Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 53 FÓLK  ANTON Pálsson og Hlynur Leifsson dæma leik AaB frá Ála- borg og Wacker Thun frá Sviss í EHF bikar karla en leikurinn verður í Danmörku eftir tvær vik- ur.  ÓLI Ólsen verður eftirlitsmaður í sömu keppni, skreppur til Boa- vista í Portúgal og sér heimamenn taka á móti Róberti Gunnarssyni, Þorvarði Tjörva Ólafssyni og fé- lögum í Århus GF.  HÁKON Sigurjónsson verður eftirlitsmaður á leik Union Beyn- oise frá Belgíu og Ystad frá Sví- þjóð þegar liðin mætast í Áskor- endabikarnum.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma í sömu keppni leik Skövde frá Svíþjóð og Schaff- hausen frá Sviss.  GUNNAR Gunnarsson verður einnig við störf í þessari keppni, verður eftirlitsmaður á leik Banja Luka frá Bosníu og Fet frá Nor- egi.  DANSKUR og færeyskur dómari dæma leik Drott og HK í keppni bikarhafa þegar liðin mætast ytra. Leikinn hér heima dæma hins veg- ar norskir dómarar.  STEED Malbranque, knatt- spyrnumaður hjá Fulham, hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið um eitt ár til við- bótar, eða til ársins 2007.  MANUEL Rui Costa, leikmaður AC Milan og portúgalska landsliðs- ins, neitar því að hafa lent upp á kant við þjálfara AC Milan, Carlo Ancelotti. Ástæða ósættisins er sagt stafa af því að Costa hafi ekki sætt sig við að vera á bekknum á meðan brasilíski landsliðsmaður- inn Kaka hefur leikið í hans stöðu. Rui Costa viðurkennir þó að hann sé ósáttur við það að þurfa að sitja á bekknum en það hafi ekki leitt til ósættis við þjálfara liðsins.  GERARD Houllier, stjóri Liver- pool, er viss um að Michael Owen muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool og lofa sér þar með að spila á Anfield næstu árin. Ótt- ast hefur verið um að Owen muni ekki framlengja dvöl sína á An- field ef að að liðið standi ekki und- ir hans eigin væntingum.  STJÓRNARMENN Liverpool eru áhugasamir um að gera lang- tímasaminga við bæði Owen og Steven Gerrard. Houllier segist vera bjartsýnn varðandi undirritun Owens á nýjum samningi. „Ég tel að Owen vilji vera hérna og eiga góðu gengi að fagna með Liverpool, sem er nákvæmlega það sama og við viljum,“ segir Houll- ier. SIGFÚS Sigurðsson, línumaður íslenska landsliðsins í hand- knattleik og þýska liðsins Magdeburgar, meiddist á æf- ingu liðsins í hádeginu í gær. Hann verður frá í nokkrar vik- ur. Að sögn Alfreðs Gíslasonar, þjálfara liðsins, var Sigfús að reyna að verja skot félaga síns – en ekki vildi betur til en svo að skothönd hans fór í auga Sigfús- ar. „Þetta leit illa út í byrjun, það blæddi talsvert mikið og menn verða alltaf hræddir þeg- ar svona gerist,“ sagði Alfreð í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sem betur fer fór þetta betur en á horfðist. Við vorum að fá niðurstöðu úr læknisrannsókn og sem betur fer þarf Sigús ekki að fara í skurðaðgerð. Okkur var sagt að hann nái sér að fullu á einhverjum vikum. Við vitum ekki núna hversu mörgum, en vonandi verður hann tilbúinn sem allra fyrst,“ sagði Alfreð. Sigfús fékk högg á auga ARNE Erlandsen, þjálfari norska knattspyrnufélagsins Lilleström, staðfesti í gær við Stavanger Aften- blad að Hannes Þ. Sigurðsson hjá Viking Stavanger væri einn fjög- urra leikmanna sem hann vildi fá til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Er- landsen er þar sagður hafa beðið Frank Grönlund, framkvæmda- stjóra Lilleström, um að hafa hafa samband við Viking og óska eftir viðræðum við Hannes. Erlandsen segir jafnframt að Lilleström sé fyrst og fremst á hött- unum á eftir leikmönnum með lausa samninga. Hannes er samn- ingsbundinn Viking áfram þannig að Lilleström myndi þá falast eftir því að fá hann leigðan. Hannes hefur komið inn á sem varamaður í flestum leikjum Viking á tímabilinu en aldrei fengið tæki- færi í byrjunarliðinu í úrvalsdeild- inni. Hann hefur mest leikið með varaliði Viking í 2. deild en segir við Adresseavisen að hann eigi erf- itt með að einbeita sér að leikjunum þar. „Það er mikið auðveldara að einbeita sér að A-leikjunum, enda spila ég líka mun betur þar,“ segir Hannes við blaðið. Geir Lunde, sem sér um þróun ungra leikmanna hjá Viking, segir hins vegar við Adresseavisen að leikmaður sem ekki geti einbeitt sér að varaliðsleikjum hjá úrvals- deildarfélagi eigi við vandamál að stríða. Lilleström vill fá Hannes Þ. Sigurðsson til sín Fyrri hálfleikur var lengst af jafn,Tékkar komust fjórum mörkum yfir undir lok hans en íslenska liðið minnkaði muninn í 13:11 fyrir hlé. Síðari hálfleikur var svipaður, Tékk- ar náðu mest fjögurra marka forystu en íslenska liðið gafst aldrei upp og hélt spennu í leiknum til loka. „Þetta var í heildina mjög góður leikur af okkar hálfu. Tékkar urðu í 10. sæti í síðustu Evrópukeppni og leikurinn sýnir okkur að við erum að nálgast þessar þjóðir að styrkleika þó okkur vanti herslumuninn ennþá. Liðsheildin hjá okkur var góð, sókn- arleikurinn fínn og skilaði 27 mörk- um, og varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik en ekki eins í þeim síð- ari. Markvarslan var með ágætum allan tímann. Þetta er erfitt mót, ein- tómir hörkuleikir, en jafnframt góður skóli fyrir undankeppni EM,“ sagði Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið í gærkvöld. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland, Drífa Skúladóttir 6, Inga Fríða Tryggvadóttir 4, Dröfn Sæmundsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 2, Hanna G. Stefánsdóttir 2 og Brynja Dögg Steinsen 1. Helga Torfadóttir og Berglind Hansdóttir vörðu 9 skot hvor. Íslenska liðið mætir Slóvakíu snemma í dag og spilar síðan síðdegis gegn Pólverjum. Fjórði og síðasti leikurinn verður síðan gegn Túnisbú- um í fyrramálið. Pólland er efst eftir sigra á Tékkum (23:22) og Túnis og Slóvakía er með 2 stig eftir sigur á Túnis, 30:27. Góður leikur gegn Tékkum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í gær fyrir Tékk- um, 29:27, í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti, Silesia Cup, sem nú stendur yfir í Póllandi. Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir und- ankeppni EM sem fram fer í næsta mánuði. irbúningur fyrir EM er að hefjast? „Það er alveg klárt mál að ef við ætlum að ná toppárangri þá verða allir leikmenn liðsins að vera heilir heilsu. Í öðru lagi er ljóst að við höf- um ekki úr eins stórum hópi leik- manna að velja og flestir andstæð- ingar okkar. Af þeim sökum verður hver einasti leikmaður íslenska liðsins að vera í mjög góðu líkam- legu formi. Auk þess er breiddin ekki eins mikil og hjá mörgum öðr- um og þá er hraðinn í alþjóðlegum handknattleik alltaf að aukast. Þetta tvennt veldur því að álagið á leikmenn eykst ár frá ári og um leið aukast kröfur um líkamlegt at- gervi. Þetta er þáttur sem verður að vera í lagi hjá okkur. Á HM lentum við í ákveðnu basli með varnarleik- inn. Að hluta til var um að kenna að vissir leikmenn voru ekki í nógu góðri æfingu,“ segir Guðmundur en vill ekki segja hvað leikmenn hann á við. „Á HM vantaði einnig meiri ógnun frá vinstrivængnum í sókn- inni, hún var langt frá því að vera eins mikil og á EM árið áður. Það var áhyggjuefni sem við verðum að leysa úr með einhverjum hætti. Einnig verðum við að skora fleiri mörk úr hraðupphlaupum á EM í Slóveníu en við gerðum á HM. Til þess að svo verði þarf markvarslan að vera í lagi ásamt varnarleiknum. Markvarsla verður að vera í góðu lagi hjá liði sem ætlar sér að ná ár- angri í alþjóðlegum handknattleik.“ Vegna þessa er skarð fyrir skildi að Roland Eradze verður ekki með á EM vegna meiðsla og einnig hlýt- ur það að vera áhyggjuefni að Guð- mundur Hrafnkelsson er vara- markvörður hjá sínu félagi í Þýskalandi, ekki satt? „Það er rétt, ég veit allt um það hvernig staðan er hjá Guðmundi. Hann er ekki aðlamarkvörður nú hjá sínu félagsliði frekar en í fyrra þegar hann var á Ítalíu. Ég vil hins vegar ekki mála stöðuna í of dökk- um litum fyrirfram, við skulum sjá hvernig markvarslan verður í leikj- unum við Pólverja áður en lengra verður haldið.“ Margt þarf að ganga upp á EM Guðmundur segir að þrátt fyrir að undirbúningur liðsins verði von- andi eins góður og kostur er á verði að varast að reisa skýjaborgir áður en haldið verður til Slóveníu á EM. „Við setjum okkur að sjálfsögðu ákveðið markmið og stefnum að því að ná eins langt og kostur er. Hinu má hins vegar ekki gleyma að and- stæðingar okkar eru frábærar handknattleiksþjóðir. Og það eitt að vera á meðal þeirra er mjög gott, en við setjum markið á að vera á meðal sjö til tíu bestu í heiminum. Til þess að það megi takast verður mjög margt að ganga upp, bæði í vörn og sókn. Leikirnir á EM eru svo jafnir að úrslit þeirra geta ráð- ist á því hvort liðið nær einu frá- kasti svo dæmi sé tekið, það skilur orðið svo lítið á milli feigs og ófeigs og niðurstaða leikja ræðst oft á litlum atriðum í lok leikja. Þetta gerum við okkur vel grein fyrir, en jafnframt þeirri staðreynd að á góðum degi getur íslenska lands- liðið unnið hvaða þjóð sem er.“ Að lokum að líkamlegu atgervi leikmanna, þeirri staðreynd sem þú nefndir áðan að slæmt form nokk- urra leikmanna hefði komið niður á leik liðsins á hm í Portúgal, einkum þá í vörninni. Nú hefur þú farið með stóran hluta hópsins í þrekmæling- ar í Þýskalandi og niðurstöðurnar liggja væntalega fyrir, koma þessir tilteknu menn betur út núna? „Ekki allir, því miður. Vegna þessa þá hef ég talað við viðkom- andi og gert þeim grein fyrir stöð- unni. Hópurinn fer á ný í sams kon- ar þrekpróf í byrjun janúar. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að allir leikmenn sem í því eru séu í eins góðu líkamlegu ástandi og kostur er á þegar haldið er á stórmót, ef við ætlum að ná toppárangri. Ástæðan fyrir því að farið er út að taka þessi próf er að geta fært sönnur á í hvaða sporum menn eru á hverjum tíma. Það er ekki nóg að halda að menn séu í góðri æfingu eða slæmri. En auðvitað er þetta aðeins eitt þeirra atriða sem þarf að vera í lagi í handknattleiksliði. Leikmenn verða einnig að geta leikið mjög góðan handknattleik. Stundum getur það verið betra að velja leikmann sem er í lakara lík- amlegu ástandi en æskilegt væri ef hann getur leikið betri handknatt- leik en sá sem er í betra líkamlegu formi en gerir mörg mistök. Þrek- próf getur aldrei verið eitt og sér mælikvarði á það hvort það eigi að velja leikmenn í landslið eða ekki, það er aðeins einn þeirra þátta sem taka verður tillit til þegar lið er val- ið til að taka þátt í keppni. Sem betur fer voru langflestir þeirra sem fóru í þrekprófið í Þýskalandi á dögunum í góðu standi, en því er ekki að leyna að einhverjir leikmenn voru ekki eins þrekmiklir og vonir stóðu til, þeir verða að bæta sig. Þeim hefur verið bent á það og hafa tíma fram að áramótum til að gera bragarbót á.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti mikla vinnu framundan fyrir EM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.