Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 7
Bjartur Logi er beðinn að svara því hreinskilnislega og undan- bragðalaust hver sé helsti munurinn á íslenskum og kínverskum ung- mennum? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er það kannski helst agaleysi og í sumum tilfellum metnaðarleysi ungs fólks hér á landi. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að ég þekki margt ungt fólk hér á landi sem hef- ur til að bera mikinn metnað og dugnað til að koma sér áfram í lífinu. En það er of mikið um að ungt fólk á Íslandi nýti ekki tækifærin sem hvarvetna blasa við. Og það er auð- vitað mjög sorglegt hversu hlutfalls- lega margir leiðast út í óreglu, áfengi og vímuefni. Tækifærin til að koma sér áfram hér á landi eru mun aug- ljósari en í Kína, en samt er eins og margir hafi ekki metnað til að nýta sér þau. Við mamma vorum einhvern tíma að tala um hvernig á þessu stæði og hún sagði þá að það væri kannski vegna þess að Ísland væri of gott land. Það væri ekki nægilega mikil ögrun í umhverfinu til að stappa stálinu í margt af þessu unga fóki sem lætur tækifærin ganga sér úr greipum.“ Bjartur Logi ítrekar enn og aftur að hér sé hann ekki að alhæfa um ís- lensk ungmenni, dæmin séu líka fjöl- mörg um hið gagnstæða. Um muninn á hugsunarhætti Ís- lendinga og Kínverja segir hann meðal annars: „Hann er ekki eins mikill og þú heldur. Menningarlegur bakgrunnur okkar er að vísu ólíkur, en hjörtun slá í sama takti. Langanir okkar og vonir eru þær sömu þótt við sprettum úr ólíkum jarðvegi. Þegar ég kom til Íslands var ég á þeim aldri þegar hugmyndir manna um lífið og tilveruna fara að mótast. Ég varð strax mjög snortinn af íslenskri menningu og hef því mótast bæði af íslenskum og kínverskum viðhorfum. Og þau eru ekki svo ólík þegar kafað er til botns í þessu öllu saman, þótt ræturnar liggi kannski í misfrjórri mold.“ Karate-beltið er hér brúnt, það svarta kom síðar. svg@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 B 7 HÓPUR göngugarpa er samankom- inn á laugardagsmorgni í félags- heimilinu Gjábakka í Kópavogi. Byrjað er á því að hita upp með kaffisopa og ræða lífsins gagn og nauðsynjar og þjóðmálin, eða jafn- vel heimsmálin, krufin til mergjar. Klukkan nákvæmleg tíu er staðið upp og haldið út í gönguferð. Þetta gerist á hverjum laugardagsmorgni og hefur svo verið um árabil, og gildir einu hvaðan vindar blása. Gönguhópurinn heldur sínu striki alla laugardagsmorgna, allan árs- ins hring, og lætur hvorki veður né vinda slá sig út af laginu. Gönguferðirnar á laugardags- morgnum eru aðeins örlítið brot af því margvíslega starfi sem fram fer á vegum Frístundahópsins Hana-nú í Kópavogi. Hana-nú starfar undir hatti félagsheimilanna í Gjábakka og Gullsmára, þar sem er meðal annars opin vinnustofa allan dag- inn, auk fjölbreytts og sjálfstýrðs félagsstarfs fólksins sjálfs. Í fé- lagsheimilunum er líka gróskumik- ið starf Félags eldri borgara í Kópa- vogi. Hana-nú er hluti af öllu þessu og sú hugmyndafræði sem Hana-nú lagði upp með fyrir tuttugu árum er svífandi yfir vötnum í öllu starfi fé- lagsheimilanna, undir stjórn Sig- urbjargar Björgvinsdóttur. Klúbbar, innan vébanda Hana- nú, hafa risið upp og starfað vel og lengi, en síðan hafa sumir lagst af vegna breyttra forsendna, kominn annar tími, annað fólk, annað við- horf, önnur áhugamál, en þá hafa bara verið stofnaðir nýir. Þeir eru margir klúbbarnir sem hafa orðið til, þróast og þroskast, breyst og horfið innan Hana-nú, en end- urskapast að nýju í öðru formi og má þar nefna Púttklúbbinn, Ætt- fræðiklúbbinn, Náttúruskoð- unarklúbbinn og Skákklúbbinn, að ekki sé talað um Kleinukvöldin, en nú eru skemmtikvöld haldin í þeirra stað sem bera heitið Mánu- dagar til mæðu. Af nógu er hins vegar að taka þegar klúbba- starfsemin er annars vegar. Þarna er til dæmis starfræktur Bók- menntaklúbbur, Leiklistarklúbb- urinn Smellurinn, Ferðaklúbbur og jafnvel sérstakur Hláturklúbbur, enda er haft fyrir satt að „hláturinn lengir lífið“. Óvæntar uppákomur „Starfið í Hana-nú byggist að miklu leyti upp á óvæntum uppá- komum,“ segir Ásdís Skúladóttir, kennari og leikstjóri, sem hefur haldið utan um starfsemina frá því Frístundahópurinn Hana-nú var stofnaður árið 1983. Reyndar var Ástdís útnefnd „Eldhugi Kópavogs 2003“ hjá Rótarýklúbbi Kópavogs, fyrir störf sín í þágu eldri borgara í Kópavogi. Við það tækifæri sagði formaður viðurkenningarnefndar, Guðmundur Arason, meðal annars að Ásdís hefði „ekki einungis unnið fyrir fólkið, heldur hefur hún einn- ig fengið fólkið til að vinna með sér. Hún hefur gert eldra fólkið að meira en hlustendum, hún hefur gert það að gerendum þeirra verka sem unnin eru. Hún leggur áherslu á að skapa hverjum og einum grundvöll til athafna til að gera hlutina, en ekki horfa á aðra, sem er lofsvert framtak.“ Sjálf vill Ásdís ekki gera of mikið úr sínum þætti í starfsemi Hana-nú heldur vísar til framtaks allra þeirra sem taka virkan þátt í starfinu. „Í hug- myndafræði Hana-nú eru allir þættir mann- legs lífs lagðir til grund- vallar,“ segir Ásdís enn- fremur. „Heimspeki, menning, vísindi og list- ir eru viss grunntónn því einmitt þar getur maðurinn notað skap- andi afl sitt og rök- hugsun sem er sérkenni mannsins í dýraríkinu sem ber að rækta vilji maðurinn vera maður. Hver einasti maður þarf að eiga sér markmið og finna að hann sé raun- verulega til í samfélaginu, en ekki afgangsstærð í stórum vanda- málapakka. Að eiga sér markmið og tilgang í líf- inu er þörf manneskj- unnar sem breytist ekki þótt aldurinn færist yfir. Hugmyndir Hana-nú eru reistar á þeirri bjargföstu trú okkar að forða eigi fólki sem lengst frá „hvíldarbekknum“ og „sólarlag- inu“. Forða fólki frá afleiðingum aðgerðarleysis og þátttökuleysis og stuðla að frjórra og skapandi lífi sem óhjákvæmilega leiðir til betri heilsu andlega og líkamlega.Við teljum að líf fólks á öllum aldurs- stigum eigi að fela í sér skapandi markmið og að þar séu efri árin engin undantekning. Að líf okkar sé ein samfella þar sem upphafið, meginkaflinn og endirinn sé í full- komnu jafnvægi. Segja má að Hana- nú sé mannræktarsamtök og stuðli með starfsemi sinni og hug- myndafræði að betri lýðheilsu, orð sem ekki var almennt komið í um- ræðuna þegar Hana-nú hóf starf- semi sína fyrir 20 árum,“ segir Ás- dís. „Félagsskapurinn hefur allt frá upphafi lagt megináherslu á sam- veru kynslóðanna bæði í orði og verki. Þótt Hana-nú hafi einkum verið tengt eldra fólki er fé- lagsskapurinn opinn öllum aldurs- flokkum undir kjörorðunum „Kyn- slóðir mætast í Kópavogi“. Þess vegna fer starfsemin fram síðdegis, á kvöldin og um helgar sem auð- veldar vinnandi fólki á öllum aldri að taka þátt í starfinu. Ásdís bætir því við að eitt sé það fyrirbæri sem Hana-núum sé mein- illa við, en það er sjón- varpsstóllinn. „Alltof margir eru sokknir of djúpt niður í þennan stól. Félagsleg einangrun sjónvarpsstólsins getur verið geigvænleg. Starfsemi Hana- nú miðar öðrum þræði að því að rífa fólk upp úr doða sjónvarpsins og doða hversdagsleikans og fá það til að ganga til móts við lífið, virkja orku sína og sköpunargáfu, sem margur hefur meira af en hann heldur. Við viljum brúa bil milli fólks, brúa bil milli kynslóðanna og allra þeirra kassa sem við erum skorðuð í á lífsleiðinni,“ segir Ásdís Skúladóttir. Frístundahópurinn Hana-nú er mannræktarsamtök Meinilla við sjónvarpsstólinn Morgunblaðið/Þorkell Göngugarpar: Félagar úr Hana-nú á leið í gönguferð, sem þau fara á hverjum laugardagsmorgni. Morgunblaðið/Golli Eldhuginn: Ásdís Skúladóttir tekur við viður- kenningunni „Eldhugi Kópavogs“ úr hendi Krist- ófers Þorleifssonar, forseta Rótaryklúbbsins. Stuðlað að frjórra og skapandi lífi svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.