Morgunblaðið - 25.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 25.10.2003, Side 1
Þeir félagar eru sammála um að Morgunblaðs-krossgátan sé fortaks- laust sú besta sem þekkist hér á landi. „Það er fjöldi fólks sem liggur í þessu um helgar og bara í minni fjöl- skyldu get ég nefnt að sonur minn og sonarsonur og þeirra konur eru á kafi í þessu,“ segir Benedikt. Getur stundum verið erfið Þeir Lionsfélagar segja að stund- um sé það þannig í þessari krossgátu að í skýringunni sé að finna alla staf- ina sem eru í lausninni. Dæmi: „Pikk- fastur og flæktur er úrtak“. Lausnin er í orðinu pikkfastur. Það þarf að raða stöfunum upp á nýtt og lausnin er „stikkprufa“. „Hér er eitt dæmi sem þið eigið að geta,“ segir Benedikt og beinir orð- um sínum að blaðamanni og ljós- myndara: Ganga tunnur á milli barna? Þegar bið verður á svarinu kemur Kristján með vís- bendingu. „Byrjaðu á að finna annað orð yfir að ganga.“ Blaðamaður hugsar sig um en segir síðan sigri hrósandi: „Labbakútur.“ Krossgátusnillingarnir klappa og segja svo: „Þú ert hæfur í komp- aníið.“ En hvað er skógur þrumu- guðsins á Íslandi? „Þetta er staður á Suðurlandi,“ segja þeir til að auð- velda viðvaningnum svarið, sem er vitaskuld Þórsmörk. „Þú sérð hvað stúlkan sem semur krossgátuna er sniðug í þessu, en stundum getur hún verið erfið,“ segir Benedikt. „Það sem gerir þessa krossgátu svo einstaklega skemmtilega er að hún er svo víðfeðm, hún nær yfir svo mörg svið svo sem bókmenntir, listir, sagnfræði og goðafræði,“ segir Krist- ján. „Kristján er sérfræðingur í goða- fræðinni,“ segir Benedikt. „Og Sturla er sérfræðingur í öllu, enda doktor,“ bætir Kristján við. „Ég er hins vegar bestur í barnamálinu,“ segir Bene- dikt, „eins og til dæmis þetta sem ég gat undir eins: Bið hverfi hjá gæja. Bið er töf og hverfi er: hann fer. Lausnin er sem sagt: Töffari. Og eins þetta: Erlendi plötusnúðurinn og amma eru að skemmta sér. Lausnin er: djamma.“ Þetta lærist Þegar einn er búinn að ráða kross- gátuna hringir hann í hina til að láta vita að ráðningin liggi fyrir. Þeim ber ekki saman um hver sé oftast fyrstur og vísa hver á annan. „Ég er mikið lengur en hinir,“ segir Benedikt, en félagar hans segja að þetta segi hann bara af meðfæddri hógværð. Benedikt ber gjarnan upp gátur á fundum í Lionsklúbbnum og stund- um sækir hann þær í sunnudags- krossgátu Morgunblaðsins. Þannig gengur þetta fyrir sig, en þeir eru sammála um að ráðning krossgátu sé fyrst og fremst þjálfun hugans og til að verða góður þurfi menn að æfa sig vel og lengi. „Þegar menn sjá þetta fyrst standa þeir alveg á gati. En þetta lærist.“ Það er Ásdís Bergþórsdóttir, B.A. í ensku og kerfisfræðingur, sem er höfundur sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins og kvaðst hún hafa fyrirmyndina frá ákveðinni tegund krossgátna, sem hún kynntist á námsárum sínum á Englandi. „Það gekk þó ekki átakalaust að koma þessu að hér á landi. Ég gekk á milli blaða hér, en ekkert þeirra hafði áhuga til að byrja með. Það var ekki fyrr en Morgunblaðið hringdi, tveim- ur árum eftir að ég kynnti fyrir þeim krossgátuna, að þetta fór af stað. Við- tökurnar hafa verið afskaplega góðar og ég er himinlifandi með það,“ sagði Ásdís. Pikkfastur og flæktur er úr- tak. Lausnin er: stikkprufa. Stundum liggur lausnin í augum uppi, en oft er hún erfið. Morgunblaðið/Sverrir Spegilmynd krossgátusnillinganna í viðeigandi umgjörð.  ÁHUGAMÁL svg@mbl.is KROSSGÁTAN í Morg-unblaðinu á sunnudögumhefur vakið athygli og hrifn- ingu margra sem fást við þá hugar- leikfimi sem ráðning á krossgátu er. Í þeim hópi eru þrír félagar í Lions- klúbbnum Baldri, þeir Benedikt Ant- onsson viðskiptafræðingur, Kristján Oddsson, fyrrverandi bankastjóri, og dr. Sturla Friðriksson erfðafræð- ingur. Allt frá því krossgátan hóf göngu sína í sunnudagsblaðinu, fyrir um það bil tveimur árum, hafa þeir beðið spenntir eftir því að fá sunnu- dagsblaðið í hendur og svo keppast þeir um hver er fyrstur að ráða krossgátuna. En hver þeirra er venjulega fyrstur að ráða gátuna? „Það veit enginn, líklega þó Sturla,“ segja þeir Benedikt og Kristján og Sturla svarar að bragði: „Kristján segist vera hamhleypa í þessu, en hann þjófstartar líka. Hann er að ráða þetta á laugardags- kvöldum en ég hef þetta með morg- unkaffinu á sunnudögum.“ „Mér er engin launung á því að krossgátan í sunnudagsblaði Mogg- ans er mesta tilhlökkunarefni helg- arinnar og ég byrja oft á laugardags- kvöldum,“ segir Kristján og Benedikt tekur undir þau orð. „Þessi krossgáta er líka lífsnauðsynleg fyrir okkur til að halda starfsemi heilans gangandi. Þetta er einhver besta hugarleikfimi sem til er.“ Snilldarlega samin Þeir félagar eru sammála um að krossgátan sé snilldarlega samin, skemmtilegri og oft erfiðari en flest- ar aðrar sem völ er á hér á landi. „Hún er allt öðruvísi en allar aðrar krossgátur. Hún er nær því að vera myndgáta,“ segir Benedikt og varpar fram dæmi, máli sínu til stuðnings: „Andúð á slæmum bjór. Þetta eiga að vera tvö fimm stafa orð. Í fyrstu held- ur maður auðvitað að hér sé um að ræða bjór til að drekka, en það er ekki raun- in, heldur er hér átt við dýrið og úr verður illan bifur. Og hér er annað dæmi: Veist þú hvað er tréverkið hjá Skúla?“ Blaðamaður verður klumsa, en Benedikt klappar honum á öxl og segir: „Inn- réttingarnar, auðvitað. Hún er alveg sérstök, stúlkan sem býr þetta til,“ segir hann og Kristján bætir við: „Já, hún er snillingur og á alla okkar ást og virðingu fyrir að semja þetta. Skilaðu góðri kveðju til hennar frá okkur. “ Dr. Sturla tekur undir orð félaga sinna og bætir við: „Ég hef nú ekki verið mikill krossgátumaður um ævina, en þegar þessi gáta kom fram á sjónarsviðið í Morgunblaðinu opn- aðist nýr heimur því að segja má að í henni séu orðaleikir. Venjulegar krossgátur eru leit að heitum, en ég vil líta á þessa krossgátu sem eins konar safn kenninga, ef tekið er mið af kveðskap. Þetta er eins og í Snorra-Eddu. Í Skáldskaparmálum er Snorri að kenna mönnum að yrkja, annars vegar að velja heiti hluta og hins vegar kenningar. Oft eru þær óljósar eins og Snorri segir: „Að yrkja fólgið eða ofljóst“. Það er að nota orðið í allt öðru sambandi en það kemur venjulega fyrir í. Það er þetta sem hún er að gera í þessari kross- gátu.“ Krossfarar krossgátunnar Hvað er skógur þrumuguðsins á Íslandi?Lionsfélagarnir Benedikt Antonsson, Krist-ján Oddsson og dr. Sturla Friðriksson. LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.