Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 24
m 24 8–12 stk konfektepli 500 gr púðursykur 50 gr ósaltað smjör 2 msk edik 1 msk ljóst síróp 1½ dl vatn Setjið eplin í kalt vatn í 10–30 mín. Skolið og þurrkið vel. Setjið púðursykur, smjör, edik, síróp og vatn í skaftpott. Hitið varlega og hrærið í þar til sykurinn leysist upp. Látið sjóða í um 5 mín, hrærið af og til. Sykurlögurinn er tilbúinn þegar hann er orðinn 125°C heitur. Ef hitamælir er ekki við höndina er hægt að prófa að hella nokkrum dropum af leginum í kalt vatn. Ef lögurinn storknar er hann tilbúinn. Stingið trépinnum (ekki of löngum) í eplin og dýfið þeim í sykurlöginn, snúið þeim á með- an svo lögurinn þeki þau alveg. Stillið þeim öfugum upp á smurða plötu. Sykurhúðin storknar á 10 mínútum eða svo. 1 2 Frosið smjördeig flatt út og skorið í 10x10 cm ferninga. Kanturinn brotinn yfir. Hálft afhýtt epli skorið í þunnar sneiðar og lagt á deigið. 1 msk smjör 1 msk sykur 1 tsk birki Brætt saman og sett ofan á eplið. Bakað við 200° C í u.þ.b. 15 mín. EPLI Í SMJÖRDEIGI EPLA-CROSTATA F. 8 3 Crostata merkir yfirleitt baka eða ýmiss konar fyllt deig, t.d. tarta- lettur eða holt brauð með fyllingu, hér er deigið fyllt með eplum. Deig: 1½ bolli hveiti ¼ tsk salt 2 msk strásykur börkur af lítilli sítrónu, smátt saxaður 125 gr ósaltað, kalt smjör, skorið í litla bita ¼ bolli ísvatn Fylling: 6 stórar amaretti-kexkökur 2 msk hveiti 1 tsk kanil klípa af múskati 5 msk strásykur 8 meðalstór epli, afhýdd, skorin í fernt og kjarninn fjarlægður. Ef notuð eru 8 mót í stað 1 stórs þá þarf ekki að skera eplin (sjá mynd). Setjið hveiti, salt, sykur og börk í matvinnsluvél og blandið sam- an. Bætið við smjörinu og blandið áfram þar til áferðin líkist grófri brauðmylsnu. Hellið ísvatninu út í og þeytið þar til deigið myndar hnött um hnífinn. Takið deigið og hnoðið varlega, fletjið það síð- an að nokkru út og pakkið inn í plastfilmu. Kælið í 30 mín. Fylling: Myljið kexið í fína mylsnu og blandið saman við hveitið, kryddið og 2 msk af sykrinum. Forhitið ofninn í 200°C. Fletjið deigið þunnt út í 35–40 cm hring. Færið deigið í eldfast mót (eða 8 lítil) sem er minna en ummál deigsins og pressið varlega niður í mótið. Stráið kexblöndunni jafnt yfir og raðið síðan eplunum þétt ofan á. Stráið mestu af sykrinum yfir. Brjótið deigkantinn yfir ávextina, það nær ekki að hylja þá alveg heldur myndar kant allan hringinn. Stráið afganginum af sykrinum yfir deigið. Bakið í 35– 40 mín, þar til deigið verður gullinbrúnt (athugið eftir 30 mín). Berið fram heita með rjóma. BARNAGAMAN Á PINNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.