Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 9
m 9 Vanilla er ein algengasta bragð- tegundin sem verður á vegi manns í heimi baksturs og ábætisrétta og þykir eiginlega dálítið hversdagsleg. Vanilluís eftir matinn – hljómar það nokkuð framandi? Rósavatns- og chiliís væri nú eitthvað ann- að. En vanilla á sér tvær hliðar, þá náttúrulegu og þá sem al- gengust er, gervibragðefni sem unnið er úr aukaafurðum sem til falla í pappírsiðnaði (sem hljóm- ar nú eiginlega ekki eins og eitt- hvað matarkyns!). Í matarbiblí- unni Larousse Gastronomique segir að vandlátir matreiðslu- menn og sælkerar eigi að „forðast“ þessa útgáfu bragð- efnisins og það er ekki sagt að ástæðulausu því gerviefnið stenst engan samanburð við náttúrulega vanillu. Vanilla er ávöxtur klifurorkí- deuplöntu sem á uppruna sinn í Suður-Ameríku. Evrópumenn uppgötvuðu hana þegar Cort- és og menn hans fluttu hana frá Suður-Ameríku til meginlands- ins (ásamt kakóbauninni). Fræ- belgir jurtarinnar eru grænir og slíðurlaga og eru tíndir rétt við þroska. Þeir eru síðan þurrkaðir og fá þá dökkan lit og hvítir vanillin-kristallar myndast. Af þessum kristöllum kemur hinn sérstaki vanilluilmur og -bragð. Mestur ilmur og bragð er af fræjunum og vökvanum inni í slíðrinu. Yfirleitt eru stangirnar seldar heilar og verðmæti þeirra fer eftir því hversu mikið kristallahrím myndast. Bestu stangirnar eru dökkbrúnar, það mjúkar að hægt sé að vefja þeim um fingur sér og hafa á sér sáldur af kristöllunum dýr- mætu – en slíkar stangir eru afar sjaldgæfar. Hægt er að nota heilar stangir nokkrum sinnum í matseld ef þær eru hreinsaðar vel og þurrkaðar eftir á og geymdar í loftþéttum umbúð- um á milli þess sem þær eru notaðar. Þegar mesta bragðið er farið úr þeim má saxa þær smátt niður og hræra út í sykur til að fá síðasta kraftinn úr þeim. Stangirnar má einnig kljúfa og skrapa kjarnann innan úr og nota innvolsið í deig eða krem. Til að varna því að stangirnar þorni upp má setja þær í krukku með botnfylli af rommi. Extrakt sem gerður er úr van- illu, alkóhóli, vatni og stundum sykri er næstbesti kosturinn á eftir stöngunum. Framleiðsla hans fer fram eftir ströngu eft- irliti og allra besti krafturinn er ósætur og verður betri eftir því sem hann er eldri. Vanillu-paste er einnig til og er nokkru sætara en extraktinn og ekki eins hreint. Einnig er vanilla seld í duftformi (duftið er dökkbrúnt) eða sem vanillusykur og þarf þá að vera minnst 10% vanilla í sykrinum. Ís með ekta vanillu má þekkja á örsmáum svörtum kornum í ísnum. Vanilla er oftast notuð í kökur og sætmeti en hana má einnig nota með t.d. humri og skelfiski til að gefa ilm og örlítinn sætleika og hún fell- ur einnig vel að villibráð og kjúklingi. Gæta verður þess þó að nota ekki of mikið af vanill- unni, hún á að ýja að, ekki bera annað bragð ofurliði. SVARTI GALDURINN Fíkjur með vanillusósu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.