Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 C 7 Sjá nánar um ofangreint starf á www2.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is/ Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 LAGADEILD Lektor á sviði umhverfisréttar Við lagadeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf lektors með umhverfisrétt sem aðalgrein. Lektornum er aðallega ætlað að sinna kennslu og rannsóknum á því sviði. Kennsla fer að verulegu leyti fram á ensku í LL.M.-námi við deildina. Ráðið er í starfið til tveggja ára með mögu- leika á áframhaldandi ráðningu. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember 2003. Akureyrarbær Fjölskyldudeild Félagsráðgjafi Laus er staða félagsráðgjafa við barnavernd. Starfið felst í móttöku og vinnslu barnavernd- armála. Við leitum eftir félagsráðgjafa, en til greina kemur að ráða starfsmann með annars- konar háskólapróf. Reynsla af barnaverndar- vinnu eða félagsþjónustu er nauðsynleg. Starfið er laust um áramót. Akureyrarbær hefur sameinað hefðbundna félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og þjón- ustu við leik- og grunnskóla í einni deild. Á Fjöl- skyldudeild Akureyrarbæjar starfa 14 sérfræð- ingar, auk skrifstofufólks og deildarstjóra, m.a. sálfræðingar, félagsráðgjafar, sérkennarar og þroskaþjálfar. Þetta er samhentur hópur sem vinnur að því að móta heildstæða þjónustu fyrir fjölskyldur á Akureyri með hliðsjón af fjöl- skyldustefnu bæjarins. Áhersla er lögð á endur- og símenntun starfsmanna. Meirihluti starfsfólks á Fjölskyldudeild eru kon- ur. Í samræmi við landslög og jafnréttisáætlun vill Akureyrarbær leitast við að jafna hlutföll kynjanna í sem flestum störfum og hvetur því karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Launakjör eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri í síma 460 1420. Umsóknareyðublöð fást í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2003. Skartgripaverslun Starfskraftur óskast, 20—40 ára. Þarf að hafa aðlaðandi og glaðlega framkomu og að geta hafið störf sem fyrst. Um hlutastarf er að ræða og meiri vinnu á álagstímum. Meðmæli óskast. Áhugasamir leggi inn umsóknir til auglýsinga- deildar Morgunblaðsins merktar: „X — 6026“, fyrir 31. október. Störf hjá Air Atlanta Air Atlanta auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar. Starf í bókhaldsdeild Air Atlanta óskar eftir starfsmanni í bókhaldsdeild félagsins. Starfið felst í móttöku og bókun reikninga í Navision, afstemmingum, aðstoð við uppgjör og daglegan rekstur deildarinnar, auk almennra bókhald Leitað er að einstaklingi með víðtæka reynslu af bókhaldsstörfum, háskólamenntun og þekking á Navision æskileg en ekki skilyrði. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri enskukunnáttu, samviskusemi, vandvirkni og góðum mannlegum samskiptum. Starf flugumsjónarmanns Starfið felst í flugáætlanagerð, leiða-, afkastagetu- og hleðsluútreikningum, auk SITA og AFTN skeytasendingum. Öflun yfirflugs-, lendingarheimilda, flugvalla- og veður- upplýsinga tilheyrir einnig viðkomandi. Leitað er að umsækjanda með skírteini flugumsjónarmanns, þekkingu og reynslu á ofangreindum sviðum. Góð enskukunnátta og reynsla í tölvunotkun er áskilin. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra flugumsjónarmanna og miðast við menntun og reynslu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og reynslu sendist fyrirtækinu fyrir 3.nóv 2003 á eftirfarandi netfang: johanna@atlanta.is Jóhanna Ósk Karlsdóttir Ráðningarfulltrúi starfa. Staða fulltrúa á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Um er að ræða 50% stöðu vegna innritunar á leikskóla og afgreiðslu. Viðkomandi starfsmaður þarf að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, hafa gott vald á íslensku máli og geta unnið sjálfstætt Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustumiðstöð í þágu menntunar í bænum með sérhæft starfsfólk þar sem ríkir jákvæður starfsandi. Þess ber að geta að stofnunin er reyklaus vinnustaður. Launakjör eru samkvæmt samningi við STH. Allar upplýsingar gefur Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri í síma 585 5800. Umsóknir berist til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 en umsóknarfrestur er til 5. nóvember. Samkvæmt jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Laus staða fulltrúa Kokkur Okkur vantar hörkuduglega og áhugasam- an kokk í spennandi starf. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merkt “Grænn kostur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.