Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnvernd- arsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæð- um í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru: Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt, sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum. Að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum, ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi, sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum, s.s. litafjöl- breytni eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2003. Nánari upplýsingar og um- sóknareyðublöð fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. desember 2003 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Reykjavík, 20. október 2003. Fagráð í hrossarækt. TIL LEIGU Spennandi tækifæri Til leigu húsnæði fyrir margvíslega þjónustu Í Egilshöllinni er lögð áhersla á íþróttaiðkun, afþreyingu og fjölbreytta þjónustu. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 898 0995 eða pall@egilshollin.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H O L 21 95 9 10 /2 00 3 Opin fundur í Hvalfjarðarhreppi Vinna við aðalskipulag hefur staðið yfir síðast- liðið ár. Því vill sveitarfélagið af því tilefni boða til opins fundar með íbúum og hagsmunaaðil- um til að kynna hugmyndir um landnotkun innan sveitarfélagsins. Við viljum því hvetja fólk til að mæta og nú er kjörið tækifæri til að koma hugmyndum á framfæri. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Hlöðum fimmtudaginn 30. október 2003 kl. 20.00. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR KENNSLA TILKYNNINGAR Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdir á skíðasvæðinu í Bláfjöllum skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverf- isáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 24. nóv- ember 2003. Skipulagsstofnun. LISTASJÓÐUR PENNANS Myndlistarmenn Listasjóður Pennans auglýsir eftir umsóknum um styrki. Penninn hefur styrkt unga myndlistar- menn síðan 1992. Í ár verða veittir 2 styrkir: annar að upphæð 500.000 kr. hinn að upphæð 300.000 kr. auk þess sem verk verða keypt af styrkþegum. Umsóknum skulu fylgja myndir af verkum umsækjanda ásamt ferilsskrá. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslunum Pennans um land allt. Einnig er hægt að nálgast þau á vefsíðu Pennans www.penninn.is, þar sem er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 1. des. nk. SÉRVERSLUN Í 70 ÁR Kynnisferð til Kanada á vegum RÓTARÝ Auglýst er eftir umsóknum um þátttöku í kynnis- ferð starfandi fólks á aldrinum 25-40 ára. Ferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðar- lausu. Um er að ræða fjögurra vikna ferð til Ontaríó- fylkis á tímabilinu 8. maí til 6. júní 2004. Þátttak- endur verða fjórir, karlar og/eða konur, sem unnið hafa í viðurkenndum starfsgreinum í það minnsta tvö ár. Þeir mega ekki vera Rótarý- félagar, makar, afkomendur eða makar afkom- enda lifandi Rótarýfélaga. Með hópnum fer fararstjóri sem er reyndur Rótarýfélagi. Nánari upplýsingar fást hjá formanni starfs- hópaskiptanefndar Rótarý, Snorra Þorsteins- syni, í síma 437-1536 og á skrifstofu Rótarýum- dæmisins í síma 568-2233 fyrir hádegi. Einnig á vefslóðinni: www.rotary.org/foundation/ programs - Group Study Exchange. Umsóknareyðublöð fást hjá forseta Rótarý- klúbbs/klúbba á því svæði sem umsækjandi býr og á umdæmisskrifstofu. Einnig er hægt að sækja þau á umrædda vefslóð. Umsóknum skal skila til viðkomandi Rótarý- klúbbs fyrir 18. nóvember 2003. Rótarýumdæmið á Íslandi. Úthlutun á byggingarrétti Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlut- unar í Vatnsendalandi: Atvinnuhúsnæði Um er að ræða tvær lóðir fyrir atvinnuhúsnæði við Urðarhvarf 2 og 4. Á lóðunum, sem eru um 4.000 m² að flatarmáli, má reisa 4ra hæða byggingar um 900 m² að grunnfleti eða um 3.000 m² að samanlögðum gólffleti, auk bíla- geymsla undir húsum. Ofangreindar lóðir eru hluti af nýju athafnasvæði, svæði fyrir verslan- ir, skrifstofur og iðnað í norðanverðu Vatns- endahvarfi með aðkomu frá Breiðholtsbraut um Vatnsendahvarf og frá fyrirhuguðum Arn- arnesvegi um Vatnsendaveg. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar um miðjan júlí 2004. Íbúðarhúsnæði Um er að ræða eina lóð Fagraþing 2 í sk. Hvammsreit. Á lóðinni, sem er um 1.000 m², má byggja 2ja hæða einbýlishús um 200 m² að grunnfleti og um 350 m². Áætlað er að lóðin verði byggingarhæf í febrúar 2004. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingar- skilmálar, ásamt umsóknareyðublöðum og úthlutunarreglum, fást afhent á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 9-16 mánudaga til fimmtudaga og 8-14 á föstudög- um. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15:00 mánudaginn 10. nóvember 2003. Vakin er sérstök athygli á því, að umsókn- um einstaklinga um byggingarrétt fyrir Fagraþing 2 þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi sem nemur 15 milljónum kr. Ef um fyrir- tæki er að ræða, þá ber þeim að skila árs- reikningi sínum fyrir árið 2002 árituðum af löggiltum endurskoðendum og/eða milliuppgjöri fyrir árið 2003 árituðum af löggiltum endurskoðendum. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Innritun Getum bætt við nokkrum nemendum á víólu og selló. Einungis börn búsett í Reykjavík koma til greina. Innritun fer fram í síma 551 5777, á milli kl. 9 og 13 virka daga. Aðalfundur Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 28. október kl. 20:00-21:30 í kjallara Casa Nova. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Sr. Þórhallur Heimisson og Auður B. Kristjáns- dóttir, kennsluráðgjafi, stýra umræðum um samskipti foreldra og unglinga. Stjórn FMR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.