Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT PATRICK Kluivert, framherji spænska knattspyrnuliðsins Barce- lona, hefur gert lítið úr vangaveltum um að hann ætli sér að færa sig um set til Arsenal í ensku úrvalsdeild- inni. Hollenski landsliðsmaðurinn hefur verið sterklega bendlaður við flutning frá Camp Nou, heimavelli Barcelona, í janúar næstkomandi þegar leikmannamarkaðurinn verð- ur opnaður á nýjan leik. Samkvæmt fréttum frá Spáni er því haldið fram að Arsenal hafi haft mikinn áhuga á því að fá stjörnuna, sem hefur einnig leikið með AC Mil- an og Ajax, til liðs við sig en Kluivert hefur hins vegar þvertekið fyrir þær fréttir. Kluivert hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Barce- lona en á fimmtudaginn hélt hann fund með yfirmönnum Barcelona sem hafa fullyrt að hann sé ekki til sölu. „Ég hef ekki átt í viðræðum við Arsenal, né við önnur lið í ensku úr- valsdeildinni,“ segir Kluivert. „Það eru engar líkur á því að ég færi mig yfir til Englands í náinni framtíð.“ Kluivert færir sig ekki til Englands HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR – Víkingur 30:23 Seltjarnarnes, Íslandsmót karla, RE/ MAX-deildin, norðurriðill, föstudagur 24. október 2003. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 3:5, 6:5, 7.6, 7:8, 10:9, 12:10, 13:11, 13:13, 14:13, 16:13, 16:15, 19:16, 19.18, 21:18, 22:19, 23.2, 26:23, 30:23. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson 8/6, Sverrir Pálmason 5, Brynjar Hreinsson 5, Magnús Agnar Magnússon 4, Þorleifur Björnsson 3, Gintaras Savukynas 2, Krist- inn Björgúlfsson 2, Jóhann Jóhannesson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 23/2 (þar af fóru 10 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Tomas Kavolius 10/1, Þröst- ur Helgason 6/3, Ragnar Hjaltested 2, Þór- ir Júlíusson 2, Andri Berg Haraldsson 1, Benedikt Jónsson 1, Davíð Ólafsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 28 (þar af fóru 11 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Arnar Kristinsson. Áhorfendur: Um 170. Staðan: Grótta/KR 7 4 2 1 182:166 10 Fram 6 4 2 0 164:154 10 Valur 6 4 1 1 159:140 9 KA 6 4 0 2 175:156 8 Víkingur 7 1 2 4 174:189 4 Afturelding 6 1 1 4 151:162 3 Þór 6 0 0 6 145:183 0 Selfoss – HK 27:34 Selfoss, suðurriðill: Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:3, 5:5, 7:7, 9:9, 9:13, 13:13, 13:15, 14:16, 15:16, 16:17, 17:18, 18:20, 18:22, 19:23, 19:25, 21:25, 22:26, 22:28, 24:30, 25:32, 25:34, 26:34, 27:34. Mörk Selfoss: Ramunas Mikalonis 7, Ram- unas Kalendauska 7, Haraldur Þorvarðar- son 5/1, Guðmundur Guðmundsson 4, Ívar Grétarsson 2, Arnar Grétarsson 2. Varin skot: Sebastian Alexandersson 25/1 ( þar af 7 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk HK: Andrius Rackauskas 13/5, Aug- ustus Strazdas 6, Davíð Höskuldsson 3, Samúel Árnason 3, Elías Már Halldórsson 2, Haukur Sigurvinsson 2, Jón Bersi Ell- ingsen 1, Már Þórarinsson 1, Atli Þór Sam- úelsson 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1, Ólafur Víðir Ólafsson 1/1. Varin skot: Arnar Freyr Reynisson 6 (þar af 1 aftur til mótherja), Hörður Flóki Ólafs- son 8/1 (þar af 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Hörður Sigmarsson og Þórir Gíslason. Áhorfendur: Um 100. Staðan: ÍR 7 6 0 1 219:181 12 HK 9 6 0 3 257:236 12 Haukar 7 5 0 2 214:183 10 Stjarnan 7 4 1 2 183:182 9 FH 7 3 0 4 193:184 6 ÍBV 6 2 1 3 183:183 5 Breiðablik 7 2 0 5 176:223 4 Selfoss 8 0 0 8 203:256 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Þór Þ. – Njarðvík 90:97 Þorlákshöfn, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, föstudagur 24. október 2003. Gangur leiksins: 7:8, 12.15, 22:23, 22:27, 32:34, 41:36, 48:39, 53:40, 58:46, 63:53, 63:62, 69:71, 72:76, 74:82, 78:86, 90:97. Stig Þórs: Billy Dreher 31, Ray Robins 28, Gunnlaugur H. Erlendsson 20, Ágúst Örn Grétarsson 5, Finnur Andrésson 3, Rúnar Pálmason 2, Rúnar Freyr Sævarsson 1. Fráköst: 25 í vörn – 4 í sókn. Stig Njarðvíkur: Páll Kristinsson 24, Guð- mundur Jónsson 22, Brenton Birmingham 22, Halldór R Karlsson 13, Friðrik E Stef- ánsson 12, Arnar Þ Smárason 3, Egill Jón- asson 1. Fráköst: 30 í vörn – 10 í sókn. Villur: Þór 30, Njarðvík 18. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Erlingur Snær Erlingsson,og dæmdu þeir lengst af vel en á tíma gætti nokkurs ósamræmis í dómum en hvorugt liðið græddi á því. Áhorfendur: Um 350. Grindavík – KFÍ 102:95 Grindavík: Gangur leiksins: 13:7, 21:15, 30:18, 37:25, 47:35, 56:36, 66:46, 69:52, 71:62, 80:71, 93:88, 102:95. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 32, Páll Axel Vilbergsson 30, Guðmundur Bragason 14, Dan Trammel 12, Þorleifur Ólafsson 5, Steinar Arason 5, Örvar Kristjánsson 2, Jó- hann Ólafsson 2. Fráköst: 27 í vörn – 14 í sókn. Stig KFÍ: Adam Spanich 47, Jeb Ivey 23, Pétur Sigurðsson 8, Lúðvík Bjarnason 7, Darko Ristic 5, Baldur Jónsson 3, Haraldur Jóhannesson 2. Fráköst: 25 í vörn – 12 í sókn. Villur: Grindavík 23, KFÍ 19. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 300. Keflavík – Breiðablik 106:85 Keflavík: Gangur leiksins: 8:8, 29:17, 40:19, 64:41, 71:56, 74:64, 84:69, 100:76, 106:85. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 25, Gunnar Stefánsson 17, Nick Bradford 17, Hjörtur Harðarson 14, Magnús Gunnarsson 13, Gunnar Einarsson 13, Sverrir Þór Sverr- isson 5, Davíð Jónsson 3. Fráköst: 24 í vörn – 9 í sókn. Stig Breiðabliks: Pálmi Sigurgeirsson 26, Mirko Virijevic 26, Loftur Einarsson 15, Cedrick Holmes 14, Jónas P. Ólason 4. Fráköst: 23 í vörn – 11 í sókn. Villur: Keflavík 25, Breiðablik 24. Dómarar: Helgi Bragason og Sigmundur Már Herbertsson. Staðan: Grindavík 3 3 0 272:260 6 Tindastóll 3 2 1 296:268 4 Snæfell 3 2 1 238:223 4 Njarðvík 3 2 1 279:272 4 Keflavík 3 2 1 313:268 4 Þór Þorl. 3 2 1 293:288 4 Haukar 3 2 1 237:253 4 Hamar 3 1 2 239:268 2 KR 3 1 2 266:258 2 ÍR 3 1 2 307:313 2 KFÍ 3 0 3 282:303 0 Breiðablik 3 0 3 265:313 0 1. deild karla Stjarnan – Ármann/Þróttur ................ 81:76 KNATTSPYRNA England 1. deild: Sheffield United – Reading ..................... 1:2 Holland Volendam – Roda ..................................... 2:1 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, norð- urriðill: Framhús: Fram - KA............................16.30 Akureyri: Þór - Afturelding .................16.30 Suðurriðill: Austurberg: ÍR - ÍBV ................................16 Sunnudagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Ásgarður: Stjarnan - Haukar....................17 Kaplakriki: FH - Breiðablik.................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - ÍS ..........................17.15 DHL-höllin: KR - UMFN .........................16 Seljaskóli: ÍR - UMFG...............................14 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir - ÍG ..........................17 Akureyri: Þór A. - Höttur..........................14 Selfoss: Selfoss - Skallagrímur .................16 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Ásvellir: Haukar - ÍR ............................19.15 Ísafjörður: KFÍ - KR ............................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll - UMFG .....19.15 Smárinn: Breiðablik - Hamar ..............19.15 Stykkishólmur: Snæfell - Þór Þ. ..........19.15 Mánudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Njarðvík: UMFN - Keflavík.................19.15 UM HELGINA KVENNALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu er í sautjánda sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem var birtur í gær. Þetta í þriðja sinn sem FIFA birtir styrk- leikalista fyrir kvennalandslið. Ísland er sama sæti og síðast þegar listinn var birtur í lok ágúst. Þrír leikir liggja til grundvallar í styrkleikaröðun Íslands, tapleikur gegn Frökkum ytra og tveir sigurleikir gegn Pólverjum í Evr- ópukeppni landsliða. Ísland hækkar um átta stig, en vantar fjórtán stig til að ná uppfyrir Ástrali sem eru í 16. sæti listans Eftir heimsmeistarakeppnina, sem haldin var í Bandaríkj- unum, eru það heimsmeistararnir Þjóðverjar sem flytjast í efsta sæti listans í stað Bandaríkjamanna, sem eru nú í öðru sæti. Norðmenn eru í þriðja sæti og Svíar, sem léku til úrslita við Þjóðverja á HM, eru í fjórða sæti listans. Kvennaliðið í knatt- spyrnu í sama sæti á FIFA-listanum HELGI Bogason verður áfram þjálfari 1.deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu en hann hefur stýrt því með góðum árangri undanfarin tvö ár. Undir hans stjórn vann liðið sig upp í deild- ina í fyrra og í ár hafnaði það í sjötta sætinu. Helgi hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Grindavík að undanförnu en Njarðvíkingar hafa staðfest að hann verði áfram við stjórn- völinn hjá þeim. „Það stóð aldrei annað til, Helgi er með samning út næsta tímabil og allar getgátur um að hann væri að fara annað áttu ekki við rök að styðjast,“ sagði Leifur Gunnlaugsson, for- maður knattspyrnudeildar Njarðvíkur, við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst eiga von á því litlar breytingar yrðu á leikmannahópi Njarðvíkinga fyrir næsta tímabil. Helgi áfram með Njarðvíkinga Cedric Holmes í stað Massey hjá Blikunum KYREM Massey, bandaríski körfuknattleiksmaðurinn sem Breiða- blik fékk til liðs við sig fyrir skömmu, er hættur hjá félaginu og far- inn heim, eftir aðeins tvo deildaleiki. Á heimasíðu Breiðabliks er sagt að hann hafi fengið heimþrá og samkomulag hafi verið gert við hann um brotthvarfið. Í staðinn hefur Breiðablik fengið Cedric Holmes, fyrrum leik- mann ÍR, í sínar raðir en hann lék með Breiðhyltinum í tvö ár, frá 2000 til 2002. Holmes kom til landsins í gærmorgun og fór beint í leik með Blikum en hann lék með þeim í gærkvöld þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Keflvíkingum, 106:85. Það var greinilegt að Njarðvíking-ar komu ákveðnir til leiks og ætluðu ekki að vanmeta Þórsliðið. Hver þriggja stiga karfan af annarri leit dagsins ljós, heima- menn gáfu þó ekkert eftir og munaði ekki nema 5 stigum í lok fyrsta leikhluta. Þórsarar hófu annan leikhlutann með góðri vörn, stoppuðu þriggja stiga skyttur Njarðvíkinga og höfðu 13 stiga forystu, 53:40, þegar gengið var til búningsklefa. Njarðvíkingar hófu síðari hálfleik- inn með miklum látum og nú var stefnan tekin undir körfuna. Þar fór Páll Kristinsson fyrir sínum mönnum eins og sannur leiðtogi, hann skilaði hverri körfunni á fætur annarri og einnig fékk hann víti sem hann skilaði líka niður. Þennan leikhluta unnu Njarðvíkingar með fjórtán stiga mun og skoruðu Þórsarar ekki nema 11 stig. Vörn þeirra var ekki góð og greinilegt að þeir söknuðu Leons Brisport af miðjunni, en hann var í leikbanni. Síðasti leikhlutinn var spennandi og munaði ekki nema 4 stigum þegar rúm mínúta var til leiksloka en reynsla Njarðvíkinga skilaði þeim sigri. Magnús Jóakim Guðmundsson, að- stoðarþjálfari Þórsara, sagði eftir leikinn að síðari hálfleikur hefði ekki verið vel spilaður hjá heimamönnum. „Boltinn fékk ekki að ganga á milli manna og þar af leiðandi voru tekin erfið skot sem ekki skiluðu sér. Vörn- in var einnig slök. Það vantaði stóra manninn svo ekki var hægt að hvíla lykilmenn og því voru menn þreytt- ir,“ sagði Magnús. Friðrik Ragnars- son, þjálfari Njarðvíkinga, sagði að hann væri feginn að sleppa með bæði stigin því sér hefði ekki verið farið að lítast á blikuna þegar lið Þórs var komið með 16 stiga forustu. „Við hitt- um vel úr þriggja stiga skotum í upp- hafi en þegar þeir hættu að hitta var ekki sótt nægilega stíft að körfunni og vörnin var ekki góð á tímabili. Í síðari hálfleik gáfum við allt í þetta, sóttum stíft inn að körfunni hjá þeim og Páll hrökk vel í gírinn. Það hefði verið súrt að fara með tap héðan eftir góðan sigur á KR en heimamenn spiluðu ljómandi vel, það verður ekki frá þeim tekið,“ sagði Friðrik. Grindvíkingar einir á toppi deildarinnar Grindvíkingar höfðu betur þegar Vestfirðingar mættu í Röst- ina í gærkveldi. Heimamenn settu niður 102 stig á móti 95 stigum KFÍ. Þeir eru þar með einir á toppi deildarinnar með sex stig eftir þrjár umferðir en KFÍ situr á botninum ásamt Breiða- bliki, án stiga. Greinilegt var á leik heimamanna í fyrri hálfleik að þeir ætluðu sér þau stig sem í boði voru. Góð keyrsla og fín einbeiting skilaði heimamönnum í þægilega stöðu í hálfleik 56:36. Í fyrri hálfleik spilaði enginn betur en heimamaðurinn Páll Axel Vilbergsson sem skoraði 22 stig í hálfleiknum en Darrel Lewis í liði heimamanna var líka að setja niður stig og hafði skorað 19 stig í hálfleikn- um. Gestirnir breyttu um vörn í síðari hálfleik og fóru að spila svæði sem virtist hægja á sókn heimamanna en gestirnir minnkuðu lítið muninn til að byrja með. Nokkrum mínútum fyrir lok þriðja leikhluta hrökk maður leiksins í gang en það var Adam Spanish í liði gestanna sem skoraði 12 stig í fyrri hálfleik. Adam Spanish tók að skjóta þriggja stiga skotum í gríð og erg og þegar leiknum lauk hafði hann skorað 47 stig eða helming stiga gestanna. Heimamenn voru þó alltaf skrefinu á undan og sigruðu 102:95 að lokum. „Leikurinn þróaðist hjá okkur eins og áður. Við grófum okkur djúpa holu og það kostaði okkur sigurinn að þessu sinni. Við vorum á hælunum í vörninni, hlupum ekki til baka. Vandamálin liggja ekki í sókninni því við skorum nóg en vörnin er höfuð- verkurinn,“ sagði Hrafn Kristjáns- son, þjálfari KFÍ. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og spila- mennskuna í fyrri hálfleik. Það að fá á sig 60 stig í síðari hálfleik er nátt- úrulega ekki nógu gott. Vörnin var of slök sérstaklega í seinni hálfleik og við hreinlega of mjúkir í öllu sem við gerðum þannig að þeir fengu auðveld skot. Við náðum ekki að setja skotin niður þegar þeir fóru í svæðið, vorum kannski of seinir að átta okkur. Það var alveg ljóst að ekkert vanmat var hjá okkur í þessum leik og góð ein- beiting. Ég var náttúrulega búinn að sjá leikmenn KFÍ og vissi því að þar eru frábærir leikmenn,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík- inga. Vandræðalaust hjá Keflavík Keflvíkingar unnu auðveldan sig-ur á Breiðabliki, 106:85, í Kefla- vík. Heimamenn mættu grimmir til leiks eftir ósigurinn gegn ÍR í síðustu umferð. Þeir keyrðu strax upp hrað- ann og náðu þægilegu forskoti. Í hálf- leik var munurinn 23 stig, 64:41. En Blikar vildu ekki gefast upp baráttulaust og með Pálma Sigur- geirsson og Mirko Virijevic í farar- broddi náðu þeir að minnka muninn í 10 stig. Á sama tíma virtust heima- menn hálf værukærir og botninn datt aðeins úr þeirra leik. En pressuvörn- in var aftur sett í gang í síðasta leik- hluta og þá jókst munurinn að nýju og sigur Keflavíkur var aldrei í hættu. Lið Keflavíkur var nokkuð jafnt í leiknum og skoruðu sex leikmenn yfir 10 stig. Gunnar Stefánsson skoraði fimm þriggja stiga körfur úr 8 til- raunum. Nick Bradford og Derrick Allen, létu einnig mikið að sér kveða og hirtu bróðurpart frákastanna. Hjá Breiðabliki voru Pálmi og Virijevic allt í öllu, en auk þeirra átti Loftur Einarsson ágæta spretti. Nýi Kaninn þeirra, Cedrick Holmes, fyrrum leik- maður ÍR, var ekki kominn í takt við leik liðsins, enda ekki furða þar sem hann var nýlentur á landinu. „Þetta var tiltölulega öruggt allan tímann og við gátum skipt öllum okk- ar mannskap inn á og dreift álaginu,“ sagði Guðjón Skúlason, annar þjálf- ara Keflvíkinga. Njarðvíkingar stöðvuðu nýliðana NÝLIÐAR Þórs úr Þorlákshöfn biðu í gærkvöld sinn fyrsta ósigur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þeir fengu Njarðvíkinga í heimsókn og virtust á tímabili ætla að innbyrða þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum því þeir voru þrettán stigum yfir í hálfleik. En Suðurnesja- liðið sneri leiknum smám saman sér í hag og fór heim á leið með sigurinn í farteskinu eftir sjö stiga sigur, 97:90. Jón Sigurmundsson skrifar Garðar Vignisson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.