Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 36
m 36 og persónulega merkingu fyrir eigandann. Litlu hlutirnir skipta líka máli. Kristín Ásgeirsdóttir, smurbrauðsjómfrú, sem er ýmsu vön í veisluhaldi, vissi hvað myndi smellpassa á glaðhlakkalegt kaffi- borðið hjá náttfatastelpunum. Stjörnusnittur með óvæntri samsetningu og himneskir mar- engstoppar fara einkar vel við sætmetisstúlk- urnar og hæfa bæði kaffinu í mokkabollunum og litlu sjerrístaupunum. Einnig var borin fram röndótt súkkulaðikaka með mislitu kremi, jarðarberja- og súkkulaðimús og ávextir í hlaupi. MARENGSTOPPAR MEÐ MASCARPONEMIÐJU F. 10-12 Botn og toppar: 8 eggjahvítur 400 gr sykur 3 tsk kanill salt á hnífsoddi Eggjahvíturnar þeyttar með saltinu í þurri, fitulausri skál, helmingnum af sykrinum bætt smám saman út í eggin og kanil bætt út í, þeytt þar til blandan er orðin vel stíf. Teiknið u.þ.b. 8 tommu hring á bökunarpappír, notið t.d. botn á springformi til að teikna eftir. Snú- ið pappírnum við og smyrjið tæplega helm- ingnum af marengs á hann. Mótið litla toppa á bökunarpappír úr því sem eftir er af hon- um. Bakið í 1½ tíma við 140°C. Fylling: 225 gr mascarpone-ostur 200 gr dökkt 70% súkkulaði, saxað 2 tsk vanilluessens eða rósavatn Bræðið ostinn og súkkulaðið yfir vatnsbaði við vægan hita. Bætið dropunum út í og setj- ið kremið til hliðar, látið það ná stofuhita. Skraut: 1-2 lúkur rósablöð 3 msk flórsykur 3 msk fínt rifið dökkt súkkulaði Marengsbotninn settur á fat og nokkru af kreminu smurt á hann (svo topparnir renni ekki til). Kreminu sprautað á helminginn af toppunum og hinir settir á móti. Raðið topp- unum í píramída ofan á botninn. Rífið súkku- laðið yfir allt saman, sigtið flórsykurinn yfir og stráið svo rósablöðunum yfir í lokin. STJÖRNUSNITTA Skerið franskbrauðssneið í stjörnu, ekki of stóra, notið t.d. piparkökuform. Steikið brauðið upp úr heitri olíu á báðum hliðum þar til það verður gyllt og stökkt, leggið á pappír og látið olíuna leka vel af. Má steikja deginum áður. Smyrjið dálitlu af smjöri á stjörnuna, leggið fallegt blaðsalat, t.d. rucola eða eikarlauf á brauðið, ekki hylja stjörnuna alveg. Setjið næst sneið af góðum hvítmyglu- osti, t.d. höfðingja, á brauðið, þar á ofan tómatsneið, smyrjið hana með dijonsinnepi, setjið rifna radísu ofan á tómatsneiðina (ath. kreistið fyrst mesta safann úr, með eldhús- pappír). Setjið þar á ofan örlítið af rifsberja- hlaupi, meira af radísu og skreytið með papr- ikuspjóti. Einnig má hafa spægipylsu með, ef vill, og að sjálfsögðu er um að gera að nota hugmyndaflugið og setja á brauðið það sem mann langar í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.