Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK ÍTALARNIR Lauria og Versace fá ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína í sögnum, en hvern varðar um það þótt samningurinn sé slæmur, ef hann bara vinnst. Í brids er spurt að leikslokum. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G42 ♥ ÁK7 ♦ ÁG10 ♣Á1042 Suður ♠ K5 ♥ D964 ♦ KD52 ♣KG3 Vestur Norður Austur Suður Pszczola Lauria Kwiecien Versace – – – 1 tígull 2 spaðar Dobl Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Spilið er frá leik Ítala og Pólverja í átta þjóða keppn- inni í Róm, sem fram fór fyrr í þessum mánuði. Eftir hindrun vesturs á tveimur spöðum misstu Ítalirnir tök á sögnum og niðurstaðan varð heldur slök slemma í grandi, sem Alfredo Vers- ace spilaði. Út kom tígull og Versace tók strax fjóra slagi á litinn. Í ljós kom að vestur hafði byrjað með tvílit í tígli. Hvernig myndi lesandinn nú halda áfram? Spilið vinnst seint nema hjartað komi 3-3 og Versace sló því einfaldlega föstu. Þá mátti búast við að skipting vesturs væri 6-3-2-2, og þar sem laufið varð að skila fjór- um slögum var ekki um ann- að að ræða en treysta á drottninguna aðra í vestur. Norður ♠ G42 ♥ ÁK7 ♦ ÁG10 ♣Á1042 Vestur Austur ♠ ÁD10983 ♠ 76 ♥ G53 ♥ 1082 ♦ 64 ♦ 9873 ♣D9 ♣9875 Suður ♠ K5 ♥ D964 ♦ KD52 ♣KG3 Versace tók því einfald- lega á laufkóng og spilaði litlu laufi að blindum. Allt gekk upp – drottningin var önnur í laufi og hjartað 3-3. Tólf slagir og 11 IMPar til Ítala, því á hinu borðinu stóðu Pólverjar sig vel í sögnum og stönsuðu í þrem- ur gröndum. Svona er lífið við spila- borðið – ekki alltaf réttlátt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert áreiðanleg/ur, jarð- bundin/n og afkastamikil/l. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að gera einhvers konar yfirbót. Íhugaðu hvernig þú getur deilt auði þínum með öðrum þannig að hann komi öllum til góða. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu daginn til að leita leiða til að bæta samskipti þín við maka þinn og vini. Mundu að þú verður að henta maka þínum ekki síður en hann/ hún verður að henta þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Íhugaðu hvernig þú getur bætt afköst þín eða aðstæður í vinnunni. Reyndu að gera starf þitt ánægjulegra og auð- veldara. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að spyrja sjálfa/n þig að því hvort þú sért að leyfa sköpunargáfu þinni að njóta sín. Það er börnum eðlilegt en fullorðnum hættir til að gleyma því. Reyndu að tengj- ast ímyndunarafli þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hugaðu að því hvernig þú getir bætt heimilisaðstæður þínar og samband þitt við fjölskylduna. Dagurinn í dag hentar sérlega vel til að gera umbætur á heimilinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að vera skýr í öllum samskiptum þínum í dag. Þú ættir jafnvel að ganga úr skugga um að fólk skilji hvað þú ert að fara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Farðu vandlega yfir fjármálin og reyndu að fá yfirsýn yfir stöðuna. Vertu viss um að þú vitir í hvað tekjur þínar fara. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Bæði tunglið og sólin eru í merkinu þínu í dag. Þar sem þetta er eina nýja tunglið í merkinu þínu á þessu ári ætt- irðu að nota tækifærið til að huga að því hvernig þú komir fyrir augu annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert upptekin/n af því að vinna, versla og eignast hluti og því er hætt við að þú sért búin/n að missa tenglin við sjálfa/n þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þér líki nógu vel við vini þína. Mundu að vinir þínir geta haft mikil áhrif á framtíð þína með því að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þú tekur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gefðu þér tíma til að íhuga hvar þú vilt verða eftir fimm og tíu ár. Leitaðu síðan leiða til að gera eitthvað til að það megi takast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að fara á námskeið sem getur nýst þér til að bæta lífsgæði þín eða vinnuaðstæð- ur. Það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SPORÐDREKI Á MISJÖFNU ÞRÍFAST BÖRNIN BEZT Fram ég járnið frosna lem, firrtur stoð og seimi; ekki gengur ætíð sem ætlað var í heimi. Flest er sagt í veröld valt, vont hins góða bíður; hollt er að þola heitt og kalt, hjá meðan æska líður. Þetta veldur, að ég ei undir ligg, þó bylji, né lukku seldur færi fley fram á djúpa hylji. Benedikt Jónsson Gröndal LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Dxd4 a6 5. Be3 Rf6 6. Rc3 Rc6 7. Dd2 b5 8. Bd3 e6 9. 0-0 Bb7 10. Hae1 Be7 11. Rd4 0-0 12. f4 Rg4 13. Kh1 Rxe3 14. Dxe3 Bh4 15. Rxc6 Bxc6 16. Hd1 De7 17. Dh3 b4 18. Re2 e5 19. f5 Hfc8 20. Rg1 Bf6 21. Dg4 d5 22. Hf3. Staðan kom upp í Evr- ópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu á Krít. Artyom Timofeev (2.575) hafði svart gegn John Mast- erson. 22. – dxe4! 23. Bxe4 h5! Vinnur mann og stuttu síðar skákina. 24. Dxh5 Bxe4 25. Hh3 g6 26. Dh7+ Kf8 27. Rf3 Bxf5 28. Rg5 Bxh3 29. Dxh3 Bg7 og hvít- ur gafst upp. 2. og 3. umferð Íslandsmóts skákfélaga hefjast kl. 10 og 17 í dag í MH. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. október, verðafimmtug hjónin Þóra Hauksdóttir og Þorsteinn Stígsson, Fjóluhlíð 15, Hafnarfirði. Þau eru stödd erlendis á afmælisdaginn. 80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 27. október verður áttræður Jón Hjör- leifur Jónsson, fyrrv. prest- ur og skólastjóri Hlíð- ardalsskóla. Ættingjum og vinum er boðið að samfagna með honum og konu hans, Sólveigu Jónsson, sunnu- daginn 26. október í Lang- holtskirkju kl. 16 stundvís- lega. Í tilefni dagsins kemur út ljóðabókin Úr þagnar djúpum eftir Jón Hjörleif. Svipmyndir, Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst sl. í Kópa- vogskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni þau María Þ. Hreiðarsdóttir og Ottó B. Arnar. Heimili þeirra er í Álftamýri 44, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Svipmyndir, Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí sl. í Hall- grímskirkju þau Brynhildur Ásgeirsdóttir og Gunnar Ólafsson. Heimili þeirra er í Bólstaðarhlíð 27, Reykjavík. Með þeim á myndinni er Hrannar. Daníel Már og Sverrir G. unnu Kaup- hallartvímenning BR Nú er Kauphallartvímenningi BR lokið og öruggir sigurvegarar voru þeir Daníel Már Sigurðsson og Sverrir G. Kristinsson en þeir fé- lagar skoruðu 2.754 stig. Í öðru sæti með 1.835 stig voru þeir Sveinn Rún- ar Eiríksson og Bjarni H. Einarsson. Í þriðja sæti með 1.793 stig voru Páll Þórsson og Guðjón Sigurjónsson. Hæsta skor 3. kvöldið: Þórir Sigursteinss. – Esther Jakobsd. 1.379 Matthías Þorv. – Ljósbrá Baldursd. 1.284 Daníel Már Sig. – Sverrir G. Kristinss. 1.183 Þriðjudaginn 28. okt. byrjar fjög- urra kvölda hraðsveitakeppni og tekið er á móti skráningum á keppn- isstjori@bridgefelag.is. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 20. október var fyrsta lotan í minningarmóti um Borgþór Ó. Pétursson spiluð. 16 pör mættu til leiks og var spilað með Monrad-barometer sniði, 7 umferðir. Efstu pör urðu þessi: Halldór Þórólfsson – Hulda Hjálmarsd. 37 Sigurjón Harðars. – Kristín E. Þórarinsd. 33 Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 30 Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 17 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 16 Mótinu verður fram haldið næstu tvö mánudagskvöld og hægt er að bæta við pörum. Mót þetta er styrkt af Sælgætisverksmiðjunni Góu – Lindu. Spilað er að Flatahrauni 3 og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridsfélag Hreyfils Jón Ingþórsson og Eiður Th. Gunnlaugsson sigruðu í hausttví- menningi félagsins sem stóð yfir í fjögur kvöld og þrjú kvöld töldu til úrslita. Þeir félagar tryggðu sér vænlega stöðu annað kvöldið með því að skora 67,27% skor. Lokastaðan varð annars þessi: Jón Ingþórss. – Eiður Gunnlaugss. 61,99% Leifur Kristjs. – Heimir Tryggvas. 57,52% Sigurður Ólafsson – Flosi Ólafsson 57,03% Daníel Hallds. – Sigurður Steingrs. 55,99% Hæstu skor síðasta spilakvöldið fengu eftirtalin pör: Daníel Hallds. – Sigurður Steingrs. 62,7% Jón Ingþórsson – Eiður Gunnlaugsson59,1% Jón Sigtryggsson – Skafti Björnsson 58,6% Næsta mót bílstjóranna er aðal- sveitakeppni vetrarins. Hefst spila- mennskan kl. 19.30 nk. mánudags- kvöld í Hreyfilshúsinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 10. flokkur, 24. október 2003 Einfaldur kr. 3.107.000.- Tromp kr. 15.535.000.- 59597B kr. 15.535.000,- 59597E kr. 3.107.000,- 59597F kr. 3.107.000,- 59597G kr. 3.107.000,- 59597H kr. 3.107.000,- Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku Sjáumst hress og kát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.