Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 23
m 23 Bandaríkin og Kína eru stærstu epla- ræktunarlönd heims. Um 2.500 tegundir af eplum eru ræktaðar í Bandaríkjunum, en reyndar eru aðeins um 100 tegundir al- mennt í sölu. Alls eru til 7.500 tegundir af eplum í heiminum Eplatréð er skylt rósarunna. Meðalepli inniheldur um 50–80 kalórí- ur í 100 gr og hefur hátt hlutfall ávaxtasyk- urs. Engin fita, natríum eða kólestóról er í eplum. Epli eru góður C-vítamíngjafi eða um 8 mg í algengri tegund af meðalepli. Best er að borða epli með hýðinu (þvo þau vel) því næstum helmingur af C-vítamíninu liggur rétt undir hýðinu. Epli eru góður trefjagjafi og þau inni- halda pektíntrefjar sem eru uppleysanleg- ar trefjar sem örva vöxt góðra örvera í meltingarveginum. Eitt epli inniheldur um 5 g af trefjum sem er 20% af ráðlögðum dagskammti. Þau hafa einnig að geyma sýrur sem hamla gerjun í þörmum. Epli eru því afar góð fyrir meltingu og eru ein auðmeltanlegasta fæða sem til er. Melting eins eplis frá upp- hafi til enda tekur aðeins um 85 mínútur. Eplaedik hefur lengi þótt allra meina bót, 1 tsk af ediki blandað út í glas af vatni er gott fyrir meltinguna, vörn gegn kvefi og umgangspestum og styrkir ónæmis- kerfið. „An apple a day keeps the doctor away“ segir enskur málsháttur. Eplafræ innihalda agnarlítið magn af blásýru, og fólki því ekki ráðlagt að úða í sig eplafræjum. Epli innihalda andoxunarefni sem styrkja ónæmiskerfið. Græn epli eru hreinsandi fyrir lifur og gallblöðru. Vegna þess hvað epli innihalda mikið vatn eru þau svalandi og góð fyrir þá sem þjást af hita. Hrá epli eru góð fyrir tennur og tann- hold. Villt epli eru smá og súr og eru mestan- part kjarni og fræ. Rómverjar eru taldir vera þeir fyrstu sem ræktuðu epli til matar. eplabitar Eplatréð er eitt algengasta ávaxtatré sem ræktað er í heiminum og skipta tegundir þess þúsundum. Í fornöld voru epli víða ræktuð og epli sjást í mörgum fornum upp- skriftum. Í dag er epli einn algengasti ávöxt- urinn í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi. Íslendingar kynntust eplum að ráði upp úr seinni heimsstyrjöld og í dag er þetta kannski sá ávöxtur sem okkur þykir kunn- uglegastur. En það sem liggur beint fyrir framan nefið á manni er stundum nákvæm- lega það sem hentar best. „Mjallhvít verður að deyja,“ grenjaði drottningin, „og jafnvel þótt það kosti sjálfa mig lífið.“ Hún fór nú inn í afvikið herbergi, sem enginn gekk um nema hún sjálf, og útbjó þar baneitrað epli. Það var girnilegt á að líta, hvítt öðru- megin en blóðrautt hinumegin, en svo var eitrið í því magnað, að einn munn- biti af því nægði til að bana þeim sem neytti.“ (Ævintýrið um Mjallhvíti, í þýðingu Theódórs Árnasonar, 1925.) Mjallhvít og eplin 7 Þ rætueplið, viskueplið, epli góðs og ills – eplið er ævafornt tákn fyr- ir vísdóm og þekkingu. Táknmynd vísdóms- ins felst í kjarna eplisins. Hann er í laginu eins og fimmhyrnd stjarna, en pentagram hefur löngum verið tákn viskunnar eða hins andlega. Þar sem kjöt ávaxtarins umlykur þennan kjarna má líta á það sem tákn um hvernig andinn er fastur í holdinu. Eplið er líka tákn ódauðleikans. Í grískum goðsögn- um má lesa um gylltu eplin í garði Vesturdís- anna en sá sem beit af þeim myndi aldrei þola hungur eða þorsta, sorg eða sjúkdóma og aldrei myndi eplin þrjóta. Í norrænni goðafræði snæddu guðirnir epli sem Iðunn geymdi, til að halda eilífum æskuljóma og fegurð. Í keltneskri þjóðfræði er eplið töfr- um þrungið, ávöxtur vísdóms og spádóma og í sumum bretónskum þjóðsögum er það undanfari spádóms að bíta í epli. Eplið stendur fyrir val, val um vísdóm, spásögn, og það er ávöxtur handa hinni fallegustu, eins og ritað var á eplið sem kastað var fram fyrir gyðjurnar Heru, Aþenu og Afródítu. Og nornin réttir Mjallhvíti eitrað epli, freist- andi rautt á einni hlið, en hvítt hinum megin og sá sem bítur í rauða helminginn hlýtur bráðan bana. Epli er valið. En í dag – fyrir hvað stendur eplið? Svo auðfáanlegt, hversdagslegt og gamalkunn- ugt. Allir nýju exótísku ávextirnir svo miklu meira spennandi. En epli hafa sitt óviðjafn- anlega bragð, spanna breiðan skala frá sætu yfir í súrt, kjötið brakandi stökkt yfir í mjölkennt, eru safarík og svala þorsta og eru stundum það eina sem fólk með flensu kemur niður, því þau eru afskaplega góð í maga. Epli eru mikið notuð í matargerð, bakstur og matargerð og alls kyns drykki eins og kældan eplasafa á sumrin og yljandi Calvados-vín á vetri. Texti: Steinunn Haraldsdóttir Uppskriftir: Kolbrún Finnsdóttir Ljósmyndir: Áslaug Snorrdadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.