Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 8
8 C SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjónustufulltrúi Þjónustumiðstöð Sólheima óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa á heimiliseiningu. Starfið felst m.a. í stjórnun, ábyrgð á dag- legri þjónustu, áætlanagerð og eftirfylgni. Um er að ræða fullt starf og er unnið í vinnu- lotum. Við leitum að fagmenntuðum ein- staklingi á sviði þroskaþjálfunar eða annarri ámóta menntun. Áhersla er lögð á fag- mennsku og hæfni í mannlegum samskipt- um. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 486 4430. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 31. október. Allar nánari upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 486 4430. Í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir metnaðarfullan, einstakling sem hefur áhuga á að vinna á Sólheimum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Sólheimar eru vistvænt byggðahverfi í Árnessýslu (klst. akstur frá Reykjavík). Á staðnum er m.a. garðyrkjustöð, skógræktarstöð, gistiheimili, verslun með helstu nauð- synjavörum, listhús, kertagerð og vinnustofur sem vinna að umhverfisvænni framleiðslu og endurvinnslu. Ennfrem- ur kaffihús, sundlaug, íþróttahús, líkamsræktarstöð og vistmenningarhús. Sjá: www.solheimar.is Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, vilja ráða til starfa í Brussel fulltrúa í vöruskrifstofu (nr. 07/2003) Starfið er fólgið í efnislegri vinnu á sviði frjálsra vöruflutninga í tengslum við kröfur um vörueig- inleika og innfellingu nýrra tæknilegra ákvæða í EES-samninginn m.a. að því er varðar lyf, upp- lýsinga- og fjarskiptatækni og vélknúin ökutæki, sem og á sviði meginreglna um samræmingu, m.a. markaðseftirlit og skaðsemisábyrgð. Starfsmaðurinn mun einnig aðstoða við skipu- lagningu og störf vinnuhóps EFTA um tæknileg- ar viðskiptahindranir, að meðtöldum hópum sérfræðinga á einstökum sviðum, og sendi- nefnda EFTA-ríkjanna í tengslum við þátttöku þeirra í nefndastarfi Evrópusambandsins. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf, viðeig- andi reynslu, annaðhvort úr starfi í stjórnsýslu- stofnun í heimalandi sínu eða í alþjóðastofnun, og mjög góð tök á ensku ritmáli og talmáli. Kostur er ef umsækjandi hefur einnig kunnáttu í frönsku og öðrum tungumálum EFTA- og ESB-ríkjanna. Athygli áhugasamra umsækjenda er vakin á því, að atvinnuauglýsinguna er að finna í heild á vef- setri okkar á slóðinni secretariat.efta.int og að skylt er að senda umsóknir á sérstöku umsóknareyðublaði EFTA. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 2003. Rafmagnsverkfræðingar tölvunarfræðingar Er framtíð þín ráðin? Viltu breyta til? Vegna aukinna verkefna leitar Kögun hf. að rafmagnsverkfræðingi eða tölvunarfræðingi til starfa við þróun og rekstur íslenska loftvarnakerfisins á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að rafmagnsverkfræðingi eða tölvunarfræðingi með menntun og reynslu á sviði hugbúnaðargerðar, stjórnkerfa og/eða fjarskiptakerfa. Einkum er um hugbúnaðarverkefni að ræða, en starfið býður einnig upp á kynni af margvíslegri tækni á sviði stórra stjórn- og fjarskiptakerfa, svo sem gagna-og merkjavinnslu, fjarskipta, hönnunar og útfærslu notenda- skila, flókinnar stærðfræðilegrar vinnslu og tækjaforritunar. Æskilegt er að viðkomandi hafi mastersgráðu eða sambærilega menntun. Við bjóðum góð laun, fjölbreytt og faglega áhugaverð verkefni og gott starfsumhverfi í tengslum við eitt stærsta hugbúnaðar- og stjórnkerfi hér á landi. Við tryggjum símenntun í starfi og leggjum okkur fram við að tryggja starfsfólki okkar trausta framtíð, þar sem það hef- ur tök á að fást við spennandi verkefni í góðum hópi samstarfsfólks. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fyrir 11. nóvember nk. til: Kögun hf., pósthólf 225, 235 Keflavíkurflugvelli. Öllum umsóknum verður svarað. Ráðgjafi og sölumaður óskast Laufás er framsækin og nútímaleg fasteigna- sala með góða vinnuaðstöðu. Við gerum mi- klar kröfur til okkar starfsmanna um framkomu, þekkingu og ábyrgð. Við óskum eftir starfs- mönnum til sölu og ráðgjafastarfa vegna at- vinnuhúsnæðis og/eða fyrirtækja. Laun eru í samræmi við árangur en svigrúm er til mikilla tekna fyrir réttan aðila. Umsóknum skal skila í rafrænu formi á laufas@laufas.is Kirkjuvörður í Áskirkju Sóknarnefnd Áskirkju í Reykjavík auglýsir stöðu kirkjuvarðar/meðhjálpara lausa til umsóknar. Ráðning frá 1. desember eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 80% og unnið til skiptis aðra hverja viku á móti öðrum starfandi kirkjuverði. Einhver kunátta í tölvunotkun nauðsynleg. Upplýsingar um stöðuna veitir formaður sókn- arnefndar, Birgir Arnar, í símum 588 4699 (vs.) og 568 0447 (hs.). Umsóknarfrestur er til 4. nóvember 2003. Umsóknir sendist til Áskirkju v/Vesturbrún, 104 Reykjavík, merktar formanni sóknarnefndar. LAUS STÖRF • Leikskólak. Fífusölum v/Salaveg • Leikskólak. Marbakka v/Marbakkabr. • Leikskólak. Rjúpnahæð v/Rjúpnasali • Matráð Rjúpnahæð v/Rjúpnasali • Aðst. í eldhús Rjúpnahæð v/Rjúpnasali • Leikskólasérkennara með umsjón Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Starfsfólk Vegna mikilla anna óskum við eftir að ráða í hóp okkar góða starfsfólks:  Framreiðslumenn.  Aðstoðarfólk í sal.  Starfsfólk í fatahengi.  Tæknimenn í ljósadeild.  Ræstingar.  Þvottahús. Krafist er:  Reglusemi og stundvísi.  Snyrtimennsku. Umsóknir sendist á www.broadway.is . Upplýsingar í síma 533 1100 frá kl. 12-17 virka daga, Gunnar eða Harpa. Broadway, Ármúla 9, 108 Reykjavík, sími 533 1100, netfang: broadway@broadway.is                                              Hellissandur - umboðsmaður eða blaðberi óskast Umboðsmaður eða blaðberi óskast sem fyrst. Leitað er að ábyrgðarfullum einstaklingi til að sjá um dreifingu og aðra þjónustu við áskrifendur á svæðinu. Umsóknareyðublöð fást hjá nú- verandi umboðsmanni, Láru Hall- veigu Lárusdóttur, Háarifi 15, Rifi, og sendist til Bergdísar Eggerts- dóttir, skrifstofu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 6. nóvember 2003. Hjá Morgunblaðinu eru rúmlega 350 starfsmenn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík en einnig er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Leikskólastjórar óskast  á lítinn einkarekinn leikskóla á svæði 101,  í samstarf á uppbyggingu á nýjum leikskóla. Einnig vantar barngott og stundvíst starfs- fólk á báða staði. Upplýsingar í síma 863 1914. Arkitekt — byggingafræðingur Arkþing ehf. - teiknistofa arkitekta - leitar að duglegum arkitekt eða byggingafræðingi til starfa sem fyrst. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á sviði utan- og innanhússhönnun- ar, ásamt verkefnum á sviði ráðgjafar og skipu- lags, og ef þú hefur góða kunnáttu og reynslu í notkun teikniforrita (auto-cad), gerð verklýs- inga og getur unnið sjálfstætt að frágangi verk- efna, viljum við gjarnan heyra frá þér. Skriflega umsókn skal senda á póstfang: Arkþing ehf. - arkitektastofa, Bolholti 8, 105 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfang: hp@arkthing.is, fyrir 1. nóvember nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.