Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 25
Tia Lusso Lengi vel hafa Íslendingar bragðað á Tia Maria líkjör en nú er loks- ins kominn léttur rjómalíkjör á markaðinn. Hann heitir Tia Lusso. Á skömmum tíma varð Tia Lusso geysivinsæll í Bretlandi, enda búinn til úr góðri blöndu af Jamaica-kaffi, ljúfu rommi og rjóma. Athygl- isvert er að nefna að Tia Lusso er helmingi fituminni en aðrir rjómalíkjörar. Tia Lusso er drykkur sem er einkar góður kaldur, hellt yfir klaka. Eins er hann frábær með heitu kaffi, með ís eða í köku- bakstri. Tia Lusso er fáanlegur í verslunum ÁTVR og kostar 700 ml flaska 2.100 kr. léttur rjómalíkjör 5 SMJÖRDEIGSPAKKI MEÐ EPLUM 50 gr valhnetur 2–3 epli 2–3 msk smjör 2–3 msk púðursykur ¼ tsk kanill 1 tsk vanillusykur ½ dl kókosmjöl e.t.v. ½ dl rúsínur 3 plötur frosið smjördeig egg til að pensla með flórsykur til að sigta yfir Hakkið valhneturnar og skerið eplin í bita. Steikið eplin í smjöri á pönnu í u.þ.b. þrjár mínútur. Bætið í púðursykri, kanil, val- hnetum, vanillusykri og kókosmjöli. Fletjið smjördeigið út og skerið í ferninga 10x10 cm. Fyllingin sett í og brotið saman í þríhyrning og þrýst vel saman á samskeytum. Penslið með eggi og bakið við 200°C í 20–25 mín. Kælið aðeins og sigtið flórsykur yfir. Berið fram með rjóma eða vanilluís. STEIKT EPLI 4 6 epli ½ bolli vatn 6 msk púðursykur 6 msk smjör ¼ tsk salt kanill Þvoið eplin og takið kjarnann og kjarnhús úr en afhýðið ekki. Setjið í eldfast mót. Stráið svolitlu salti inn í eplin og setjið smjörbita í holuna, svo sykur og síðan smjör aftur. Stráið kanil yfir eplin. Setjið ½ bolla af vatni í mótið og bakið eplin í 40 mín við meðalhita. Kælið. Berið fram með rjóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.