Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 C 3 Fyrirtæki í vexti og framþróun Til að styrkja enn frekar grundvöll áframhaldandi vaxtar og til að takast á við ný verkefni eru Pharmaco á Íslandi og dótturfélög að leita að nýju fólki í öfluga liðsheild sína H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Við leitum að kraftmiklum einstaklingum sem geta viðhaft sjálfstæð vinnubrögð, sýnt frumkvæði, eru metnaðarfullir, hafa skipulagshæfileika og búa yfir mikilli samstarfshæfni. Við bjóðum spennandi störf, gott vinnuumhverfi og mikið starfsöryggi. Starf sérfræðings í „Product Transfer“ hjá Pharmaco (nr. 3512) Starfslýsing: • Verkefnastýring • Skipulag á færslu afurða (prodúkta) á milli framleiðslustaða • Setja upp áætlanir um flutning • Eftirfylgni með flutningsáætlunum • Heimsóknir til mismunandi framleiðslustaða • Samskipti við helstu stjórnendur á hverjum stað • Samskipti við þróun, skráningardeildir, rannsóknarstofur, gæðaeftirlit, framleiðsluskipulag og framleiðsludeildir Hæfniskröfur: • Háskólamenntun • Góð enskukunnátta er skilyrði • Kunnátta í þýsku, búlgörsku og rússnesku er kostur • Persónulegir eiginleikar: Skipulagshæfileikar Metnaður Samstarfshæfni Ákveðni Mikil aðlögunarhæfni Starf verkefnisstjóra viðskipta- áætlana „Portfolio Manager” Pharmaco (nr. 3515) Starfslýsing: • Umsjón með gerð viðskiptaáætlana fyrir ný lyf sem valin eru til þróunar • Kostnaðargreining vegna þróunar á lyfjum í samvinnu við þróunardeildir Pharmaco • Safna saman og vinna gögn til ákvarðanatöku um ný verkefni innan Pharmaco • Undirbúningur funda þróunarráðs Pharmaco og árlegra verkefnavalsfunda Hæfniskröfur: • Æskilegt er að viðkomandi hafi háskóla- menntun á sviði raun- eða heilbrigðisvísinda og viðskiptafræðimenntun • Persónulegir eiginleikar: Skipulagshæfileikar Metnaður Samstarfshæfni Starf markaðsfulltrúa viðskiptaþróunar Medis (nr. 3516) Starfslýsing: • Markaðssetning og sala á lyfjatengdu hugviti og lyfjum • Samskipti við umboðsmenn og dótturfyrirtæki erlendis • Tilboðsgerð og samskipti við viðskiptavini • Samningagerð Hæfniskröfur: • Háskólamenntun • Góð enskukunnátta er skilyrði • Góð tölvukunnátta • Þekking á starfsemi lyfjafyrirtækja æskileg • Persónulegir eiginleikar: Skipulagshæfileikar Samstarfshæfni Þjónustulund Starf fulltrúa í viðskiptaþjónustu Medis (nr. 3517) Starfslýsing: • Verkefnastýring markaðsfærslu nýrrar vöru • Utanumhald um verkefni tengd markaðssetningu nýrra vara og innleiðingu þeirra í framleiðslu í framleiðslueiningum Pharmaco • Samskipti við viðskiptavini • Samskipti við mismunandi deildir á hverjum stað, s.s. þróunardeildir, skráningardeildir, framleiðsluskipulag, framleiðsludeildir, viðskiptaþróun Hæfniskröfur: • Menntun á sviði vörustjórnunar og/eða verkefnastjórnunar • Reynsla af verkefnastjórnun • Víðtæk tölvukunnátta • Góð enskukunnátta • Persónulegir eiginleikar: Skipulagshæfileikar Metnaður Samstarfshæfni Ákveðni Starf á gæðasviði Pharmaco (nr. 3518) Starfslýsing: • Uppbygging, samræming og innleiðing á ferlum fyrir upplýsingagjöf á milli dóttur- félaga samstæðunnar og gæðasviðs Pharmaco ferlum til að fylgja eftir umbóta- og uppbyggingarverkefnum á sviði gæðamála innan samstæðunnar í samræmi við GMP • Samantekt og úrvinnsla upplýsinga er varða gæðamál frá dótturfyrirtækjum Hæfniskröfur: • Menntun á sviði raun- eða heilbrigðisvísinda • Reynsla af verkefnastjórnun • Þekking á gæðamálum • Góð enskukunnátta (bæði ritað og talað mál) er skilyrði • Góð tölvukunnátta • Persónulegir eiginleikar: Útgeislun og sannfæringarkraftur Skipulagshæfileikar Sjálfstæði Frumkvæði Starf deildarstjóra gæðatryggingardeildar Delta (nr. 3519) Gæðatryggingardeild er um 20 manna deild sem hefur yfirumsjón með uppbyggingu og viðhaldi gæðakerfa Delta. Starfslýsing: • Náin samvinna og aðstoð við aðrar deildir • Eftirlit með virkni gæðakerfa • Daglegur rekstur og fagleg uppbygging deildarinnar Hæfniskröfur: • Menntun í raun- eða heilbrigðisvísindum • Þekking á gæðastjórnun • Reynsla af gildingarvinnu æskileg • Þekking á GMP (Góðir framleiðsluhættir í lyfjagerð) • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg • Góð ensku- og íslenskukunnátta • Góð tölvukunnátta • Persónulegir eiginleikar: Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni Ákveðni Frumkvæði Öguð vinnubrögð Starf sérfræðings í frásogs- prófunum og klínískum rannsóknum hjá Pharmaco (nr. 3520) Starfslýsing: • Samantekt á upplýsingum um eiginleika lyfja • Eftirlit með hönnun rannsóknaráætlana og rannsóknarskýrslna • Umsjón með utanumhaldi á rannsóknargögnum • Eftirfylgni með frásogsrannsóknum • Fylgjast með gildandi lögum, reglum og reglugerðum um klínískar rannsóknir • Heimildaleit, pöntun og lestur tímaritsgreina Hæfniskröfur: • Háskólapróf í lyfjafræði eða sambærilegu • Góð enskukunnátta • Góð tölvukunnátta • Persónulegir eiginleikar Samstarfshæfni Sjálfstæði Nákvæmni Skipulagshæfni Starf sérfræðings í tæknisamningum (nr. 3521) Starfslýsing: • Umsjón með tæknisamningum við viðskiptavini • Rýni skráningargagna með tilliti til tæknisamninga • Samskipti við erlenda viðskiptavini • Samskipti við aðrar deildir fyrirtækisins sem taka þátt í gerð tæknisamninga • Önnur sérhæfð verkefni er lúta að skráningu lyfja Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði raun- eða heilbrigðisvísinda • Reynsla í lyfjaframleiðslu er æskileg • Góð enskukunnátta • Góð tölvukunnátta • Persónulegir eiginleikar Sjálfstæði og metnaður í starfi Samstarfshæfni Skipulagshæfileikar Starf sérfræðings í breytingarumsóknum (nr. 3522) Starfslýsing: • Uppfærsla og breytingar á skráningargögnum • Samskipti við sérfræðinga í skráningum • Samskipti við viðskiptamenn vegna breytingarumsókna • Samskipti við yfirvöld vegna breytingarumsókna • Regluleg uppfærsla á stöðu breytingarumsókna Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði raun- eða heilbrigðisvísinda • Góð enskukunnátta • Góð tölvukunnátta • Persónulegir eiginleikar: Nákvæmni Skipulagshæfileikar Frumkvæði og eftirfylgni Samstarfshæfni Pharmaco er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 14 löndum og er verðmætasta félag skráð í Kauphöll Íslands. Pharmaco hefur það markmið að vera leiðandi á sviði þróunar og sölu samheitalyfja á alþjóðlegum markaði. Hjá Pharmaco og dótturfélögum starfa um 6000 manns, þar af um 390 á Íslandi. Þar vinna meðal annars lyfjafræðingar, efna- fræðingar, viðskiptafræðingar, verkfræð- ingar, hjúkrunarfræðingar, meinatæknar, lyfjatæknar, vélstjórar, mjólkurfræðingar, tungumálasérfræðingar og fólk með ýmiss konar iðnmenntun. Delta er dótturfélag Pharmaco og annast framleiðslu lyfja fyrir innanlandsmarkað og framleiðir lyf fyrir viðskiptavini Pharmaco í Vestur-Evrópu og víðar. Medis er dótturfélag Pharmaco og ber ábyrgð á allri sölu lyfjahugvits og fullbúinna lyfja til fyrirtækja utan samstæðunnar. Starf sérfræðings í logistik hjá Pharmaco (nr. 3523) Starfslýsing: • Samhæfing verkefna á rekstrarsviði Pharmaco • Pantanastýring innan Pharmaco • Ýmis greiningarvinna • Samantekt upplýsinga í gagnagrunna Hæfniskröfur: • Raungreinamenntun • Þekking á sviði framleiðslu og logistik er mikilvæg • Þekking á lyfjaiðnaði er kostur • Góð enskukunnátta er skilyrði • Góð tölvukunnátta er skilyrði • Þekking á gagnagrunnum er kostur • Persónulegir eiginleikar: Skipulagshæfileikar Útsjónarsemi Samstarfshæfni Frumkvæði Hæfni til hópvinnu Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 3. nóvember nk. Nánari upplýsingar veita: Rannveig J. Haraldsdóttir Netfang: rannveig@hagvangur.is Katrín S. Óladóttir Netfang: katrin@hagvangur.is Sesselja K. Sigurðardóttir Netfang: sesselja@hagvangur.is www.pharmaco.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.