Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 19
m 19 SÚKKULAÐIELDINGAR 25 stk. vatnsdeigsbollur 3 dl vatn 75 gr smjör 3 dl hveiti 5 egg ¼ tsk salt 1 msk sykur Vatn og smjör er sett í pott og suðan látin koma upp. Hveiti, salt og sykur er sett í hrærivél- arskál og sjóðandi heitu smjör- vatninu er hellt ofan á hveitið. Hrært með hrærunni þar til laust frá skál. Látið kólna að mestu áður en eggjunum er bætt út í deigið, einu og einu í senn. Setjið deigið í sprautu- poka og sprautið á bökunar- plötu í litlar fingurlangar lengj- ur og bakið við blástur í 18-20 mín við 190°C í miðjum ofni. Súkkulaðielding er þýðing á „Eclairs au chocolat“, því þekkta franska sætmeti. Súkkulaðifylling: ½ l mjólk 100 gr dökkt suðusúkkulaði 3 egg 70 gr sykur 40 gr smjör 40 gr hveiti Þeytið egg og sykur í hrærivél- inni með þeytaranum. Sigtið hveitið út í eggjablönduna. Hitið mjólkina með suðusúkkulaðinu í potti og hellið eggjablöndunni út í. Hrærið stöðugt í pottinum með þeytara meðan suðan kem- ur upp. Þegar kremið er þykkt og kögglalaust má bæta smjör- inu út í til að fá bæði bragð og glans. Tekið af hitanum og leyft að kólna áður en því er sprautað inn í vatnsdeigsbollurnar. Skreytið með súkkulaðibráð áð- ur en eldingarnar eru bornar fram. Súkkulaðibráð: 100 gr suðusúkkulaði eru brætt við vægan hita í potti ásamt 3 msk af rjóma. Hrært í pottinum á meðan. Súkkulaðikreminu er síðan sprautað á bollurnar eða sett á með skeið. Einnig má nota vanillu- eða kaffikrem sem fyllingu. HÁTÍÐARPÝRAMÍDI Þetta kallast „Pièce montée“ eða „croquembouche“ í Frakklandi þar sem hefðin fyrir þessum kökum á sér rætur allt aftur á miðaldir. Þá gerðu menn mikla turna eða jafnvel heilu skúlptúrana úr bollunum og báru fram á hátíðisstundum. Hefðin lifir enn í dag og má segja að Frakkar noti „Pièce montée“ eins og við notum kransaköku. Bollurnar sem notaðar eru í pýra- mídann eru úr vatnsdeigi. Farið eins með deigið eins og við eldingarnar hér að framan nema hvað deiginu er sprautað í doppur á plötuna. Bakið og skerið síð- an bollurnar og fyllið með kremi. Sjóðið 2 dl sykur og ½ dl af vatni í potti þar til úr verður ljósbrúnt sýróp. Raðið upp í pýramída og festið bollurnar saman með sýrópinu. Það getur verið vandasamt verk en útkom- an er glæsileg og þess virði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.