Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                ! " # $ %  &   % BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. JÁ, KONAN á mölinni kallar bændur ölmusufólk og það ekki í fyrsta sinn. En nú er mér ofboðið eins og sjálfsagt fleirum. Hún skyldi athuga að bændur njóta ekki sömu kjara og réttinda og annað fólk hinna vinnandi stétta. Ekki fá þeir atvinnuleysisbætur t.d. Hvað þá laun í þrjá mánuði á ári fyrir að gera ekki neitt, eins og kennarar. Margrét vill fá náttúruna og landið aftur. Þá ætti umrædd Mar- grét bara að kaupa sér jörð af ein- hverjum „ölmusubóndanum“ og reyna að komast í snertingu við náttúruna og helst raunveruleikann í leiðinni. Ekki veit ég betur en talsvert land sé enn eftir til upp- græðslu utan landamerkja bænda. Það eru byggð ból þeirra sem stinga í augun á umhverfisvernd- arsinnum. En hvað eru bændur annað en umhverfisverndarsinnar? Trúlega vill konan láta taka jarðir bænda og lifibrauð eignarnámi svo hún geti spókað sig í óspilltri nátt- úru. Nei, það sér best á hálendi landsins að Íslendingar eru ekki til- búnir að höndla óspillt hálendi, því það eru jeppar þéttbýlisins sem skera í sundur og eyðileggja landið, en ekki fætur sauðkindanna. Hvernig ætli henni eða öðrum þéttbýlisbúum yrði við ef bændur kæmu og rótuðu í görðum þeirra? Nei, til að fá heildarmyndina rétta, þá verður að hafa bæði augun opin í einu, ekki bara það nærsýna. „Það verður að gera eitthvað,“ sagði konan að vælið í bændum hljómaði. Ég veit ekki betur en sama útburðarvælið hljómi reglu- lega í þeirri stétt sem hún tilheyrir. Ef það er rétt hjá henni, að allir stjórnmálaflokkar séu orðnir með- vitaðir um vanda bænda, er þá ekki hugsanlegt að einhverjar stað- reyndir málsins hafi hreinlega farið framhjá konunni? Tilvitnun: „Íslendingar! Eftir örfáar vikur verður málið í höfn. Einu sinni enn fá bændur aðgang að þessum fáu krónum ykkar sem enn verða hugsanlega eftir í ykkar hálftómu vösum. Eina ölmusu enn, takk!“ Tilvitnun lýkur. Þvílíka fádæma ósvífni og rang- færslur. Frú Margrét Jónsdóttir ætti að athuga betur í vasa sína, því eftir því sem aðstæður bænda versna, vex í hennar eigin vösum. Því hún og aðrir þéttbýlisbúar eru að versla sitt kjöt fyrir nánast ekki neitt. Og ég velti fyrir mér, skyldi konan átta sig á hvað bóndinn er að fá fyrir lambið sem hún setur á disk- inn sinn? U.þ.b. 3.263 kr. á skrokk- inn, takk fyrir. Og reikni nú hver og einn nú fyrir sig. Þá er ótalinn allur kostnaður utan slátrunar og flutningskostnaðar. Meira að segja þarf bóndinn að borga sjálfur 1.550 kr. fyrir hvern skrokk sem hann framleiðir, slátrar, tekur heim og étur sjálfur! Tilvitnun: „Sem sagt: Færri og stærri bú, og frjálsa samkeppni án styrkja úr vösum skattgreiðenda. (Fjárbændur eru jú ekki skatt- greiðendur þar sem þeir fá ekki nógu há laun, eða hvað?)“ Tilvitnun lýkur. Ber þá að skilja það svo að frúin sé tilbúin til þess að tvöfalda þá upphæð sem hún greiðir fyrir mat- inn sinn, eða ætlast hún til að fá styrki í það í staðinn? Mér er ekki kunnugt um þessar staðhæfingar hennar, að sauðfjárbændur séu ekki skattgreiðendur í þessu þjóð- félagi. Margrét Jónsdóttir vill fá fleiri eyðidali og Héðinsfirði til úti- vistar. Ætlar hún að taka einka- eignir bænda til eigin nota? Ekki hef ég trú á því að hún hafi hug á greiða fyrir það sjálf, en þó er aldr- ei að vita. Ef meira hallar undan fæti hjá sauðfjárbændum en orðið er, þá dýpkar líklega í vösum henn- ar. Annars er að verða talsvert um að þéttbýlisbúar kaupi sér eyði- jarðir og hafi háar hugmyndir, sem er gott og blessað auðvitað. Það er annað sem vekur athygli lands- byggðarfólks í því sambandi. Það er akkúrat þetta fólk sem treður hliðum og læsingum út og suður á sínu landi og meinar hinum um- göngu um landið sitt. Þéttbýlisbú- um líka. Þetta gera bændur hins- vegar ekki. Þarf fólk virkilega í háskóla nú til dags til að láta svona rökleysur frá sér fara? Ég neita alfarið að trúa því að þessi hugsunarháttur sé almennur meðal þéttbýlisbúa, held- ur sé frú Margrét Jónsdóttir ein- stætt tilfelli. Sjálf er ég fædd og uppalin í þéttbýli, en ég var ekki alin upp við svona hugsanagang, heldur var manni innrætt að bera virðingu fyrir þeim sem yrkja jörðina. Því kemur mér þessi einstrengingslegi hugsunarháttur á óvart. Það er hver sinnar gæfu smiður og ef frú Margrét Jónsdóttir vill búa í meira návígi við náttúruna en Akranes býður upp á, þá er fullt af jörðum til sölu núna, því margir bændur eru að flosna upp þessa dagana vegna þeirrar miklu tekjuskerðing- ar sem þeir hafa orðið fyrir nú í haust. Að öðru leyti er í rauninni ekkert af því sem hún skrifaði svaravert, heldur væri nær að senda konu- greyið í sveit um tíma að leyfa henni að átta sig. Ekki er þá kannski alveg útilokað að hún gæti kríað út „ölmusustyrk“ fyrir sig út á það, frá Endurmenntunarstofnun eða hvað það nú heitir. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Sólheimum, Dalabyggð. Svar við bréfi Margrétar Jóns- dóttur á Akranesi Frá Guðrúnu Jóhannsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.