Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6
náttúrunnar H ANN er brosmildur og bjartur yfirlitum, enda heitir hann Bjartur Logi. Reynd- ar heitir hann kín- verska nafninu Ye Shen, sem þýðir logandi ljós. „Ég fæddist í ágúst og þá var heitt í veðri í Shanghai svo mamma ákvað bara að nefna mig Logandi ljós. Bjartur Logi kemst næst því af íslenskum nöfnum,“ segir hann og við rifjum upp söguna af því þegar hann kallaði sig Kevin Costner fyrst eftir að hann kom til Íslands. „Ég var nýbyrjaður að vinna í gesta- móttökunni á Hótel Lofleiðum og þegar vinnufélagarnir spurðu mig hvaða nafn ég vildi setja á nafn- spjaldið mitt svaraði ég fyrsta nafn- inu sem kom upp í hugann. Ég hafði þá nýlega séð kvikmynd með Kevin Costner, og gekk undir því nafni í vinnunni á Loftleiðum í sex ár,“ segir Bjartur Logi og brosir breitt. Þú deilir ekki við ömmu þína Ye Shen fæddist og ólst upp í Shanghai, stærstu viðskiptaborg í Asíu, sem telur um 15 milljónir íbúa. „Umhverfið sem ég ólst upp í var því talsvert frábrugðið því sem ég átti eftir að upplifa þegar ég kom til Ís- lands, sautján ára gamall, árið 1996,“ segir hann og það vekur athygli blaðamanns hversu góða íslensku hann talar. Að vísu heyrist aðeins á framburðinum að hér talar maður af erlendu bergi brotinn, en málfræðin er hárrétt og orðaforðinn betri en hjá mörgum íslenskum jafnöldrum hans. „Foreldrar mínir, Fengdi Zhang og Guohong Shen, voru kennarar við Íþróttaháskólann í Shanghai og þeg- ar ég var unglingur fóru þau til Ís- lands til að kenna fimleika hjá KR. Þau voru mikið að heiman, bæði við kennslu og keppni, og alla mína bernsku, frá því ég var þrettán mán- aða og þar til ég varð þrettán ára, var ég í umsjón eins konar „fósturmóð- ur“ þannig að viðbrigðin voru ekki svo mikil þegar þau fóru alla leið til Íslands. Ég gekk í grunnskóla og síð- an í einkaskóla og lauk stúdentsprófi á viðskiptasviði. Að því loknu fór ég til Íslands til að hitta foreldra mína, en þau voru hér samtals í átta ár.“ Sagan segir að fyrst eftir að þú komst og byrjaðir að vinna hjá Hótel Loftleiðum hafirðu hvorki skilið ensku né íslensku og í hvert sinn sem yfirmenn þínir báðu þig að gera eitt- hvað hafirðu bara kinkað kolli, en síðan gert alls konar gloríur. Þegar þú varst svo spurður hvers vegna þú hefðir jánkað öllu án þess að skilja neitt hefðir þú svarað að Kínverjar segðu ekki nei við manneskju sem væri eldri? Bjartur Logi brosir og segir að ýmislegt sé til í þessu: „Reyndar skildi ég dálítið í ensku þegar ég kom hingað. En það er rétt að kínversk börn eru alin upp í því að bera virð- ingu fyrir eldra fólki. Fjölskyldugild- in eru mjög sterk og þetta fylgir eins konar tröppugangi þar sem afi og amma eru í efsta þrepi. Þú deilir ekki við ömmu þína í Kína. Ég var í góðu sambandi við afa og ömmu í móður- ætt og ég bar mikla virðingu fyrir þeim og einnig föðurforeldrum mín- um, sem ég þekkti þó minna. Föð- urafi minn dó þegar ég var lítill og föðuramma mín hefur verið veik þannig að ég hafði minna af þeim að segja. Í Kína er manni líka kennt að bera virðingu fyrir foreldrum sínum. Reyndar var fjölskylda mín mjög vestræn í hugsun, en við höfðum þó í heiðri þessi kínversku fjölskyldu- gildi. Það var mikið hlustað á vest- ræna, sígilda tónlist á mínu heimili og ég hef mikið dálæti á tónlist Beethovens og Tchaikovsky. Ég hef mjög gaman af tónlist og syng núna með Háskólakórnum. Ég er einkabarn og mamma kenndi mér vestræna samkvæmis- dansa og ég var settur í ballett. En þá fékk ég asma og varð að hætta. Kannski var ég heppinn þar, að losna við ballettinn. Annars hefði leið mín kannski orðið önnur,“ segir Bjartur Logi og kímir. Foreldrar þínir hafa ekki beint þér inn á íþróttabrautina, sem þau sjálf gengu? „Nei, þau héldu frekar að mér bók- um og töldu mig betur settan í bók- námi en á íþróttasviðinu. Að vísu lærði ég karate og er með svarta beltið í þeirri bardagalist. Það nægir mér á íþróttasviðinu.“ Leið alveg yndislega Það hljóta að hafa verið mikil við- brigði fyrir þig að koma úr 15 millj- óna manna borgarsamfélagi hingað í íslenska fámennið. Hvernig leið þér þegar þú lentir í Keflavík og horfðir yfir berangurslegt hraunið á Reykja- nesskaganum? „Í sannleika sagt leið mér alveg yndislega. Þetta var í ágúst og sólin var enn á lofti og landslagið glóði í sólargeislunum. Eins og bjartur logi léki um íslenska náttúru og ég hugs- aði með mér: Mikið rosalega er þetta fallegt land. Fyrstu kynni mín af Ís- landi voru því mjög jákvæð. Og mér hefur líkað mjög vel hérna og kynnst mörgu góðu fólki. Foreldrar mínir eru farnir aftur til Kína, en ég hef eignast hér eins kon- ar fósturforeldra. Bestu vinir mömmu og pabba hér á landi voru Magnús Sveinsson og Eva Rögn- valdsdóttir, sem eiga heima á Lamb- haga í Bessastaðahreppi, og mér finnst ég tilheyra þeirra fjölskyldu. Eins vil ég nefna Árna Þór Árnason og konu hans Guðbjörgu Jónsdóttur og ég lít á börnin þeirra, Söndru, Adda og Agnesi, eins og fóstursystk- ini mín. Árni Þór var for- maður fimleikadeildar KR og þar sem mamma og pabbi kenndu í öll þessi ár hjá KR tókst með þeim góð vinátta. Þetta varð líka til þess að ég varð gallharður KR-ingur fljótlega eftir að ég flutti hing- að.“ Eftir komuna til Íslands settist Bjartur Logi á skóla- bekk í Háskóla Íslands og var eitt ár í íslenskunámi, en fór síðan í bókmenntafræði og lauk BA-prófi í enskum bókmennt- um. Hann fór síðan í undirbún- ingsdeild í hagfræði og fjármál- um við Háskóla Íslands í eitt og hálft ár og hóf síðan nám í hag- fræði og stefnir að mastersgráðu í þeim fræðum árið 2005. „Að því loknu hef ég hugsað mér að fara út í doktorsnám og það koma bara þrír skólar til greina: Oxford, Princeton eða há- skólinn í Chicago. Hvað ég geri svo eftir doktorsnámið er alveg óráðið. Ég var í partíi um daginn, með fólki úr háskólageiranum, og einhver skaut því að mér hvort ekki væri tilvalið að ég kæmi hing- að aftur eftir doktorsnámið og gerð- ist prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Mér fannst þetta nú dálítið fyndin tilhugsun að maður, sem fæddur er og uppalinn í Kína, gerðist háskólaprófessor á Íslandi. En hver veit? Kannski ræðst það af því hvers lensk konan mín verður hvar ég sest að í heiminum. Ég var með íslenskri stelpu en það samband gekk ekki. Kannski kynnist ég enskri stelpu í Oxford og sest að þar, eða amerískri í Chicago og sest að þar og kannski hitti ég aðra íslenska stúlku og sest að hér? Þetta er allt opið,“ segir hann og hlær. Ögrun að flytja aftur heim „Það er líka mikil ögrun fólgin í því að flytja aftur heim til Kína og takast á við efnahagsvandann sem þar er við að glíma. Kína er risastórt land og þar eru ýmis vandamál, eins og til dæmis í bankakerfinu. Það er vissu- lega mikil áskorun að fara þangað og taka þátt í uppbyggingu efnahags- lífsins. Það hlýtur að vera þörf fyrir doktor í hagfræði á þessum slóðum, og reyndar um alla Asíu, og þess vegna spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á efnahags- sviðinu í þessum heimshluta,“ segir Bjartur Logi og er greinilega kom- inn inn á helsta áhugasvið sitt, sem tengist hagfræði og fjármálum. „Það kæmi líka til greina að verða eins konar tengiliður milli Íslands og Kína,“ segir hann eftir dálitla um- hugsun. „Það eru ekki margir menn í heiminum sem tala bæði kínversku og íslensku og auk þess þekki ég vel til í menningarheimum beggja þjóð- anna. Ég er mjög hrifinn af íslenskri þjóðtrú, þjóðsögum og draugasög- um. Og það er tvennt sem ég er ákveðinn í að gera áður en ég yfirgef Ísland. Annað er að fara út á land, hitta gamla karla og biðja þá um að segja mér sögur. Sögur um drauga og huldufólk og lifnaðarhætti á Ís- landi í gamla daga. Hitt er að ég ætla út í íslenska náttúru, með trönur mínar og málningarpensla, og mála þessa einstöku fegurð sem landið býr yfir, sem ég get þá tekið með mér þegar ég fer. Sem barn í Kína málaði ég mikið með vatnslitum og lærði dá- lítið í þeirri list. Ég hef haft lítinn tíma til að mála á undanförnum ár- um, en er aðeins að byrja á því aftur.“ Með Elísabetu II Br etadrottningu og fj ölskyldu hennar á vaxmyndasafni M adame Tussaud í Lo ndon. Ye Shen í viðeig andi klæðnaði á heimili foreldra sinna í Shanghai. Ye Shen með foreldrum sínum, FengdiZhang og Guohong Shen, við sjónvarps-turninn í Shanghai. Ye Shen var bara unglingur þegar hann kom til Íslands og tók sér nafnið Bjartur Logi, sem er eins konar þýðing á kínverska nafninu. Hann segir Sveini Guðjónssyni frá kynnum sínum af landi og þjóð, kínverskum bakgrunni sínum og hvernig íslensk náttúra birtist honum í björtum loga. Morgunblaðið/Jim Smart Bjartur Logi er BA í enskum bókmenntum og stundar nú nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann stefnir á doktorsnám í framtíðinni. Í heimsókn á heimaslóðum fyrir tveimur árum. Bjartur logi DAGLEGT LÍF 6 B LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.