Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Störf í grunnskólum Reykjavíkur Engjaskóli, sími 510 1300 Almenn kennsla í 4. bekk til áramóta vegna forfalla og tilfallandi forföll eftir áramót. Við- komandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fellaskóli, sími 557 3800 Sérkennsla í 5.-10. bekk, 67% staða. Foldaskóli, sími 567 2222 Reyndur kennari eða sérkennari óskast í náms- ver frá áramótum. Grandaskóli, sími 561 1400 Umsjónarkennsla fyrir 7. bekk frá byrjun des. til vors 2004, vegna barnsburðarleyfis. Ritari frá 15. des.—1. júlí 2004. Ingunnarskóli, sími 585 0400 Almenn kennsla á miðstigi. Skólaliði í fullt starf. Langholtsskóli, símar 553 3188, 824 2288 og 824 2988. Skólaliði óskast til aðstoðar í mötuneyti kenn- ara f.h. og í skóladagvist e.h., fullt starf. Vesturbæjarskóli, sími 562 2296 Tæknimennt, smíði frá áramótum. Tónmenntakennsla frá áramótum. Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskóla- stjórar eða aðrir tilgreindir í viðkomandi skól- um. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Skýrr er eitt öflugasta þekkingarfyrirtæki Íslands. Skýrr býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu á sviði upplýsinga- tækni. Fyrirtækið er sölu- og þjónustuaðili Oracle Corp., Business Objects, VeriSign og Cambio á Íslandi. Hjá sam- stæðunni starfa um 200 manns. Viðskiptavinir Skýrr eru liðlega 2.000 talsins og meðal þeirra eru mörg stærstu fyrirtæki landsins, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg. öflugur ráðgjafi H im in n o g h a f – 9 0 3 0 6 2 1 Skýrr vill ráða ráðgjafa til að starfa við fjárhagskerfi innan Oracle- viðskiptalausna. Á starfssviði ráðgjafans verða eftirfarandi verkefni: • Greining á þörfum viðskiptavina með tilliti til möguleika Oracle-fjárhagskerfa • Innleiðing Oracle-fjárhagskerfa samkvæmt þarfagreiningu • Ráðgjöf til viðskiptavina um möguleika Oracle-viðskiptalausna • Þjónusta, kennsla og leiðbeiningar til viðskiptavina um Oracle-viðskiptalausnir • Vinna við ýmis þróunarverkefni er tengjast Oracle-fjárhagskerfum Um er að ræða skemmtilega og spennandi vinnu fyrir öflugan starfskraft. Þessi vinna krefst metnaðar, mikils frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum. Lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg í og góðir skipulagshæfileikar sömuleiðis. Hæfniskröfur eru til dæmis þessar: • Háskólamenntun og reynsla á sviði viðskipta • Reynsla af vinnu við nútímaleg fjárhagskerfi • Reynsla af ráðgjöf í upplýsingatækni er kostur, en ekki skilyrði Skýrr býður starfsfólki sínu góð kjör, markvissa starfsþróun og metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi í samhentum hópi starfsfólks. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar er að finna á vefsvæðinu skyrr.is. Magna F. Birnir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr, veitir upplýsingar um starfið í 569 5102 og magna@skyrr.is. Umsóknafrestur er til 3. nóvember 2003. Barnafataverslun Barnafataverslunin Rollingar í Kringlunni óskar eftir starfskrafti seinni part dags og aðra hverja helgi. Áhugasamir sendi umsóknir á hrefna@rollingar.is eða skili henni í verslun. Hárgreiðslusveinar óskast á hárgreiðslustofur í Gautaborg. Upplýsingar í síma 0046 31 446323, Frímann. Verð til viðtals á Íslandi á Hótel Plasa, Aðal- stræti 4, sunnudaginn 2. nóvember. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Sambýlið Hólmasundi 2 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík starfrækir sambýli í Hólmasundi 2. Við erum að leita að hressum og jákvæðum einstakling- um til starfa, sem finna sig í að skapa öruggt heimili fyrir ungmenni á aldrinum 16-19 ára og taka þátt í uppbyggjandi starfi. Óskum eftir eftirtöldum starfsmönnum: Forstöðuþroskaþjálfa Um er að ræða fullt starf, sem krefst góðra skipulags- og stjórnunarhæfileika, reynslu af starfi með fötluðum auk hæfni í mannlegum samskiptum. Yfirþroskaþjálfa/deildarstjóra Við leitum að þroskaþjálfa eða fólki með sam- bærilega menntun og reynslu af starfi með fötluðum auk hæfni í mannlegum samskiptum. Um fullt starf er að ræða. Stuðningsfulltrúum Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf í vaktavinnu. Reynsla af störfum með fötluðum æskileg. Launakjör eru skv. kjarasamningum ríkisins og ÞÍ eða SFR. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bylgja Mist Gunnarsdóttir, forstöðu- þroskaþjálfi í síma 553 8888 eða 864 3636. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2003. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.