Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 57 Reykjavík Kringlan6 •StóriTurn •Sími5502000 •www.sphverdbref.is Hafnarfjörður Strandgata •Reykjavíkurvegur Garðabær Garðatorg Ávöxtun... S P H R ek st ra rf él ag h f. an n as t re k st u r S P H V er ðb ré fa sj óð si n s. *Nafnávöxtunm.v. 01.10.2003 Skuldabréfasjóðurinn Úrvalssjóðurinn Alþjóðasjóðurinn Fjármálasjóðurinn Hátæknisjóðurinn Lyf-oglíftæknisjóðurinn 14,0% 38,2% -3,1% 19,2% 55,5% 24,7% ...fyrirþigogþína 12mán.ávöxtun* Í RÚMT ár hefur leikhópur ráðið ríkjum í norðursal skemmtistaðarins Broadway á Hótel Íslandi. Þar hafa meðlimir hans unað glaðir við sína sérstöku aðferð við að skemmta mat- argestum. Fyrsta skipti sem eitthvað svipað var reynt hér á landi var í sýn- ingunni Þjónn í súpunni fyrir rúmum fimm árum í Iðnó, þar sem valin- kunnir leikarar áreittu viljuga áhorf- endur við góðar undirtektir. Hópur- inn í norðursalnum leggur þó meiri áherslu á söng og hljóðfæraslátt en beinlínis það að veitast að gestum enda hefði sýningin vart gengið eins lengi og raun ber vitni á sjálfspynt- ingarhvöt skemmtanafíkinna landa einni saman. Meðan á árslangri vist í salnum hefur staðið hefur meðlimum hópsins gefist tækifæri til að laga sig betur að aðstæðum og eru nú orðnir sérfræð- ingar í að dansa með miklum tilþrif- um í aflöngu rými, að velja fórnar- lömb sem eru líkleg til að taka örlögum sínum af sem mestri gleði og að þjóna til borðs á við þá sem út- lærðir eru í faginu. Síðastnefnda þjálfunin gæti komið sér vel ef eitt- hvert þeirra legði land undir fót til að koma sér á framfæri erlendis, t.d. í New York þar sem flestir lærðir leik- arar eru sagðir framfleyta sér með því að vinna sem þjónar. Þar fyrir- finnast líka staðir þar sem þjónunum er gefinn kostur á að taka lagið ef tækifæri gefst við mikinn fögnuð gestanna og sem reynist drjúg tekju- lind. Því hefur heyrst fleygt að með- limir Le Sing hafi ekki farið varhluta af gjafmildi einstaka gesta svo þessi möguleiki reynist ekki úr lausu lofti gripinn. Titill skemmtunarinnar er sá sami og fyrir ári en mörg atriði hafa tekið breytingum á þessum tíma, stærstur hluti gömlu laganna hefur verið tek- inn út af dagskránni en nýjum lögum bætt við auk þess sem önnur atriði hafa ýmist tekið stakkaskiptum eða verið skipt út fyrir önnur ný og fersk. Mörg laganna eru tekin úr þekktum söngleikjum og þar gefst flytjendun- um tækifæri til að sanna færni sína í túlkun en í seinni hluta dagskrárinn- ar eru dægurlög fyrri ára í fyrirrúmi, flutt í fjörugum syrpum þar sem lögð er áhersla á skemmtilegar útsetning- ar og samspil aðal- og bakradda. Öryggi flytjendanna hefur að sjálf- sögðu aukist með hverri sýningu, sá eini þeirra sem er kannski ekki alltaf með á nótunum er Hinrik Ólafsson sem nýverið tók við af Erlendi Ei- ríkssyni sem leikur um þessar mund- ir í Rómeó og Júlíu í Lundúnaborg. Það er ekki að efa að Hinriki takist fljótt að fylla í skarð Erlends, hann fór vel með þau lög sem honum var falið að syngja t.d. „Maria“ úr West Side Story. Það er athyglisvert að fylgjast með hóp sem hefur unnið saman svo lengi og bera saman hvernig meðlimum hans hefur farnast og hvern hlut hver þeirra á í sýningunni nú. Það er áberandi að hlutur Þórunnar Clau- sen og Bjarna Baldvinssonar hefur stækkað og eðli hans breyst. Bjarni leggur nú mun minni áherslu á töfra- brögðin en fyrir ári en syngur í þess stað fleiri lög og sérhæfir sig í að draga efni þeirra sundur og saman í háði. Töframaðurinn hefur umbreytt sjálfum sér í grínara með þónokkra sönghæfileika eins og sannast í „If I Were a Rich Man“ úr Fiðlaranum á þakinu. Alhliða skemmtikraftur virð- ist vera í uppsiglingu, enda verður Bjarni sífellt meira áberandi á öðrum vettvangi en Breiðvangi einum. Þór- unn hefur nýtt sér þau tækifæri sem henni hafa gefist í ár til að þroska hæfileika sína í leik, söng og tungu- málum. Henni virðist ekkert ómögu- legt sem hún ákveður að taka sér fyr- ir hendur enda býr hún yfir fádæma krafti sem hún nýtir til fulls meðan á sýningu stendur. Soffía Karlsdóttir á hreint stór- kostlega spretti sem sú söngkona í hópnum sem sérhæfir sig í hæstu tónunum. Soffía er lærð í klassískum söng en henni hefur lærst á þessu rúma ári að beita röddinni á fleiri vegu auk þess sem hún hefur tekið stórstígum framförum í leikrænni túlkun. Sigurjón Brink býr nú að auknu öryggi í framkomu auk þess sem röddin hefur skólast mikið til síðan síðast, gott dæmi er rokksyrp- an í lokin. Brynja Valdís leggur meira upp úr leikrænni túlkun en áð- ur, eins og t.d. í „Send in the Clowns“ úr söngleiknum A Little Night Mus- ic, auk þess sem hún og Þórunn stóðu sig best í dansinum. Pálmi Sigurhjartarson fékk líka tækifæri til að sýna hæfileika sína sem hljóðfæraleikari er hann útsetti lag sem gestir stungu upp á í ýmsum stíltegundum. Hann einn sá um allan undirleik og töfraði fram þá tóna sem vantaði upp á. Í allt voru flutt hátt á sjöunda tug laga eða brot úr þeim og áhorfendur máttu hafa sig alla við að missa ekki af neinu á milli þess sem þeir nutu góðra veitinga. Partístemmningin sem setti svo sterkan svip á sýninguna fyrir ári er enn fyrir hendi en sú breyting hefur orðið á að flutningur hinnar fjöl- breyttu tónlistar einkennist nú af meira öryggi og aukinni tækni. Mat- argestir vita svo ekki frekar en fyrri daginn hverju hinir syngjandi þjónar taka næst upp á. Syngjandi þjónar SKEMMTANIR Broadway Leikstjóri: Ingrid Jónsdóttir. Tónlistar- stjórn: Pálmi Sigurhjartarson, Sigurjón Brink og Úlfar Jacobsen. Hljóð: Úlfar Jacobsen. Ljós: Gísli Berg. Hljóðfæraleik- ari: Pálmi Sigurhjartarson. Flytjendur: Bjarni Baldvinsson, Brynja Valdís Gísla- dóttir, Hinrik Ólafsson, Sigurjón Brink, Soffía Karlsdóttir og Þórunn Clausen. Laugardagur 11. október. LE SING Morgunblaðið/Sverrir Þjónað með léttum leik og af meira öryggi en áður: Bjarni Baldvinsson, Brynja Valdís Gísladóttir og Soffía Karlsdóttir í hlutverkum sínum. Sveinn Haraldsson ÁGÚST Guðmundsson mun leik- stýra áramótaskaupi Sjónvarpsins þetta árið. Í samtali við Morgunblaðið segir hann mikla pressu vera á sér þar sem hann muni taka við af Óskari Jónassyni. Óskari hafi tekist mjög vel til og þá sérstaklega í fyrra. Þó er þetta í fjórða skiptið sem Ágúst leikstýrir skaupinu og er hann því enginn nýgræðingur í þeim málum. Hann segir ekki mikinn mun á kvikmyndagerð og framleiðslu ára- mótaskaups. „Þetta er venjulegt leikið efni, með mjög stuttum þáttum.“ Handritið sé tilbúið og tökur muni hefjast í byrjun nóvember. Honum lítist bara vel á verkefnið og voni bara það besta. Hann vill ekkert segja til um á hverju við eig- um von en telur árið í ár mjög gott „skaupár“, þar sem sérstaklega margt hlægilegt hafi gerst. Hann gefur þó ekkert upp. „Opnið þið bara Moggann og þá sjáið þið hvað ég er að tala um,“ sagði Ágúst. Gerð áramótaskaupsins í fullum gangi Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Hvernig verður skaupið? Það er spurningin sem ekki fæst svar við strax. Ágúst tekur við af Óskari Morgunblaðið/Jim Smart Ágúst Guðmundsson hlaut Edduna árið 2001 fyrir Mávahlátur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.