Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. Með hinum hressa Seann William Scott úr “American Pie” myndunum og harðjaxlinum The Rock úr “Mummy Returns” og “The Scorpion King.” Beint á toppin n í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar Frumsýning ROGER EBERT SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL SG DV HJ MBL Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 3.30. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 6. B.i. 14. 6 Edduverðlaunl  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05 Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 3.30, 6, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 5.50, 8, 9.05 og 10.15. SV MBL Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í USA Stórmynd sem engin má missa af.  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM SV MBL HK.DVKVIKMYNDIR.IS SG MBL SG DV HEIMILDARMYNDIN Mótmælandi Íslands var frumsýnd í Regnboganum á fimmtudaginn. Myndin segir sögu Helga Hóseassonar, sem hefur allt frá því snemma á sjöunda áratugnum barist með ýmiss konar mótmælaaðgerð- um fyrir sannfæringu sinni og réttlætiskennd. Fjölmargir mættu á frumsýninguna til að samgleðjast Helga og kvik- myndagerðarfólkinu en leikstjórar myndarinnar eru Þóra Fjeldsted og Jón Karl Helgason. Í tilefni frumsýningarinnar var auk þess mótmælt víða um Reykjavík til heiðurs Helga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnhildur Bjarkadóttir framkvæmdastjóri, Þóra Fjeldsted leikstjóri og Helgi Hóseasson, viðfangsefni heimildarmyndarinnar Mótmælandi Íslands. Vér mótmælum allir! Mótmælaspjöld Helga voru sýnd fyrir utan Regnbogann og var líka mót- mælt víðsvegar um borgina vegna frumsýningarinnar. BÚIÐ er að velja Zimmer, verk Helenu Jónsdóttur, dansahöfundar og leik- stjóra, í úrslit alþjóðlegrar samkeppni í Köln í Þýska- landi, „Video Dance Pro- duction Award“. Alþjóðleg dómnefnd sérfræðinga valdi sex handrit úr á annað hundr- að innsendum verkum til áframhaldandi vinnslu og var handrit Helenu þar á meðal. Fær hver þátttak- andi í úrslitum ákveðna fjárupphæð til að vinna svokallaðan „pilot“, eða fullunnið sýnishorn úr myndinni. Tilkynnt verður síðan í febrúar hver höf- undanna fær styrk til full- vinnslu síns verks. Í kjöl- farið er séð um dreifingu verðlaunamyndarinnar á sjónvarpsstöðvar og á kvikmyndahátíðir. „Ég er bara nýbyrjuð á þessu. Ég byrjaði vorið 2000,“ segir Helena um dansmyndagerð og bætir við að það sé mikill heiður að hafa verið valin í þenn- an hóp í Þýskalandi. Áður hefur hún gert myndirnar Rauðar rútur, sem hlaut önnur verðlaun á Stutt- myndadögum 2001, While the Cat’s Away og Brakraddir, sem hefur vakið mikla athygli erlendis að undanförnu. Brakraddir er ein fjögurra alþjóðlegra dansmynda, sem sýndar eru á „Holland Dance Festival“ í Haag, sem nú stendur yf- ir. Myndin verður sýnd þrisvar á dag í tvær vikur á hátíðinni. „Það verður byrjað að sýna hana í næstu viku,“ segir Helena. „Maður getur ekki alveg helgað sig einu. Eins og sannur Íslend- ingur verður maður að vinna á sjö stöðum til að ná endum saman,“ segir Helena aðspurð hvort hún vilji helga sig gerð dansmynda. Meðal annarra verkefna á næstunni er að undirbúa sig fyrir Þýskaland. „Ég þarf að ljúka þessu fyrir miðj- an janúar. Þá er ég boðin út til Kölnar ásamt hinum fimm. Þar hitt- um við dómnefndina. Um kvöldið er hátíð opin almenn- ingi þar sem dómnefndin og við verðum en þar verður tilkynnt um vinningshafann,“ segir Helena. Söguþráðurinn í Zimm- er tengist málefnum á borð við sjónvarpsáhorf og óhóflega þyngd, sem hafa verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu. „Aðaldans- arinn Zimmer er í yfirvigt. Ég er ekki að segja feitur en hann er stór maður. Hann situr fyrir framan sjónvarpið og er mataður á fréttaflutningi og ýmsu öðru afþreyingarefni. Hann horfir og upplifir líf- ið og tilveruna í gegnum sjónvarpið,“ segir Helena. Ekki er búið að ákveða hver leikur Zimmer. Hann er eina sögupersónan í myndinni en þess má geta að Zimmer þýðir herbergi á þýsku. Þeir sem þekkja til verka Helenu vita að dansmyndir snúast um flest annað en dansatriði á leiksviði en hún vinnur oft með hversdagslegri hreyf- ingar. „Ég kem úr klass- íska ballettheiminum og nýt þess, jafnvel þó ég vinni mín verk til að nálg- ast áhorfendur á nýjum forsendum,“ segir hún. „Fyrir mér gerir Charlie Chaplin dansmyndir. Hann nýtir sér til fullnustu tungumál hreyfing- arinnar, sem við notum dags dag- lega en erum ekki meðvituð um. Við erum alltaf að segja eitthvað með líkamanum og í dansheiminum notum við öll þessi vopn eftir því hvaða sögu eða tilfinningu við vilj- um koma til áhorfenda.“ Handrit eftir Helenu Jónsdóttur í úrslit í þýskri samkeppni Chaplin gerði dansmyndir Helena Jónsdóttir, dansahöfundur og leikstjóri, en með henni er sonur hennar, Dagur Benedikt Reynisson. TENGLAR ..................................................... www.sk-kultur.de/videotanz ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.