Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 8
DAGLEGT LÍF 8 B LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA húsnæði sem versluniner í var búið að standa autt ínokkurn tíma þegar okkur datt í hug að setja á stofn skartgripa- og gjafavöruverslun,“ segir Oddný Bragadóttir. „Það var í maí 1992. Okkur datt þetta bara allt í einu í hug og það kom ekki annað til greina en að við myndum flytja allar vörurnar í verslunina inn sjálfar. Síðan hefur þetta þróast af sjálfu sér og í aukn- um mæli höfum við boðið upp á handunna vöru eftir okkur sjálf.“ Það voru mæðgurnar Oddný og Kristín Jónasdóttir sem ákváðu að stofna verslunina. Kaupmennska hefur verið viðloðandi fjölskyldu Kristínar í margar kynslóðir og sjálf hefur hún starfað við versl- unarstörf frá unga aldri. Verslun og verkstæði í fjölskylduhúsi Um það leyti sem búðin var opnuð bjuggu þau Oddný og eig- inmaður hennar, Shaban Tbeiaa, í Reykjavík en fluttu fljótlega í Borg- arnes. Oddný vann í Sparisjóði Mýra- sýslu en Kristín afgreiddi og Shaban framleiddi í Kristýju. Oddný vann svo í frístundum við að framleiða fyrir búð- ina. Þegar Sandri son- ur þeirra Shabans fæddist 1997 hætti hún í Sparisjóðnum og hefur unnið í Kristý frá þeim tíma. Verslunin er við Skúlagötu í Borgar- nesi og var upphaflega í aðalverslunarhverf- inu, en nú eru flestar verslanir í nágrenni við Borgarfjarðarbrúna. Oddný kveðst þó ekki finna fyrir að vera út úr. „Þetta húsnæði hefur upp á svo margt að bjóða sem erfitt væri að finna annars staðar,“ segir hún. „Foreldrar mínir eiga húsið og búa á efri hæðinni og úr búðinni er hring- stigi upp í íbúðina þeirra. Mamma vinnur í búðinni, en getur sinnt ýmsu heima fyrir ef lítið er að gera. Við Shaban vinnum bæði hér því verk- stæðið og lagerinn eru inn af búðinni og þegar Sandri er búinn í skólanum, sem er hérna rétt hjá, kemur hann hingað og spjallar mikið við afa sinn, Braga Jóhannsson, enda eru þeir góð- ir vinir.“ Hefur alltaf haft gaman af að búa eitthvað til Oddný segir að hún hafi alla tíð haft gaman af því að búa eitthvað til, eins og að hnýta flugur og fleira. Fljótlega eftir að verslunin var opnuð var hún í fermingarveislu og sá þar fallegan spegil úr gleri. Hún fékk að vita að hann hefði fengist hjá Listgleri í Kópavogi og ákvað að fara á námskeið hjá fyrirtækinu. Þar lærði hún að búa til glervörur með svokallaðri Tiffanýs aðferð. Síðan kenndi hún Shaban aðferð- ina og upp frá því hafa þau alltaf haft fjölbreytt úrval af slíkum vörum á boðstólum. Einna vinsælust hefur verið mynd af Borgarfirðinum og Hafnarfjalli sem hægt er að hengja út í glugga. En smám saman fengu þau áhuga á að gera fleira. Þau fóru til dæmis á einkanámskeið í gullsmíði til Birm- ingham á Englandi og fengu þar góða innsýn í grunnatriði gullsmíðinnar, efnisval og hvaða tækjabúnaður er notaður. Einnig hafa þau farið á leir- námskeið og glerbræðslunámskeið. „Núna er ég að fara á námskeið hjá Jónasi Braga glerlistamanni og hlakka mikið til,“ segir Oddný. „Annars finnst mér áberandi hvað fólk hefur mikinn áhuga á að kaupa handunna gjafavöru. Ég verð líka vör við að fólk úr Borgarfjarðarhéraði hefur gaman af því að gefa gjafir sem búnar eru til hér. Fyrir utan það sem við búum til sjálf bjóðum við upp á innflutta handunna hluti. Til dæmis höfum við flutt inn ýmiss konar mat- aráhöld, svo sem ostahnífa, steikar- hnífa, kökuspaða, salatsett og fleira frá Afríku sem hefur verið ákaflega vinsælt. Við förum reglulega á vöru- sýningar í útlöndum. Það þýðir ekk- ert annað ef maður ætlar að vera með hluti sem eru öðruvísi en aðrir bjóða upp á. Og það er fljótt að spyrjast út.“ Oddný segir að þau vinni mikið upp í sérpantanir bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtæki á svæðinu leita mikið til þeirra og hafa þau bæði unnið ýmiss konar verðlaunagripi, t.d. fyrir Borgarbyggð, og einnig gjafir fyrir einstaklinga af einhverju sér- stöku tilefni. Að undanförnu hefur verið mikið um nýjungar í versluninni, svo sem ýmsar glervörur og glermyndir og sambland af járni og gleri. „Ég fæ mínar bestu hugmyndir rétt áður en ég fer að sofa,“ segir Oddný. „Þá er ró og friður og ég læt hugann reika. Það virkar mjög vel.“ asdish@mbl.is Maður og kona: Gyllt gler í járnramma. Latibær: Glerskál með húsum. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdótti Kristín og Oddný í Kristý. Fyrir framan þær eru ýmsir munir eftir Oddnýju. Fjólublár engill úr gleri með gyllingu. Hugmyndirnar kvikna rétt fyrir svefninn Lundi á steini. Kertastjaki úr járni og gleri. Hún lætur ekki mikið yfir sér verslunin Kristý í Borgarnesi. Ásdís Haraldsdóttir vissi þó að innanbúðar starfar bæði hug- myndaríkt og framkvæmdaglatt fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.