Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 45
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 45 R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu 237 fermetra atvinnuhúsnæði Mjög snyrtilegt nýtt húsnæði. Tölvulagnir. Frábær lýsing T 5. Ljósaskilti út við götu og snjóbræðsla í plani. Sér hiti og rafmagn. Hentar mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki, skrif- stofur, teiknistofur, heildverslun o.fl. Laust nú þegar. Verð: Tilboð. Einar, sími 863 3710, sýnir húsnæðið laugar- dag og sunnudag milli kl. 10-12 og 13-16. Myndir á www.medico.is FÉLAGSSTARF Árshátíð Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verður haldin laugardaginn 1. nóvember nk. í Garðaholti. Húsið opnar kl. 19:00 með for- drykk. Heiðursgestur verður Geir H. Haarde fjármálaráðherra en veislustjóri verður Bjarni Benediktsson alþingismaður. „Þema“ kvölds- ins er „Verum blá!“. Miðasala er í síma 848 0055 og 895 7400 og í Garðatorgi 7 mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag frá kl. 20:00 til 22:00. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á giskla@mi.is . VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Ennisbraut 6, Snæfellsbæ, þingl. eig. Margaret Mary Byrne, gerðar- beiðandi Kreditkort hf., miðvikudaginn 29. október 2003 kl. 11:15. Grundarbraut 4, Snæfellsbæ, þingl. eig. Nóntindur ehf., gerðarbeið- endur Landvélar ehf., Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Set ehf, Snæfellsbær, Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 29. október 2003 kl. 11:45. Grundargata 21, vesturendi, Grundarfirði, þingl. eig. Trausti G. Björg- vinsson, gerðarbeiðendur Innheimtumaður ríkissjóðs og Íbúðalána- sjóður, miðvikudaginn 29. október 2003 kl. 10:00. Grundargata 69, 0201, Grundarfirði, þingl. eig. Rögnvaldur Bjarnas- on, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 29. október 2003 kl. 10:30. Íbúðarhús á Ytri-Skógum, Kolbeinsstaðahreppi, þingl. eig. Benedikt Hákon Ingvarsson og Kolbeinsstaðahreppur, gerðarbeiðandi Lög- reglustjóraskrifstofa, miðvikudaginn 29. október 2003 kl. 14:00. Naustabúð 8, Snæfellsbæ, þingl. eig. Dís Aðalsteinsdóttir, gerðar- beiðendur Hegas ehf., Kreditkort hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 29. október 2003 kl. 12:15. Sýslumaður Snæfellinga, 24. október 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Heiðmörk 5, Stöðvarfjörður (217-8342), þingl. eig. Sigurlaug Helga- dóttir, gerðarbeiðandi Hampiðjan hf., þriðjudaginn 28. október 2003 kl. 11:00. Steinar 4, Djúpavogi (217-9372), þingl. eig. Sigurður Anton Stefáns- son og Bergþóra Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., þriðjudaginn 28. október 2003 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 24. október 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins á Strandgötu 52, Eskifirði sem hér segir: Donna SU-55, skipaskrnr. 1175 ásamt aflamagni og skráðri aflahlut- deild á söludegi svo og búnaðar og tækja, þingl. eig. Selnes ehf., gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarhöfn og Sigurður Marjón Ólafsson, þriðjudaginn 28. október 2003 kl. 9:00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 24. október 2003. TILKYNNINGAR Gvendur dúllari Opið kl. 11—16 laugardaga. Gvendur dúllari — alltaf góður Klapparstíg 35, s. 511 1925 SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Námskeið Eitt lítið skref. Miðlarnir María Sigurðardóttir og Guðrún Hjör- leifsdóttir verða með námskeið um andleg málefni sun. 2. nóv. frá kl. 12—17 í húsi félagsins á Víkurbraut 13, Keflavík. Skráning er í síma 421 3348. Stjórnin. FÉLAGSLÍF 26. október. Dagsferð. Fíflavallafjall, 395 m. Frá Höskuldarvöllum er gengið meðfram Trölladyngju og Grænudyngju á Fíflavallafjall. U.þ.b. 10—12 km ganga og áætlaður göngutími 4 klst. Fararstj.: Ingibjörg Eiríksdóttir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.700/1.900. 4.—9. nóvember Byrjendanámskeið í rötun. Sigurður Jónsson kennir notkun korta, áttavita og GPS-tækja. Námskeiðið er opið öllum. Verð kr. 1.600/3.100. 7.—11. nóv. Haustblót – óvissuferð á fullu tungli. Í Útivist er löng hefð fyrir að fara óvissuferð til fjalla um þetta leyti árs. Fararstjóri Ingibjörg Ei- ríks- dóttir. Brottför frá BSÍ kl. 20:00. Verð kr 11.900/13.900. Nánari upplýsingar á Kraftaverkasamkoma í kvöld kl. 20.00 með Charles Ndifon. Sunnudaginn 25. október. Engin ferð. Fylgist með á heimasíðu félags- ins um dagsferðir í nóvember. 2. nóv. Lyklafell – Miðdalur. 9. nóv. Byrgin norðan Grindavík- ur. 16. nóv. Miðdalur – Korpúlfsstaðir. 26. nóv. Búrfellsgjá - Kaldársel. ATVINNA mbl.is sinnti þessu starfi til ársins 1963. Friðrik þótti vinsæll verslunarmað- ur, útsjónarsamur og atorkusamur með eindæmum. Á þessum árum hafði Verslunarfélagið ýmis járn í eldinum og rak m.a. fjögur sláturhús og seldi kjötið einkum til kaup- manna í Reykjavík. Einnig rak Verslunarfélagið Trésmiðju Borgar- ness. Það var ekki auðvelt að reka verslun á krepputímum og undir oki haftastefnu eins og þeirri sem stjórnvöld ráku frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar og fram á sjö- unda og áttunda áratug tuttugustu aldarinnar. Friðrik barðist fyrir frelsi í verslunarrekstri og mat ein- staklingsframtakið mikils. Þessi hugsjón mótaði stjórnmálasýn hans. Auk starfa sinna hjá Verslunar- félaginu og í hreppsnefnd gegndi Friðrik ýmsum öðrum trúnaðar- störfum. Hann var einn af stofnend- um Rotaryklúbbs Borgarfjarðar sem var stofnaður 1952 og forseti klúbbsins 1956–1957. Hann átti sæti í stjórn Landssambands stangveiði- félaganna og var síðar gerður að heiðursfélaga enda mikill veiði- áhugamaður. Þá var hann einn þeirra sem stóðu að byggingu sam- komuhúss Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi. Friðrik sat í Verslunarráði Íslands 1955– 1958 og í stjórn útgerðarfélagsins Skallagríms sem sá um rekstur Lax- foss. Laxfoss var í eigu opinberra aðila og sinnti flutningum á fólki og vörum meðan vegleysur stóðu land- flutningum fyrir þrifum. Friðrik átti síðar eftir að koma að stofnun annars skipafélags. Þannig var að árið 1954 stofnaði hann ásamt nokkrum öðrum Verslanasambandið hf. Að Verslanasambandinu stóðu nokkrir verslunarmenn á lands- byggðinni sem áttu í harðri sam- keppni við kaupfélögin og regnhlífa- samtök þeirra, Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Verslanasam- bandinu var ætlað svipað hlutverk og SÍS hafði meðal kaupfélaganna. Auk Verslunarfélags Borgarfjarðar voru stofnendur Verslanasambands- ins hf. Verslunarfélag V-Skaftfell- inga í Vík í Mýrdal undir forystu Ragnars Jónssonar, Kaupfélagið Þór á Hellu undir stjórn Ingólfs Jónssonar, Verslun Sigurðar Óla á Selfossi, Byggingavöruverslun Tóm- asar Björnssonar á Akureyri og Verslun Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi. Verslanasambandið hafði aðsetur í Reykjavík og sat Friðrik alla tíð í stjórn þess og starf- aði jafnframt fyrir það frá árinu 1963. Verslanasambandið stofnaði skipafélag sem nefnt var Hafskip. Því var ætlað að flytja vörur fyrir Verslanasambandið og aðra. Í þessu skyni var fest kaup á skipi sem nefnt var Laxá. Rekstur skipsins gekk það vel að síðar festi Hafskip kaup á tveimur öðrum skipum, Rangánni og Selánni. Smám saman fjölgaði svo skipunum þótt á ýmsu gengi í rekstri félagsins. Verslanasambandið stofnaði einn- ig Fóðurblönduna hf. og Verslunar- tryggingar hf. Friðrik var stjórnar- formaður Verslunartrygginga og síðar eini eigandi þeirra en hann hafði lítil afskipti af rekstri Fóður- blöndunnar. Árið 1965 fluttist Friðrik alfarinn frá Borgarnesi til Reykjavíkur til að sinna störfum fyrir Verslanasam- bandið. Hann sinnti þeim af sínum alkunna dugnaði þar til veikindi gerðu honum ókleift að vinna leng- ur. Friðrik lést árið 1977, tæplega 74 ára að aldri. Friðrik stóð ekki einn í lífinu. Hann naut ástúðar og hjálpsemi móður sinnar, Halldóru, meðan hún lifði. Það var honum gott veganesti. Árið 1931 kvæntist Friðrik Stefaníu Þorbjarnardóttur frá Hraunsnefi í Norðurárdal. Stefanía var glæsileg kona og studdi mann sinn dyggilega í því sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu ungu hjónin hjá móður Friðriks en þegar efnahagurinn batnaði fluttust þau ásamt Halldóru og sonum sínum í glæsilegt hús sem þau létu reisa rétt neðan við kirkjuna í Borgarnesi. Stefanía tók líkt og Friðrik virkan þátt í bæjarlífnu í Borgarnesi og var um árabil organisti í Borgarnes- kirkju og stjórnaði barna- og kirkju- kórum bæjarins. Saman settu þau mikinn svip á bæjarbraginn. Stef- anía lést á síðasta ári, 92 ára að aldri. Synir Friðriks og Stefaníu eru þeir Óskar Vilhelm og Halldór Sturla. Óskar er þekktur sem einn reyndasti kosningastjóri landsins, en hann vann einnig um árabil hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur- borgar, Eimskipafélagi Íslands og síðustu árin hjá Hrafnistu. Halldór starfaði hins vegar m.a. hjá Hafskip- um áður en hann stofnaði sitt eigið innflutningsfyrirtæki. Segja má að nú standi nokkur ættbogi frá þeim Friðriki og Stefaníu því barnabörnin urðu sjö og barnabarnabörn eru nú um tuttugu. Í þessari grein hefur verið tæpt á því helsta sem Friðrik Þórðarson tók sér fyrir hendur. Af framan- sögðu er ljóst að hann var dugnaðar- forkur sem nýtti hæfileika sína sér og öðrum til hagsbóta. Hann var ósérhlífinn maður sem gerði miklar kröfu til sjálfs sín og annarra. Án slíkra manna væri Ísland fátækara. Stefanía Óskarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar elskulegrar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHILDAR HELGU MAGNÚSDÓTTUR, Kleppsvegi 62. Torfi Jónsson, Hilda Torfadóttir, Haukur Ágústsson, Hlín Torfadóttir, Gerður Torfadóttir, Magnús Ingvar Torfason, Sigrún Sigurðardóttir, Ágúst Torfi Hauksson, Atli Sigurðsson, Kara Ásta Magnúsdóttir, Sigurður Bjartmar Magnússon. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÞORKELSDÓTTUR, Borgarbraut 43, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðara, Borgarnesi. Sigurður B. Guðbrandsson, Ásta Sigurðardóttir, Halldór Brynjúlfsson, Sigþrúður Sigurðardóttir, Jóhannes Gunnarsson, Sigríður Helga Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.