Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 6
m 6 hjartanlega velkomin HJARTAKÖKUR 250 gr hveiti 185 gr smjörlíki 125 gr sykur ½ egg Vanillusykur ef vill Öllu hnoðað saman. Deigið flatt út og kök- urnar skornar út með hjartaformum. Bak- að í 8–10 mín við 200°C. Skreytt að vild, t.d. með sykurhúð í fallegum litum. Skrautkökur og sultuhjörtu breyta eldhúsinu í konungshöll um annars. Það er þó að breytast. Sala á kampavíni tók ansi góðan kipp fyrir ára- mótin 2000 og hefur verið mjög góð síð- an. Öfugt við það sem tíðk- aðist er fólk farið að drekka kampavín án ákveðins tilefnis eða tímamóta – það býr sér bara sjálft til tilefni. Kampavín er flokkað eftir sætleika, og brut (þurrt), sem er algengasta tegundin, er mikið notað sem fordrykkur en það „má“ líka drekka það með mat. Sætari tegund- irnar eru oftast drukknar með eftirréttum. Sérfræðingar mæla með að hitastigið á kampavíni þegar það er drukkið sé 8–10 gráður og ég held að þeir myndu helst vilja setja lögbann við að kampavín sé drukkið úr öðru en kampavínsglösum. Þar sem þau eru oftast mjórri en hefðbundin vínglös koma þau í veg fyrir að loftbólurnar hverfi; í venju- legum vínglösum verður kampavínið fljótt flatt og missir ilminn. Fræðilega séð er hægt að fá kampavín í níu mismunandi flöskustærðum, sem hver hefur sitt nafn, allt frá 18,7 cl upp í 1.500 cl (sérfræðingar halda því fram að gæði kampavínsins njóti sín best í Magnum sem er 150 cl) en það er ekki algengt að sjá stærri flöskur en Magn- um í venjulegum vínbúðum né heldur minni en 37,5 cl. Flestir þekkja stóru nöfnin í kampavíns- framleiðslunni eins og Veuve Clicquot, Mo- ët og Taittinger svo einhver séu nefnd en þau eru bara dropi í hafið! Það er líka til ótrúlegur fjöldi af minni framleiðendum (sem kalla sig sjálfstæða vínbændur) sem eru alls ekki verri, þeir eru bara minni í um- svifum – og ódýrari. Oft selja vínbúðirnar í París afurðir nokkurra bænda auk stóru nafnanna en fyrir þá sem vilja kynna sér þetta dálítið nánar er um að gera að gera sér ferð í Kampavínshérað. Þar sér maður hvern kampavínsbóndabæinn á fætur öðr- um og hægt er að kaupa vínið beint frá þeim. Kosturinn við að kaupa beint af bóndanum, auk þess að vera ódýrara, er að það er hægt að fá að smakka áður en mað- ur verslar (það er siður að þeir fái sér rétt aðeins í glasið sitt, tilvonandi viðskiptavin- um til samlætis, enda sér maður marga káta, rauðnefjaða bændur). Ég mæli líka með því að heimsækja eitt af stóru hús- unum, t.d. í Reims (u.þ.b. 200 km frá París), og fara í skipulagðar ferðir í kjallarana þar sem framleiðsluferlið er útskýrt, en fyrir þá sem vilja kaupa kampavín frá stóru körlun- um er rétt að taka það fram að verðið er mjög svipað og það er í vínbúðunum í París. Fyrir þá sem ekki hafa tækifæri til að gera sér ferð í héraðið sjálft en eru svo heppnir að vera í París kringum mánaðamótin nóv- ember-desember þurfa ekki að örvænta því þá er nefnilega haldin stór vínkynning sjálf- stæðra vínframleiðenda (porte de Versaill- es) þar sem þeir kynna og selja afurðir sínar. as búbblur Kampavín þarf varla að kynna fyrir nokkrum sem kominn er yfir lögaldur. Eins og margir vita má aðeins kalla vín kampavín sem er framleitt eftir afar ákveðinni og strangri hefð í Champagne-héraðinu sem liggur í norð-austurhluta Frakklands. Vínframleiðsla í Kampavínshéraðinu hófst þegar á tímum Gaulverja en kampavín eins og við þekkjum það í dag er rakið til munksins dom Pér- ignon (á 17. öld) sem fullkomnaði aðferð- ina. Ferlið frá því að víninu er tappað á flöskuna þar til það kemur til neytandans tekur 3–4 ár. Þetta langa og flókna ferli felst m.a. í því að snúa flöskunum örfáar gráður á dag en það er gert til að ná út gruggi sem safnast fyrir í flöskunni í flöskustútinn án þess að skaða gasið í víninu. Í suðurhluta Evrópu m.a. er yfirleitt ekki litið á vín sem vímuefni heldur er það frekar hluti af máltíðinni og það er frekar sjald- gæft t.d. að sjá aðra en róna og útlendinga drukkna. Þótt Frakkar meðhöndli kampavín eins og önnur vín hvað magn varðar eru það samt hin sérstöku áhrif sem kampavínið gefur, sem fólk sækist eftir. Það svífur manni einhvern veginn til höfuðs. Kampavín hefur helst verið drukkið við hátíðleg tímamót í lífinu svo sem eins og brúðkaup o.þ.h. og verið lítið uppi á borð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.