Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 C 5 Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirtalin störf í verkfræðideild félagsins: Burðarvirkisverkfræðingur Starfssvið: Verksvið er eftirlit með viðhaldi burðarvirkis og hjólastellum flugvéla. Starfið felur m.a. í sér: • Afgreiðslu lofthæfifyrirmæla og breytinga. • Verkfræðiaðstoð vegna viðhalds flugvéla. • Mat á skemmdum, hönnun viðgerða og samningu viðgerðalýsinga. • Samskipti við framleiðendur flugvéla og íhluta. • Þátttöku í samningaviðræðum vegna íhluta og þjónustu. Menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er menntunar í flugvélaverkfræði, almennri verkfræði eða tæknifræði. Mjög æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu af viðhaldi flugvéla. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt, haft frumkvæði og geta beitt öguðum og vönduðum vinnu- brögðum. Starfsmaður þarf að sýna hæfni í mannlegum samskiptum og hafa góða þekkingu á algengasta skrifstofuhugbúnaði. Starfsmaður við viðhaldskerfi flugvéla Starfssvið: Starfið felur m.a. í sér: • Skráningu og eftirlit með lofthæfi- fyrirmælum (AD Notes). • Viðhald og uppsetningu viðhaldskerfa (Maintenance Programs). • Umsjón með viðhaldi aflvéla (Auxilary Power Units). Menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er tæknimenntunar og þekking á viðhaldskerfum er æskileg. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt og viðhafa öguð og vönduð vinnubrögð. Starfsmaður þarf að sýna hæfni í mannlegum samskiptum og hafa góða þekkingu á algengasta skrifstofu- hugbúnaði. Tækniþjónustan er dótturfélag Flugleiða og annast viðhald flugvéla Icelandair sem og annarra flugfélaga. Félagið hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Tækniþjónustan veitir alhliða tækniþjónustu í flugrekstri og hefur hags- muni viðskiptavina að leiðarljósi með góðri og áreiðanlegri þjónustu. Hjá félaginu starfa um 170 starfsmenn og eru þeir lykillinn að velgengni þess. Lögð er áhersla á að starfs- menn séu þjónustulundaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni á Íslandi og erlendis. Tækniþjónustan leggur áherslu á þjálfun starfs- manna, hvetur þá til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. Tækniþjónustan er reyklaus vinnustaður. Skriflegar umsóknir, sem tilgreini menntun og reynslu, óskast sendar starfsmannadeild Icelandair, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar en 10. nóvember. netfang: stina@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 62 8 10 /2 00 3 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi Starf á Egilsstöðum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austur- landi auglýsir lausa til umsóknar 80% stöðu ráðgjafa frá 1. janúar 2004 eða eftir nánara samkomulagi. Starf ráðgjafa felur m.a. í sér atvinnuleit, stuðning og ráðgjöf við einstakl- inga með fötlun sem starfa á almennum vinnu- markaði, ásamt skipulagningu, ráðgjöf og um- sjón ýmissa verkefna. Gerð er krafa um mennt- un á sviði félagsráðgjafar, þroskaþjálfunar eða sambærilega menntun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkissjóð við Starfsmannafélag ríkisstofnana eða Þroskaþjálfafélag Íslands. Skriflegar um- sóknir sendist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Austurlandi, pósthólf 124, 700 Egils- stöðum, fyrir 1. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað og getur um- sóknin gilt í allt að sex mánuði. Nánari upplýs- ingar veitir forstöðumaður ráðgjafarþjónustu eða framkvæmdastjóri í síma 471 1833. Störf í tölvudeild Fræðslumiðstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða tvo starfsmenn í tölvudeild. Deildin rekur ljós- leiðaranet og þjónustar í gegnum það grunn- skóla í borginni. Deildin hefur umsjón með kaupum á tölvubúnaði fyrir skólana, rekstri Novell miðlara með um 17.000 notendum, af- ritunartöku, rekstri vefþjóns og pósthúss ásamt uppsetningu kennslu- og notendahugbúnaðar. Einnig er veitt þjónusta við tölvuumsjónar- menn skólanna með skipulagningu námskeiða og fræðslufunda. Starfsmaður í tölvudeild: Starfssvið:  Ráðgjöf og þjónusta við tölvuumsjónarmenn grunnskóla Reykjavíkur.  Aðstoð við uppsetningar og viðhald tölvu- búnaðar.  Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra tölvudeildar. Hæfniskröfur:  Rafeindavirkjun eða sambærileg menntun.  Þekking og reynsla af rekstri Windows miðlara.  Þekking og reynsla af rekstri netkerfa.  Hæfni í mannlegum samskiptum. Staða kerfisfræðings/tölvunarfræðings Starfssvið:  Umsjón með uppsetningu hugbúnaðar hjá grunnskólum Reykjavíkur.  Umsjón með uppsetningu og rekstri gagna- grunna.  Hugbúnaðarráðgjöf við tölvuumsjónarmenn í grunnskólum borgarinnar.  Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra tölvudeildar. Hæfniskröfur:  Háskólapróf í kerfis- eða tölvunarfræði.  Þekking og reynsla af rekstri gagnagrunna.  Hæfni í mannlegum samskiptum. Upplýsingar gefur Guðbjörg Andrea Jónsdótt- ir, forstöðumaður þróunarsviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, netfang: gaj@rvk.is, sími 535 5000. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember nk. Umsóknir sendist til Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.