Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. október 2003 Þorlákur Geirsson og Agnar Snorrason Það getur verið mjög gaman að fylgjast með hjólabrettakrökk- um leika listir sínar. En hvað ætli maður þurfi að æfa lengi áður en maður verður virkilega góður? Við fórum niður á Ingólfstorg og spurðum nokkra bratta bretta- krakka að því hvað þeir væru búnir að æfa lengi og og hvers vegna þeir hafi farið að æfa. Gæjalegt að vera á hjólabretti Nafn: Jörundur Hjartarson Aldur: Fimm ára. Ertu búinn að æfa lengi? Síðan ég var þriggja eða fjögurra ára! Er þetta gaman? Já, rosalega! Af hverju fórstu að æfa? Af því það er svo gæja- legt að vera á hjólabretti! Maður dettur stundum Nafn: Þorlákur Geirsson Aldur: Þrettán ára, Hvað ertu búinn að æfa lengi? Í tæplega ár! Er erfitt að ná tökum á þessu? Já, maður er dálítið lengi að því og svo dettur maður stundum! Af hverju fórstu að æfa? Af því að flestir vinir mínir voru á brettum! Gaman að ná trikkum Nafn: Agnar Snorrason Aldur: Þrettán ára. Ertu búinn að æfa lengi? Í tæp tvö ár. Er þetta gaman? Já, það er gaman að ná trikkum. Af hverju fórstu að æfa? Af því að allir sem voru á brettum voru svo kúl! Gaman að fá að prófa Nafn: Sara Úlfarsdóttir. Aldur: Þrettán ára Ertu búin að æfa lengi? Ég á ekki bretti en ég kem hingað til að horfa á. Stundum fæ ég líka lánað bretti til að leika mér á. Af hverju kemurðu hingað? Það er svo gaman að horfa á og fá lánað bretti! Sara Úlfarsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart Brattir bretta- krakkar í mið- bænum Jörundur Hjartarson ÞAÐ hafa örugglega flest okkar einhvern tímann stoppað á götu- horni einhvers staðar til að horfa á hjólabrettakrakka leika listir sínar í sumarblíðunni. Það fer minna fyrir þeim, sem hafa gaman af því að renna sér á hjólabrettum, á veturna þar sem það er ekki hægt að renna sér í bleytu og snjó. Það er þó ekki þar með sagt að þau séu ekki að æfa sig einhvers staðar – til að geta gert enn flottari trikk næsta sum- ar. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, sem er formaður Brettafélags Reykjavíkur og hefur verið að renna sér á hjólabrettum í þrettán ár, segir að krakkar hafi alltaf ver- ið duglegir við að finna sér bílskúra og bílageymslur til að æfa í en að það sé þó mikill munur á aðstöð- unni eftir að bæjarfélögin fóru að bjóða upp á innanhússaðstöðu. Íslenskir krakkar mjög færir Hafsteinn segir að það séu engin aldurstakmörk í hjólabrettaiðkun en að þeir sem stundi þetta af ein- hverjum krafti séu sennilega flestir frá fimm ára og upp í þrítugt. Þá segir hann að það séu senni- lega um fimm hundruð íslenskir krakkar að æfa sig á brettum í hverri viku og að margir þeirra séu mjög færir. En er það íþrótt að renna sér á hjólabretti? „Já og nei. Þetta er ekki hefðbundin íþrótt. Þetta er þó góð hreyf- ing sem reynir á jafn- vægishæfni og vöðva- styrk og byggir upp þol,“ segir hann. Hafsteinn segir að hjólabrettaiðkun sé ólík öðrum íþróttum að því leyti að hún sé ekki hópíþrótt og ekki stunduð innan hefðbundinnar íþróttahreyfingar. „Þetta er eitthvað sem maður lærir sjálfur eða með fé- lögum sínum frek- ar en í skipulagðri kennslu,“ segir hann. „Svo eru engar reglur um það hvernig maður á að renna sér og því verður fólk að setja sínar eigin reglur.“ Spurning um lífsstíl Hafsteinn segir að fólk geri þetta á eigin forsendum og á þeim tímum sem því henti og því sé hjólabretta- iðkun að vissu leyti lífsstíll. Fólk byrji að renna sér og svo smiti það út frá sér þannig að brettakúlt- úrinn fari að hafa áhrif á viðhorf þess, klæðaburð og tónlistarsmekk. Hvað einkennir þá brettaviðhorf- ið? „Til dæmis það að vilja gera hlut- ina á eigin forsendum en ekki eins og aðrir segja manni að gera þá. Það er mikið frelsi í þessu og því reynir þetta á sköpunarhæfileika hvers og eins. Það tekur reyndar töluverðan tíma og þolinmæði að ná tökum á undirstöðuatriðunum en þegar maður er búinn að ná þeim fer boltinn að rúlla og þá fer þetta að verða virkilega gaman. Maður þarf samt alltaf að við- halda hæfninni og æfa reglulega til að halda sér í formi. Annars fer maður að missa niður hluti.“ En eru það bara strákar sem eru í þessu? „Strákarnir eru í miklum meiri- hluta en það eru þó alltaf nokkrar stelpur innan um. Það var nú reyndar lengi þannig að áhuginn á hjólabrettunum gekk í bylgjum en eftir að við fengum innanhússað- stöðu hefur hann verið nokkuð stöðugur. Við verðum bara að vona að það fari að skila sér til stelpn- anna líka.“ Morgunblaðið/Jim Smart Svalt að vera á hjólabretti Úr hverju er gler búið til? Prentsmiðja Árvakurs hf. Svar: Sandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.