Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 8
m 8 Þeir sem vantar spennandi matreiðslubækur í safnið ættu að skoða úrvalið á vef bóksölunnar Jessica’s Biscuit á slóðinni www.ecookbooks- .com. Bóksalan sérhæfir sig í matreiðslubókum, nýjum jafnt sem gömlum og lag- erinn telur um 9.000 titla. Það er nú þó nokkuð fyrir matgæðinga að grúska í. Hér eru dæmi um nokkra titla úr eftirréttageiranum:  Donna Hay: Modern Class- ics 2. Hin ástralska Donna Hay byrjaði að prófa sig áfram í mat- argerðinni þegar hún náði varla upp á eldhús- bekkinn. Hún hefur unnið til margra al- þjóðlegra verðlauna, skrifað í ýmis dagblöð og gefur út sitt eigið tímarit. Mat- reiðslubækur hefur hún einn- ig skrifað nokkrar og í Mod- ern Classics 2 er áherslan lögð á sígilda en jafnframt einfalda ábætisrétti sem allir heimiliskokkar ættu að ráða við.  Marcel De- saulniers: Celebrate with Choco- late. Einn fremsti köku- gerðarmeist- ari Bandaríkjanna, Marcel Desaulniers fyllir hér bók af kökum og bökum og allskyns desertum sem setja súkku- laði í hásæti.  Regan Daley: In the Sweet Kitchen. Hin kan- adíska Reg- an Daley er þekkt fyrir færni sína í desertlistinni og fræðir lesendur hér um leyndardómana á bak við hina fullkomnu eftirrétti, með fjölda uppskrifta og skýrum leiðbeiningum á hvorki meira né minna en 704 síðum. kokkabækur í póstinum Íslendingar eru ekki vanir að borða fíkjur og þekkja þær helst þurrkaðar. Uppskerutími fíkna er síðsumars og fram á haustið og nú er besti möguleikinn á að finna þær ferskar hér í búðum. Það eru til þrjár meginteg- undir af fíkjum, sú hvíta, sú fjólubláa og rauðar fíkjur, þær vaxa víða á Miðjarðarhafs- svæðinu og hefur Alsír lengi verið helsti út- flytjandi þurrkaðra fíkna. Eins og með sveskjur þá er betra að leggja þurrkaðar fíkjur í bleyti í sólarhring áður en þær eru borðaðar. Ferskar og þurrkaðar fíkjur eru yfirleitt borðaðar eins og þær koma fyrir, t.d. sem forréttur með Parmaskinku, á sama hátt og melóna, en einnig er hægt að matreiða þær á ýmsa vegu. Allar uppskriftir sem innihalda aprí- kósur má aðlaga að fíkjum. Fíkjur má finna í ýmsum „kompottum“ (soðnar niður), eld- aðar í víni, með hrísgrjónabúðingi, með vanilluís og henta líka sérlega vel með svína- kjöti eða kanínukjöti á svipaðan hátt og sveskjur. Fíkjur hafa lengi staðið sem tákn fyrir alls- nægtir enda sætasti ávöxturinn sem til er. Þær innihalda líka töluvert af A, B og C vít- amínum og örva meltinguna. Rómverjar til forna trúðu því að Rómúlus og Remus hefðu fæðst undir fíkjutré og í ýmsum menningar- heimum má finna trú á helgi fíkjutrjáa og það var undir ákveðinni tegund af fíkjutrjám (Ficus benghalensis) sem Búddha vildi helst sitja þegar hann kenndi lærisveinum sínum, því það táknaði „heimstréð“ sem tengdi jörð við himin. SOÐNAR FÍKJUR MEÐ GRÁÐOSTI 150 g fíkjur ferskar eða þurrkaðar 2 dl vatn 2 dl rauðvín 2 kanelstöng 4 negulnaglar 1 lárviðarlauf 3 perur fíkjutími Fíkjurnar skornar í fernt og soðnar í 10 mín með kryddinu. Perurnar skornar í bita og soðnar með í 5 mín til viðbótar. Bornar fram með gráðosti eða öðrum góðum osti. HEITT BRAUÐ MEÐ OSTI OG FÍKJUM Brauðsneið steikt í smjöri. Sneið af osti, t.d. gráðosti, camenbert eða öðrum feitum osti lögð á sneiðina, síðan ein fíkja skorin í fernt. Einni teskeið af hunangi hellt yfir. Bakað í ofni í 5-10 mín við 200°C. Borið fram með Parmaskinku og salati. GRILLAÐAR FÍKJUR MEÐ BALSAMIKEDIKI Fíkjur skornar í fernt, þó ekki alveg í gegn þannig að þær haldist saman að neðan. Lagðar á fat og balsamikediki og ólífuolíu hellt yfir. Grillað í 3-4 mín. Parmesanostur, sneiddur með ostaskera, settur yfir og fíkj- urnar bornar fram með Parmaskinku. Texti: Steinunn Haraldsdóttir Uppskriftir: Kolbrún Finnsdóttir Leirmunina á myndunum gerði Kristín Garðarsdóttir leirlistarkona (Gallerí Subba, Auðbrekku, Kópavogi. Hún selur einnig muni sína í Meistara Jakob á Skólavörðu- stíg og í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu.). Ljósmyndir: Áslaug Snorradóttir Soðnar fíkjur með gráðosti. Heitt brauð með prosciutto. Grillaðar fíkjur með balsamediki Gráfíkjur eru góðar bornar fram með vanilluís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.