Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.2003, Blaðsíða 46
m 46 Þegar Katarína af Medici, dóttir Lorenzos mikla, var 14 ára gömul var hún send til Frakklands og hún gift Hinriki öðrum Frakkakonungi. Með í för voru ítalskir matreiðslumeistarar og þeir áttu eftir að hafa gífurleg áhrif á franska matargerð. Katarína var mikil mat- og vínkona og hún kynnti fyrir frönsku hirðinni t.d. béchamel- sósuna sem flestir þekkja, ólífuolíu, pönnukökur og fugla í appelsínusósu og hún kenndi frönsku kokkunum að djúp- steikja mat. Antonin Carame, frægur matreiðslu- meistari og faðir franska eldhússins, skrif- aði árið 1822: „Matreiðslumenn á seinni hluta 17. aldar kynntust og notfærðu sér vel ítalska matarhefð sem Katarina de Med- ici kynnti fyrir frönsku hirðinni.“ Einn af uppáhaldsréttum Katarinu var Ci- breo, sem samanstendur af innmat úr kjúk- lingi ásamt hanaeistum, chilipipar og salti, og hann var borinn fram í veislu árið 1576. Veislugestir horfðu á hana háma í sig káss- una með slíku offorsi að þeim varð ekki um sel. Þeir horfðu á hana og biðu hreinlega eftir því að hún liði út af, sem hún að sjálf- sögðu gerði ekki, enda var hún hin sanna matarkona og lesendur m fá framhald af visku hennar. Ég ætla nú ekki að gefa uppskrift að hinni mögnuðu kássu heldur heiðarlegu salati sem Katarina snæddi þegar hún vildi hvíla sig á þungum mat. SALATIÐ HENNAR KATARÍNU blandað grænt salat geitaostur harðsoðið egg, hálft á mann ansjósur kapers vínedik ólífuolía salt og nýmalaður pipar Skolið salatið, þurrkið vel og setjið í stóra skál. Skerið ostinn niður og blandið í salatið sem og ansjósum og kapers. Saltið, piprið og hellið yfir olíu og ediki. Hrærið vel saman og skreytið með harðsoðnum eggjum. APPELSÍNUVÍNIÐ „44“ 1 stór appelsína 44 kaffibaunir 22 sykurmolar 1 l Finlandia-vodka Hreinsið appelsínuna og þerrið. Notið beittan hníf og skerið 44 sár í appelsínuna og stingið kaffibaunum í hverja rauf. Takið góða krukku, sótthreinsið hana, leggið appelsínuna í krukkuna og hellið víninu yfir ásamt sykrinum. Ég ákvað að nota Finland- ia-vodka sem er þekkt fyrir hreinleika sinn enda unnið úr kristaltæru vatni. Blandið vel saman svo að sykurinn leysist allur upp. Geymið krukkuna á dimmum stað í 44 daga. Liturinn á víninu breytist á þessum 44 dögum og verður léttappelsínugulur. Eftir 44 daga er hægt að hella víninu í fallega karöflu og bera fram kalt með kaffi eða blanda því saman við hvítvín. JÁKVÆÐ GRÆÐGI KATARÍNU AF MEDICI A U Ð V E L T O G S K E M M T I L E G T Í flestum súkkulaðitegundum er kakómagn undir 40%. Síríus 70% er ný tegund af súkkulaði frá Nóa Síríusi, þar sem kakómagn er 70% af innihaldi. Þetta er mun dekkra en venjulegt súkkulaði og ekki eins sætt. Síríus 70% færir kökubakstur á hærra plan. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N O I2 25 97 10 /2 00 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.