Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 61 AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.55, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Kl. 2, 4 og 6. KRINGLAN Kl. 2, 4 og 6. AKUREYRI Kl. 2 og 4. KEFLAVÍK Kl. 2 og 4.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. KRINGLAN Sýnd kl. 2. AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. KRINGLAN Sýnd kl. 2 og 4.. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2.. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i.10 ÁLFABAKKI Kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 6. ÁLFABAKKI kl. 5.45, 8 og 10.15. Frábær teiknimynd byggð á sígildu þjóðsögu um Tristan og Ísold. r r t i i í il j ri t Í l . Með hinum hressa Seann William Scott úr “American Pie” myndunum og harðjaxlinum The Rock úr “Mummy Returns” og “The Scorpion King.” Beint á toppinn í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. MEÐ ÍSLENSKU TALI Miðaverð 500 kr. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.15. KEFLAVÍK kl. 3.40, 5.45 og 8. ROGER EBERT  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. MEÐ ÍSLENSKU TALI  SG DV HJ MBL Vildarpunktar með! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 ÞEIR Gunni og Felix voru að gefa út nýtt barnamyndband sem ber heitið Sveitasæla. Þar fara þeir í sveitina af því að Gunni vill endilega halda upp á afmælið sitt þar en Felix sem er borgarbarn finnst hins vegar sveitin heldur óspennandi, full af engu, skítug og jafnvel hættuleg. Við gerð myndarinnar ferðuðust þeir víða um land, fóru upp í Hval- fjörð, til Akureyrar og í sleðaferðir upp á jökla. „Þetta var svaka gam- an, við vonum bara að gleðin skili sér í myndinni,“ segja þeir báðir þar sem þeir eru sestir í sófann árla morguns, heldur syfjaðir. Sjálfir horfðu þeir á kengúruna Skippí, hundinn Lassí og Bryndísi Schram í Stundinni okkar þegar þeir voru að alast upp, auk þess sem Chaplin-myndir og Gög og Gokke voru í miklu uppáhaldi hjá Gunna. „Þá var það þannig að það var barnaefni tvisvar í viku, á mánudög- um og miðvikudögum, og þá horfði maður alltaf, sama hvað var í boði!“ segir Gunni. Stjarna í Þýskalandi í tvær sekúndur Gunni og Felix hafa starfað stöð- ugt saman síðan árið 1993 er þeir unnu að talsetningu á barnaefni fyr- ir Stöð 2. Síðan þá hafa þeir sent frá sér eina 28 hljóðdiska, gerðu jóla- dagatal Sjónvarpsins eitt árið og síðast en ekki síst sáu þeir um Stundina okkar á árunum 1994– 1996 við fádæma vinsældir. Auk þess hafa þeir skemmt víða um land á sumrin. „Það er mjög undarlegt að vera 37 ára gamall og krökkum finnst maður bara vera eins og hávaxinn krakki, maður er einn af þeim,“ seg- ir Gunni og Felix bætir við: „Gunni varð nefnilega allt í einu æðisleg stjarna eitt augnablik á lands- leiknum í Þýskalandi um daginn. Þá kom upp að honum 6 ára hálf- íslenskur krakki frá Hollandi sem fékk alveg stjörnur í augun. Hann bara trúði ekki sínum eigin augum, að sjá þarna Gunna úr vídeómynd- inni sinni.“ „Ég var ógeðslega frægur þarna í tvær sekúndur í Þýskalandi. Ég reyndi að tala við hann um leikinn en hann starði bara forviða á mig,“ segir Gunni, greinilega afar stoltur. Þeir lenda reyndar oft í því að krakkar heilsa þeim úti á götu og finnst það bara gaman. „Það er voða oft sagt: Manstu ekki eftir mér? Ég var að horfa á þig í sjónvarpinu um daginn. Þá segir maður bara jú jú, ég sá þig þarna í sófanum, þú sast og horfðir á mig,“ segir Gunni og hlær. „Samt gerist þetta yfirleitt aldrei svona í útlöndum, reyndar var hálf- undarlegt stundum að koma til út- landa þegar við vorum í Stundinni okkar því þar heilsuðu börnin manni ekki,“ segir Felix. Hver er kúnstin við að ná svona vel til krakka? „Láta svolítið vaða af krafti og einlægni og ekki tala niður til þeirra heldur tala við þau eins og jafn- ingja,“ segja þeir. Fræðsla, skemmtun og virðing eru þrjú lykilorð sem þeir segjast hafa að leiðarljósi þegar þeir gera efni fyrir börn. Þeir nefna Prúðu- leikarana sem dæmi um þætti sem höfðu allt þetta. „Við reynum líka að hafa efnið það skemmtilegt að for- eldrarnir geti sest niður og horft með börnunum sínum án þess að fyllast óþolinmæði,“ segir Felix. „Svo er bara fyrst og fremst að hafa gaman af þessu, ég hef til- einkað mér lífsmottó Gunna sem er: ef það er ekki skemmtilegt á maður að gera eitthvað til að breyta því,“ og Gunni bætir spekingslega við, „ef það er ekki skemmtilegt, þá er leið- inlegt.“ „Finnst ég bara vera hávaxinn krakki“ Morgunblaðið/Ásdís Gunni og Felix eru ávallt í stuði eins og sjá má. bryndis@mbl.is Til að gera gott barnaefni þarf fyrst og fremst að hafa gaman af því sjálfur, segja sprelli- karlarnir Gunni og Felix sem sjálfir ólust upp með Skippí, Lassí og Bryndísi Schram. KVIKMYNDIN Titanic, með þeim Leonardo Di Caprio og Kate Winslet í aðalhlutverkum, var á dögunum valin sem sú myne, sem hefur „besta endi“ allra mynda. Titanic, sem fékk á sínum tíma 11 Óskara, toppaði með því fangelsis- dramað Shawshank-fangelsið (The Shawshank Redemption), sem lenti í 2. sæti, krimmann Ítalska verkið (The Italian Job) (frá 1969) í 3. sæti. Kjósendur höfnuðu alfarið endur- gerð myndarinnar Ítalska verkið, en sú sneiðir alveg hjá hinum fræga enda gömlu myndarinnar. Kveðjuat- riðið sögufræga með Bogart og Bergman á flugvellinum í Casa- blanca þótti fjórði besti bíóendirinn. Ólíkt öðrum viðlíka listum eru margar nýlegar myndir í efstu sæt- unum. Góðkunningjar lögreglunnar (The Usual Suspects) sem lenti í 5. sæti og Sjötta skilningarvitið (The Sixth Sense) er lenti í 7. sæti eru meðal þeirra mynda á listanum sem hafa endi sem aldrei má tala um vegna þess að þá kemst upp um flétt- una. Aðrar myndir á topp tíu yfir best heppnuðu bíóendalokin eru Foringinn og fyrirmennið (An Offic- er and a Gentlemen) (6. sæti), ET – The Extra Terrestrial (8. sæti), Butch Cassidy and the Sundance Kid (9. sæti) og Fjögur brúðkaup og jarðarför (Four Wedding and a Funeral) (10. sæti). Bestu endalok Titanic: Myndin sem endar best endar illa. Titanic „endar best“ bíósögunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.