Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fer Richmond Park úr höfn. Hafnarfjarðarhöfn: Á mánudag eru Selfoss og Ludvik Anderson væntanleg. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan er frá Hraunseli kl. 10. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Námskeið í Tai Chi, kínverskri leikfimi, hefst næsta þriðjudag 28. okt kl. 12 í Garðabergi. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum, verð 2.000 á mánuði. Kenn- ari er Guðný Helga- dóttir. Gerðuberg, félags- starf. Sími 575 7720. Á þriðjudögum kl. 13 boccia, á miðvikudög- um og föstudögum kl. 13.30 kóræfingar. Fjöl- breytt vetrardagskrá í boði hvern virkan dag frá kl. 9–16.30. Gjábakki, Fannborg 8. Fjölskyldudagur er í dag í Gjábakka og hefst með fjölbreyttri dagskrá kl. 14, vöfflu- hlaðborð. Allir vel- komnir. Gullsmári. Dansleikur í Gullsmára í dag, laugardag, kl. 20. Böðvar Magnússon þenur nikkuna. Allir alltaf velkomnir. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-Samtök spilafíkla, fundir spilafíkla, höfuðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl. 18.15 – Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarn- arnes. Miðvikudagur kl. 18 – Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngudeild SÁÁ, Reykjavík. Föstudag- ur kl.20 – Víðistaða- kirkja, Hafnarfjörður. Laugardagur kl. 10.30 – Kirkja Óháða safn- aðarins, v/ Háteigsveg, Reykjavík. Austur- land: Fimmtudagur kl.17 – Egilsstaða- kirkja, Egilsstöðum. Neyðarsími GA er opinn allan sólarhring- inn. Hjálp fyrir spila- fíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkað- ur í Kattholti, Stangar- hyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14– 17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is Minningarkort Minningarkort Slysa- varnafélagsins Lands- bjargar fást á skrif- stofu félagsins í Skógarhlíð 14, Reykja- vík. Hægt er að hringja inn og panta minningarkort í síma 570 5900 á milli kl. 9– 17 virka daga eða á heimasíðu félagsins www.landsbjorg.is. Allur ágóði af sölu minningarkorta renn- ur til styrktar björg- unar- og slysavarna- starfi félagsins. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suður- götu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikudaga og föstu- daga kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í síma 861- 6880 og 586-1088. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimersjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er laugardagur 25. októ- ber, 298. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og hann sagði við hana: Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni. (Mark. 7, 29.)     Stefán Pálsson fjallar áMúrnum um afsögn Steinunnar Birnu Ragn- arsdóttur úr menningar- málanefnd borgarinnar og borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans. „Menn geta haft ýmsar skoðanir á þeim ástæðum sem Steinunn Birna hefur tínt til fyrir ákvörðun sinni,“ skrifar Stefán. „Hvort málefni tónlistar- húss, Austurbæjarbíós eða staða tónlistar- kennslu hafi kallað á þessa niðurstöðu er mats- atriði sem tilgangslaust er að ræða hér. Eins get- ur mönnum fundist hvað sem er um Stefán Jón Hafstein. Þeir eru meira að segja til sem álíta að hann ætti ekki að koma nálægt pólitík heldur halda sig við fjölmiðla- störf. – Gárungarnir stinga upp á að hann taki við Speglinum, enda sé hann mikill áhugamaður um notkun slíkra tækja.“     Látum öll þessi atriðiliggja á milli hluta. Eftir stendur það atriði í frásögn Steinunnar Birnu sem öðrum en forhert- ustu og blindustu fylgismönnum núverandi borgarstjórnarmeirihluta hlýtur að svelgjast á – þau vinnubrögð að greiða um það atkvæði á fundum hvort og þá hvaða andmælaraddir megi heyrast út á við. Og þá er komið að milljón dala spurning- unni: hvað hefði sá er þetta ritar sagt, ef fregn- ir hefðu borist af því úr herbúðum sjálfstæð- ismanna að þar hefði ver- ið gengið til atkvæða um slíkt mál? Hefði maður ekki látið eftir sér að hneykslast – jafnvel látið fljóta með nokkrar vel- fléttaðar setningar um gerræði og ólýðræðisleg vinnubrögð? Nærri má geta!     Við slíkar kringumstæð-ur hefði ekki verið neinn hörgull á frjáls- lyndum vinstrisinnuðum stjórnmálaskríbentum og fjölmiðlarýnum, atvinnu- jafnt sem áhugamönnum, til að hrína undan oki Valhallarmafíunnar og Kremlarvinnubrögðum. Hálfur pistlahöfunda- skari Fréttablaðsins gæti skrifað slíkar greinar í svefni – og hefur líklega gert það endrum og eins. Málið snýst ekki um það hvort maður hafi meiri mætur á Birni eða Þórólfi, Árna Þór eða Vil- hjálmi Þórmundi – þetta er einfalt próf sem hægt er að standast eða falla á. Svona gera menn einfald- lega ekki. Í kosninga- bandalagi eins og Reykja- víkurlistinn er á enginn fulltrúi nokkurs aðildar- flokkanna að þola að þurfa að bera það undir einhvern óskilgreindan „borgarstjórnarflokk“ hvort hann fái að reifa sínar skoðanir í sölum borgarstjórnar eða ekki. Og jafnvel þótt Reykja- víkurlistinn væri ekki kosningabandalag heldur sjálfstæður stjórnmála- flokkur eru þannig vinnu- brögð ekki tæk.“ STAKSTEINAR Ótæk vinnubrögð Reykjavíkurlistans Víkverji skrifar... STARFS síns vegna situr Víkverjijafnan marga fundi. Víkverja leiðist sjaldan á fundum enda hefur hefð skapast fyrir því hjá samtökum, fyrirtækjum, stofnunum og öðrum sem standa fyrir reglulegum fund- um, að reyna að hafa þá stutta og hnitmiðaða. Það þykir Víkverja góð þróun. Árangur fundarins veltur mikið á því hversu vel fundarstjóri stendur sig. Starf fundarstjóra er fyrst og fremst í því fólgið að halda mæl- endaskrá og stýra umræðum, ekki þó leiða þær. Víkverji sat tvo fundi í októbermánuði þar sem honum þótti fundarstjórinn fara út fyrir sitt verksvið. Í bæði skiptin þótti honum það spilla fundinum. x x x FYRRI fundurinn var hjá stétt-arfélagi. Þegar kom að fyr- irspurnum til framsögumanna hleypti fundarstjórinn, reyndur sjónvarpsmaður, einum gesti að. Framsögumenn svöruðu en gest- inum þóttu svörin ekki fullnægjandi og bað aftur um orðið. Fundarstjór- inn neitaði því og sagðist þurfa að koma fleiri fyrirspurnum að. Sem hefði verið í lagi ef satt hefði verið. Víkverji og aðrir fundarmenn gátu þó ekki séð að neinn hefði óskað eftir að koma með fyrirspurn. Þessu hafði glöggur fundarstjórinn greinilega líka tekið eftir enda var fyrirspurnin sem koma þurfti að ekki úr salnum heldur frá honum sjálfum. Fundar- stjórinn taldi sína fyrirspurn mikil- vægari en gagnspurning gestsins. x x x SÍÐARI fundinn sat Víkverji í vik-unni. Þegar framsögumaður hafði lokið erindi sínu tóku við pall- borðsumræður þar sem sex tóku þátt í þeim. Fundarstjórinn byrjaði vel, hóf pallborðsumræður á því að útskýra að hún myndi ekki hika við að stöðva pallborðunga, ef þeir væru of langorðir. Því- næst sagðist fundarstjóri ætla að taka fyrir þrjár fyr- irspurnir í einu áður en pallborðungar fengju að svara. Í stað þess að leyfa þremur fundargestum að koma sínum fyrirspurnum að, ákvað fundarstjóri að koma sinni eigin fyrirspurn fyrst að. Fundarstjórinn beindi spurningu sinni til allra á pallborð- inu. Þegar hún hafði fengið svör við sinni spurningu var hálfur fyr- irspurnartíminn búinn og fund- arstjórinn bað því gesti fundarins vinsamlegast að beina spurningum sínum ekki til allra á pallborðinu þar sem það tæki of langan tíma. Þetta þótti Víkverja slæm fundarstjórn. Almenn stytting á fundartíma er góð þróun en almennur yfirgangur fundarstjóra slæm. Fundarstjóri sem vill sjálfur vera miðpunktur fundar á ekki að taka að sér fund- arstjórn heldur bara mæta á fundinn og taka þátt í honum sem gestur. Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Fundarstjóri á ekki að vaða yfir fundargesti. LÁRÉTT 1 mikilsverður, 8 hug- laus, 9 vondur, 10 ráð- snjöll, 11 karlfugl, 13 labba, 15 eyðilegging, 18 öflug, 21 vætla, 22 rödd, 23 hremma, 24 ring- ulreið. LÓÐRÉTT 2 ótti, 3 tré, 4 ólgu, 5 reyfið, 6 fituskán, 7 vaxa, 12 dans, 14 náttúrufar, 15 úrgangur, 16 voru í vafa, 17 smá, 18 frásögn- in, 19 kvenmannsnafni, 20 útungun. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 samba, 4 fleka, 7 korns, 8 rífum, 9 auk, 11 slap, 13 æðum, 14 ólmur, 15 gull, 17 agða, 20 ell, 22 máfur, 23 jólin, 24 lærði, 25 náðin. Lóðrétt: 1 sukks, 2 murta, 3 ausa, 4 fork, 5 erfið, 6 aum- um, 10 ummál, 12 pól, 13 æra, 15 gömul, 16 lofar, 18 gal- ið, 19 annan, 20 ergi, 21 ljón. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÞEGAR gleymskan fer að hrjá mann þá er gott ráð að leita til Velvakanda því hann vakir yfir öllu og man allt. Fyrir nokkru leitaði ég að ljóði sem faðir minn kunni að hluta og Velvak- andi birti fyrir mig. Ekki stóð á svörum og ljóðið hef- ur skilað sér í fullri lengd. Mig langar því að leita enn og aftur eftir aðstoð Vel- vakanda vegna þulu sem systir mín kann hrafl í en vildi gjarna eiga alla. Það sem hún kann er eft- irfarandi: Vaknaðu stelpa og vaknaðu fljótt. Veður er indælt og sól skín í heiði. Heyrirðu ei fuglarnir kvaka svo kátt komdu á fætur því margt er á seyði. Kýrnar þín bíða og kindurnar líka komið er hádegi skilurðu það aldrei ég séð hef svefnpurku slíka komdu á fætur og kíktu út á hlað. Ekki er ég viss um að allt sé þetta rétt hjá henni. Mér þætti vænt um ef einhver sem les þetta og kann þessa þulu eða veit hvar hún er til á prenti, hefði samband við mig í síma 471 1632 (á kvöldin) Með kveðju, Helgi Halldórsson. Jón og dr. Jón ÉG vil taka undir það sem húsmóðir og sjúkraliði skrifar um Jón og dr. Jón í Velvakanda nýlega. Finnst fáránlegt að vera að nefna stöðuheiti í svona fréttum. Við fæddumst öll ber. Húsmóðir sem ennfrem- ur er hárgreiðslukona. Þakkir ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til konunnar sem fann þrílitu kisuna mína og lét vita um afdrif hennar en ekið hafði verið yfir hana á Reykjanes- brautinni, Garðabæjar- megin við hesthúsin. Guðrún Eva. Frítt í strætó MÉR líst mjög vel á tillögu sem Ólafur hjá Frjálslynda flokknum hefur lagt fram í borgarstjórn en hún er sú að öryrkjar, aldraðir og ungmenni undir 18 ára aldri fái ókeypis í strætó. Mér skilst á útreikning- um að þetta muni ekki svo miklu fyrir Strætó bs. en aldraða, öryrkja og ung- menni munar svo sannar- lega um að borga í strætó. Ég hvet alla sem eitthvað hafa um málið að segja að láta í sér heyra. Daníel. Sammála Elínu ÉG tek heilshugar undir hvert orð Elínar Sigurðar- dóttur um pistil í Velvak- anda 18. október sl. frá Sig- rúnu Á. Reynisdóttur þar sem hún skrifar um for- dóma og fáfræði. Ég er orðin leið á þessum sífellda neikvæða tóni sem frá Sigrúnu kemur. Þyri. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum FUNDIST hafa fjarsýnis- gleraugu við strætóbiðstöð- ina á Grensásvegi við Teppaland. Upplýsingar í síma 698 0055. Gleraugu týndust GLERAUGU í plastum- gjörð töpuðust í Kópavogi, austurbæ, 21. þessa mánað- ar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554-0669. Dýrahald Fress fæst gefins vegna flutnings RÚMLEGA ársgamall fress, svartur með hvíta sokka og hvítur að framan, fallegur og kassavanur, fæst gefins vegna flutnings. Með honum fylgir kassi. Upplýsingar í síma 693 1651 og 566 8872 og 849 4835. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Þula Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.