1927. Það var ekki síður merkur áfangi þegar tókst að keyra á milli Borgarfjarðar og Dalanna um Bröttubrekku, en Friðrik var bílstjórinn í þeirri ferð. Friðrik fór einnig fyrstur manna sem atvinnubílstjóri frá Borgarnesi til Akraness og hann varð fyrstur til að keyra í einum rykk frá Borgar- nesi til Akureyrar sumarið 1929. Vegir voru tæplega til staðar og víð- ast hvar var óbrúað svo það sýndi nokkra dirfsku að leggja á sig að reyna að komast akandi þessa vega- slóða. Árið 1930 héldu Íslendingar upp á þúsund ára afmæli Alþingis. Af því tilefni komu Kristján konungur og drottning hans í heimsókn til Ís- lands. Eftir alþingishátíðina var konungi boðið að renna fyrir lax í Norðurá. Sú laxveiðiferð krafðist mikils undirbúnings því leggja þurfti veg niður að veiðimannahús- inu, gera húsið að nokkru upp og ekki síður að koma konungi og föru- neyti hans á staðinn. Bifreiðastöð Borgarness var falið að sjá um flutn- ingana á fólkinu frá Hvalfirði, þar sem skip konungs varpaði akkerum, og upp í Norðurárdal. Friðrik fékk það verkefni að keyra konungshjón- in, sem að sögn þótti nokkuð koma til bíræfni og kunnáttu bílstjóranna sem þræddu troðninga og keyrðu yf- ir beljandi ár. Fór vel á með kon- ungshjónunum og Friðriki og þáði hann ríkulegu þjórfé, eða um 100 krónur, fyrir fyrirhöfnina. Árið 1933 venti Friðrik kvæði sínu í kross og réð sig til Verslunarfélags Borgarfjarðar. Þessi verslun stóð á gömlum merg því hún átti rætur í danskri verslun sem kennd var við Lange. Thor Jensen hafði m.a. ann- ars verið verslunarstjóri í Lange- verslun og meðan hann starfaði í Borgarnesi fæddist honum sonurinn Ólafur sem síðar varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð- herra. Aðaleigandi Verslunarfélags- ins á þessum tíma var Jón Björns- son, kenndur við Bæ. Hann var m.a. faðir Halldórs H. Jónssonar arki- tekts og Selmu Jónsdóttur listfræð- ings. Verslunarfélagið var rekið í mikilli samkeppni við Kaupfélag Borgfirðinga. Líkt og samkeppnin var mikil á milli Verslunarfélagsins og Kaup- félagsins var mikil samkeppni á milli Sjálfstæðisflokksins, sem hafði verið stofnaður 1929, og Framsóknar- flokksins sem stofnaður var áratugi áður. Þessir tvær flokkar tókust lengi á á stjórnmálum í Borganesi og byggðunum í kring. Friðrik var kjörinn í hreppsnefnd fyrir Sjálf- stæðisflokkinn árið 1934. Þá strax varð hann forystumaður Sjálfstæð- isflokksins í Mýrasýslu og því hlut- verki gegndi hann næstu þrjátíu ár- in. Friðrik sat í hreppsnefndinni óslitið til ársins 1965. Hann var jafn- framt oddviti hennar í tólf ár eða þau ár sem Sjálfstæðisflokkurinn réð meirihlutanum í hreppsnefnd- inni. Strax eftir að Friðrik tók sæti í hreppsnefndinni var honum falið að vera oddviti hennar. Því hlutverki gegndi hann til 1938 og aftur árin 1942–1950. Á þessum tíma voru enn við lýði einmenningskjördæmi. Friðrik var frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Mýrasýslu í tvennum alþingiskosn- ingum sem háðar voru 1942. Í bæði skiptin laut hann í lægra haldi fyrir frambjóðanda Framsóknarflokks- ins. Sem oddviti og hreppsnefndar- maður barðist Friðrik fyrir mörgum framfaramálum. Hann var t.d. einn þeirra sem hafði forgöngu um að leggja vatnsveitu í Borgarnes sem tekin var í notkun 1941. Friðrik beitti sér einnig fyrir byggingu nýs barnaskóla sem tekinn var í notkun 1949. Barnaskólinn var á sínum tíma mjög myndarleg bygging. Segir sag- an að Friðrik hafi sýnt byggingu skólans mikinn áhuga og hafi jafnan hitt smiðina að máli strax í byrjun dags til að hafa með þeim eftirlit og forvitnast um gang mála. Það fylgir stjórnmálum að oft er hart deilt. Til að mynda olli það miklum deilum þegar hreppsnefnd Borgarness, undir forystu Friðriks, sýndi þá forsjálni að kaupa jörðina Hamar sem stóð þá nokkru fyrir ut- an kauptúnið. Þótti ýmsum mikið í ráðist að kaupa jörðina. Nú er Ham- ar miðstöð golfáhugamanna í Borg- arfirði. Frá Verslunarfélaginu réðst Frið- rik sem framkvæmdastjóri til út- gerðarfélagsins Gríms sem gerði út Eldborgina. Eldborgin var á þessum tíma stærsti íslenski línuveiðarinn og mikið aflaskip. Til að mynda setti hún eitt sinn aflamet þegar 32 þús- und mál veiddust á sumarvertíð. Grímur keypti einnig fisk frá smærri bátum og sigldi Eldborgin á stríðsárunum með fiskinn til Bret- lands þar sem keypt voru kol og aðr- ar vörur og þær fluttar í Borgarnes. Árið 1944 sneri Friðrik aftur til starfa fyrir Verslunarfélagið, nú sem framkvæmdastjóri. Friðrik Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÁGÚST AUÐUNSSON, Hrafnistu Reykjavík, áður Víðimel 44, lést fimmtudaginn 23. október. Guðrún S. Pétursdóttir, Auðunn Ágústsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Hjartkær móðir okkar, UNNUR HELGADÓTTIR frá Staðarhöfða, Innri Akraneshreppi, áður til heimilis á Rauðalæk 5, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 11. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir okkar hönd og annarra ástvina, Hulda Baldvinsdóttir og Guðbjörg Sigurbjartsdóttir. Okkar ástkæra, ÁSTA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 23. október. Björg Kjartansdóttir, Freysteinn G. Jónsson, Magnús Þórðarson, Þórður Áskell Magnússon, Dóra Henriksdóttir, Ásta Bjarnadóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN VESTMANN RÓBERTSSON, Laugarnesvegi 38, Reykjavík lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 14. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðfinna Jóhannsdóttir, Gestur B. Magnússon, Bergsteinn Jóhannsson, Kristján Jóhannsson, Bergþór Jóhannsson og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA R. KRISTJÁNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 29, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 23. október. Kristján Jóhannsson, Elísabet Stefánsdóttir, Anna J. Hedegaard, John Hedegaard, Droplaug Jóhannsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Sigurður J. Jóhannsson, Kristín G. Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.