Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 45
m 45 Björgvin Richter keppti fyrir hönd skólans í eftirréttagerð og verkefni hans var að búa til eft- irrétt fyrir 10 manns. Gerði hann sér lítið fyrir og vann til gullverð- launa fyrir besta eftirréttinn í keppninni. Hlaut eftirréttur hans, sem bar nafnið Mount Chocolate, sérlega háa stigagjöf fyrir bragð auk þess sem fagleg vinnubrögð hans vöktu athygli dómara. Þess má geta að þetta er í þriðja sinn á sex árum sem bakaranemi frá Hótel- og matvælaskólanum vinnur gullverðlaun í þessari. Er frammistaða íslensku nemend- anna farin að vekja athygli þekktra fagskóla í Evrópu. Björgvin er á þriðja ári í námi sínu í bakaraiðn og er á námssamningi í Köku- bankanum í Garðabæ. Hann lagði mikla vinnu í að búa sig undir keppnina og æfði sig samviskusamlega undir leiðsögn Ingólfs Sigurðssonar, kennara í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans. Uppskriftin fylgir hér ef lesendur vilja spreyta sig á tindinum. SÚKKULAÐITINDUR Heslihnetubotn: 130 gr eggjahvítur 43 gr sítrónusafi 43 gr sykur 100 gr heslihnetumjöl 100 gr flórsykur 30 gr heslihnetukurl Margir ungir og efnilegir matreiðslunemar stunda nám við Hótel- og matvæla- skólann í Kópavogi. Einn þeirra er Björgvin Richter sem er nýbakaður gull- verðlaunahafi í árlegri Evrópukeppni nemenda í hótel- og ferðagreinum á vegum AEHT-samtakanna. Keppnin fór fram dagana 15.–19. október í Kaupmannahöfn. Sæ tu r s ig ur Súkkulaðið brætt og hellt heitu saman við eggjahræruna. Rjóma blandað varlega saman við. Þegar Créme brulée-kremið er frosið eru stungnir út litlir hnappar af því. Súkkulaðimús er sprautað í keilulaga form, hnappnum stungið í, bætt í mús og loks heslihnetubotninum (formið er í raun á hvolfi þegar fyllt er í það). Formið er síðan fryst og því snúið við um leið og það er los- að úr forminu. STÖKKT ÁVAXTA- OG HNETUKEX 45 gr hveiti 60 gr appelsínusafi 75 gr flórsykur 75 gr púðursykur 90 gr smjör (lint) 20 gr ristað heslihnetukurl Öllu blandað saman í hrærivél. Smurt þunnt út á plötu og hnetunum sáldrað yfir. Bakað við 180°C í u.þ.b. 5 mín. eða þar til hættir að bulla í. Borið fram með t.d. van- illusósu eða mangóssósu. Þeytið saman hvítur, sítrónusafa og 1⁄3 af sykrinum (1 msk). Bætið afganginum af sykrinum við og stífþeytið. Blandið hesli- hnetumjölinu og flórsykrinum saman og blandið við hvítuþeytuna. Deiginu smurt á plötu og kurlinu stráð yfir. Bakað við 205°C í 8–10 mín. Créme Brulée krem: 375 gr rjómi 2 vanillustangir 60 gr eggjarauður 60 gr sykur Vanillustangir og rjómi hitað að suðu. Eggjarauður og sykur þeytt vel saman, kremað. Dálitlu af rjómablöndunni hellt yfir eggjaþeytuna til að tempra, hrært í og svo öllu blandað saman. Sett í álbakka og bak- að í vatnsbaði (heitu vatni) við 140°C í u.þ.b. 30 mín. Álbakkinn settur strax í frysti. Súkkulaðimús: 85 gr eggjarauður 75 gr eggjahvítur 85 gr strásykur 230 gr dökkt súkkulaði 340 gr léttþeyttur rjómi Eggjarauður og -hvítur þeyttar saman létt og ljóst. Sykurinn soðinn með dálitlu vatni við 120°C, hellt varlega í eggjahræruna. FYLLTAR APPELSÍNUR F. 6 6 appelsínur 2 bananar 100 g ristaðar hnetur 2 msk sykur skvetta af triple sec, ef vill 1½ dl rjómi Skerið appelsínur í tvennt, hreinsið kjötið úr þeim og skerið það niður í litla teninga. Skerið banana smátt og blandið saman við appelsínubitana. Bætið ristuðum hnetum, sykri og skvettu af triple sec út í, hrærið vel saman og setjið í appelsínuskálarnar. Berið fram með rjóma. Með þess- um rétti er ótrúlega ljúft að sötra eftirréttavínið Tokaja aszú, Disznókó. Hið konunglega stell er eftir Margréti Jónsdóttur, keramiker á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.