Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 15
m 15 Viltu baða þig í desertum? Á Sólbaðs- stofunni Smart, Grensásvegi 7, er hægt að gera ljósatímann að lystauk- andi afslöppun og fá meira en bara lit á húðina. Þar er hægt að fá krem sem draga nafn sitt og ilm af ýmsum eft- irréttum. Hægt er að velja til dæmis Créme Brulée á kroppinn, Chocolait à L’orange, Chocolait framboises (jarð- arberjasúkkulaði), ferskjusúkkulaði og sítrónusorbet – allt eftir því hvað manni finnst best fyrir ljós og eftir mat. Créme Brulée á kroppinn MarieBelle konfektmol- arnir eru engu öðru líkir. Hver moli er lista- verk, mynd- skreyttur munnbiti af því allra besta súkkulaði sem hægt er að finna. MarieBelle er kon- fektverslun í Soho-hverfinu í New York, og nafnið er dregið af stofnanda hennar og hönn- uði, Maribel Lieberman (sem má segja að líti sjálf út eins og lítill, sætur, súkkulaðimoli). Súkkulaðið sem þar fæst er handgert úr sérvöldu hágæða- súkkulaði, með allt að 72% kakóinnihaldi og inniheldur engin rotvarnarefni og með- höndlast því sem ferskvara. Það sem eykur enn sérstöðuna eru myndskreytingarnar á mol- unum, en þeir eru vandvirkn- islega skreyttir með litríkum munstrum, glaðlegum fígúrum og dálítið „sixties“legum teikningum sem eru jafnljúf- fengar og súkkulaðið sjálft. Einnig er á boðstólum í versl- uninni kakó sem dregur nafn sitt af Aztekum, og inniheldur allt að 73% úrvals belgískt súkkulaði og má fá í ýmsum bragðtegundum. Fallegu ítölsku gjafaöskjurnar og boxin eru svo punkturinn yfir i-ið og sýna hversu grannt er hugsað um að upplifunin af súkku- laðinu verði sem fullkomnust. Þeir sem leið eiga um New York ættu að líta inn í þessa draumaverslun súkkulaðisjúka listunnandans. MarieBelle, New York, 484 Broome Street. www.mariebelle.com sætar og ætar myndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.