Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 26. október 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.196 Innlit 17.265 Flettingar 70.460 Heimild: Samræmd vefmæling                                                                                             Bíldshöfða 16 - 110 Rvík - Sími 550 4600 - Fax 550 4610 Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: www.vinnueftirlit.is Vinnueftirlit ríkisins starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að fækkun slysa, atvinnutengdra sjúkdóma og góðri líðan starfsmanna á vinnustað. Lögfræðingur Laust er til umsóknar starf lögfræðings hjá Vinnueftirlitinu. Starfshlutfall 100%. Starfið felur í sér eftirfarandi: Undirbúning reglna og reglugerða skv. lög- um nr. 46/1980. Ýmis lögfræðileg úrlausnarefni er varða framkvæmd laga og reglna á verksviði Vinnueftirlitsins. Umfjöllun um EES reglur á undirbúnings- stigi. Samskipti við eftirlitsstofnun EFTA og fleiri alþjóðastofnanir. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérmenntun og/eða reynslu á sviði vinnuréttar og einnig sérmenntun og/eða reynslu á sviði Evrópurétt- ar. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til Vinnu- eftirlitsins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 2003. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ekki eru notuð umsóknareyðublöð. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri, í síma 550 4600. Lögfræðingur óskast Jafnréttisstofa óskar að ráða til sín lögfræðing í hálft starf frá og með næstu áramótum eða skv. samkomulagi. Í starfinu felst m.a. eftirlit með framkvæmd laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og leiðbeiningar og ráðgjöf til einstaklinga, stofnana og fyrirtækja. Umsækjendur skulu hafa grundvallarþekkingu á jafnréttismálum kvenna og karla, búa yfir tölvufærni og góðri þekkingu á ensku og Norð- urlandamáli. Starfið krefst lipurðar í samskipt- um og sjálfstæðra vinnubragða. Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sigurðardóttir á Jafnréttisstofu í síma 460 6200 eða 862 0414. Upplýsingar um Jafnréttisstofu er einnig að finna á heimasíðu stofunnar: www.jafnretti.is Laun greiðast samkvæmt samningi fjármála- ráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Jafnréttisstofu, Hvannavöllum 14, 600, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.