Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 B 3 ÓLAFUR Þröstur Stefánssoner litblindur og segist vissu-lega sjá margt í öðru ljósi en hinir sem ekki eru litblindir. „Ég man ekki eftir að ég hafi tekið sér- staklega eftir þessu fyrr en um sautján ára aldurinn, þegar ég fór sjálfur að kaupa föt á mig. Þá gerð- ist það oft að fötin sem ég hafði val- ið mér og keypt inni í búð, þau voru ekki lengur þau sem ég ætlaði að kaupa þegar ég kom út í dagsbirt- una, því þá voru þau í allt öðrum lit- um en ég hafði valið mér. Flúor- ljósin inni virtust gera það að verkum að ég sá litina í allt öðru ljósi en aðrir, í orðsins fyllstu merk- ingu. Þetta átti sérstaklega við um brúna liti og rauða. En ég var svo hógvær að ég fór aldrei inn aftur og skipti fötunum, hef sennilega ekki viljað útskýra af hverju ég keypti óvart annað en ég vildi,“ segir Ólaf- ur og bætir við að hann hafi með ár- unum tekið eftir að umhverfið hafi mikil áhrif á hvernig hann skynji liti. „Ég átti eitt sinn bíl sem sagður var flöskugrænn á lit en þann lit hafði bíllinn aðeins fyrir mér ef ég lagði honum í grænu umhverfi, til dæmis undir stóru laufguðu tré. Annars var hann oftast purpur- Tómatar breyta um lit eftir því hvað þeir eru komnir langt á þroska- skeiðinu. Fyrst eru þeir dökkgrænir, síðan verða þeir ljósgrænir og að lokum rauðir. Ég átti að tína þá sem voru á milli annars og þriðja stigs og því rauðgulir að lit. Ég var sendur einn með körf- una að tína og fannst þetta ekkert mál. En þegar ég var búinn að fylla körfuna þá mætti ég eigandanum sem snarstansaði og spurði að bragði hvort ég væri litblindur, því karfan mín var full af dökkgrænum tómötum á fyrsta þroskastigi. Mér var ómögulegt að sjá rétta litinn og var því tafarlaust sendur í annað hús að tína gúrkur sem allar voru sem betur fer eins á litinn,“ segir Ólafur og hlær að minningunni. Annars finnst honum ekkert mál að vera litblindur þótt hann fái vissulega oft athugasemdir um að hann tali ekki um „rétta liti“. „Ég er löngu hættur að þræta við hina ólitblindu.“ arauður en stundum líka brúnn, allt eftir því í hvaða umhverfi hann stóð. Mér fannst mjög gaman að eiga svona bíl sem skipti um lit,“ segir Ólafur og bætir við að litblindan hafi aðeins einu sinni komið sér illa fyrir hann. „Þá var ég rúmlega tví- tugur og réð mig í vinnu á garð- yrkjustöð þar sem ég átti að tína tómata af plöntum. Í byrjun fékk ég aðstoðarmann sem sagði mér og sýndi hvaða tómata ég átti að tína. Bíllinn breytti um lit Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Ólafur Þröstur réð sig eitt sinn á garðyrkjustöð en litblindan hamlaði honum í tómattínslunni. Ólafur Þröstur Stefánsson VILHELM Anton Jónsson,einn af meðlimum hljóm-sveitarinnar 200.000 nagl- bíta og sem margir kannast við sem annan stjórnanda sjónvarpsþátt- anna AT, er í hópi þeirra tíu pró- senta karlmanna sem eru litblind. Hann segir það hafa uppgötvast þegar hann var á barnsaldri í grunnskólanum Lundarskóla á Akureyri. „Þetta var í reglubundinni lækn- isskoðun skólans sem það kom í ljós að ég sá ekki þær tölur sem aðrir sáu í svokölluðu punktaprófi. Fyrir mér voru punktarnir allir í sama lit,“ segir Villi og bætir við að Kári, eini bróðir hans, sé einnig litblind- ur. „Ég man eftir að hann litaði fíl í grænum lit en hann hélt að hann væri að lita hann gráan. Hjá okkur bræðrunum gerir litblindan það að verkum að grár, blár, svartur og brúnn eru frekar „erfiðir litir“. Þetta hefur einna helst háð mér þegar ég kaupa mér föt og húsgögn, því þegar maður sér ekki sömu liti og aðrir þá veldur það vissulega stundum misskilningi. Ég læt kannski taka frá húsgagn sem í mínum augum er brúnt en er það alls ekki í augum verslunarfólksins. Sama er að segja um fötin, en ég læt þetta ekkert á mig fá og mér er alveg sama þó að græna flotta peys- an mín sé brún í augum flestra ann- arra,“ segir Vilhelm sem hefur gaman af því að mála og notar þá afgerandi og óblandaða liti svo það sé á hreinu í hvaða litum hann er að mála. Hann segir litblinduna reynd- ar stundum geta verið svolítið pirr- andi. „Til dæmis ef ég bið einhvern um að rétta mér „þetta gráa“ og ekkert gerist af því viðkomandi sér ekkert grátt eins og ég. Sumir halda líka að ég sjái illa af því að ég er lit- blindur en það er alger misskiln- ingur.“ Að öðru leyti segir Vilhelm litblinduna ekki há sér í daglegu lífi og hann segir að hann hafi aldrei verið rekinn úr vinnu af þessum sökum. „Ég er líka búinn að læra á sjálfan mig og veit í hvaða litum ég er óviss og hef mig þá hægan.“ Græna peysan er brún Morgunblaðið/Sverrir Villi hefur góða sjón og honum er nokk sama þó hann sjái ekki alltaf sömu liti og aðrir í kringum hann. Vilhelm Anton Jónsson Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Ný sending af kápum frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.