Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 1
Litskrúðug hlustarstykki Af hverju ætti ekki að vera flott að nota heyrnartæki? Daglegt líf 13 STOFNAÐ 1913 291. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hátíð að Hellnum Menningarmiðstöð vígð og áform um uppbyggingu Vesturland 11 Kylfingar í keppni Áttfaldir Íslandsmeistarar í högg- leik spreyta sig á Spáni Íþróttir MÚSLÍMIR í Indónesíu komu saman til bæna í Istiqlal-moskunni í Jakarta í gær, en í dag hefst þar ramadan, eða föstumánuður múslíma, er þeir neita sér um m.a. mat og drykk frá sólarupprás til sólarlags. Á kvöldin koma þeir saman til bæna og íhugunar. Indónesía er fjölmennasta múslímaríki í heimi, en um 80% af íbú- unum, sem eru um 212 milljónir, játa íslam. Reuters Föstumánuður múslíma hafinn í Indónesíu FÆREYINGAR vilja að ósk þeirra um fullgilda aðild að Norðurlanda- ráði verði tekin til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem hefst í Ósló, Noregi, í dag þrátt fyrir að Danir séu mótfallnir því að Fær- eyingar fái slíka aðild. Þetta sagði Høgni Hoydal, varalögmaður Fær- eyja, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það verður þó erfitt að fá fulla aðild okkar samþykkta ef Danir eru á móti því.“ Hann segir Dani halda því fram að full aðild Færeyja brjóti gegn ákvæðum dönsku stjórnarskrárinnar. „Þeir telja að við eigum ekki að hafa fullgilda aðild að alþjóðlegu samstarfi.“ Hoydal minnir á að þetta sé í annað sinn sem Færeyjar sæki um fulla aðild að Norðurlandaráði. Í fyrra skiptið sóttu þeir um aðild í byrjun níunda ára- tugarins. „Þá fengum við það sem kalla má hálfa aðild að ráðinu.“ Þá segir Hoydal að með fullri aðild Færeyinga að ráðinu myndi hið vestnorræna samstarf innan ráðsins styrkjast. „Ísland er eina landið af hinum vestnorrænu löndum sem hefur fulla aðild að ráðinu,“ segir hann. Auk þess segir hann Færeyinga vilja standa jafnfætis hinum norrænu ríkjunum fimm í ráðinu og bera af þeim sökum sína ábyrgð, t.d. fjárhagslega ábyrgð með því að greiða sinn hluta til samstarfsins. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og einn af fulltrúum Íslendinga í Norðurlandaráði, hefur ákveðið að vekja sérstaka athygli á þessari ósk Færeyinga í umræðum á þingi Norðurlandaráðs. Hann telur ósk- ina eðlilegan hluta af þróun Færeyja til aukins og „vonandi endanlegs sjálfstæðis“. Norðurlandaráð eigi að fjalla um ósk Færeyinga óháð skoðun Dana. Danir mót- fallnir fullri aðild Færeyja Høgni Hoydal Þing Norðurlandaráðs verður sett í Ósló í dag IAIN Duncan Smith, umdeildur leiðtogi Íhaldsflokksins í Bret- landi, sagði í gær að hann hefði alls ekki í huga að segja af sér og myndi leiða flokkinn aftur til valda. Tveir þingmenn flokksins hafa krafist þess að greidd verði atkvæði um vantraust á leiðtogann því að hann sé ekki starfi sínu vax- inn. Greindi breska ríkisútvarpið, BBC, frá þessu í gær. Annar þingmannanna, Derek Conway, sagðist ætla að bera til- lögu sína upp í dag og telja að nægilega margir myndu fylgja for- dæmi sínu til að atkvæðagreiðslan færi fram. Samkvæmt reglum flokksins skal efna til atkvæða- greiðslu um vantraust á formann- inn ef að minnsta kosti 25 þing- menn krefjast þess. „Ég tel að formennsku Iains Duncans Smiths verði lokið innan tveggja sólar- hringa,“ hefur BBC eftir Conway. Þeir sem gagnrýnt hafa Duncan Smith segja hann skorta persónu- töfra og ekki eiga nokkra mögu- leika á að leiða flokkinn til sigurs á Verkamannaflokki Tonys Blairs forsætisráðherra í næstu kosning- um, sem væntanlega fara fram um mitt ár 2006. Duncan Smith sagði að það væri „alveg fráleitt“ að etja flokknum út í leiðtogakjör. Hann tók við leiðtogasætinu 2001 eftir sigur í leiðtogakjöri í kjölfar afsagnar Williams Hagues, en fyrr á því ári hafði flokkurinn beðið mikið af- hroð í kosningum. „Ég ávann mér rétt til að leiða flokkinn í næstu kosningum,“ sagði Duncan Smith við BBC í gær. Við þá sem aldrei hefðu sætt sig við hann sem for- mann kvaðst hann vilja segja: „Látið okkur í friði svo að við get- um haldið áfram og unnið næstu kosningar.“ The Sunday Times hafði eftir heimildamanni innan flokksins að breytingar yrðu að eiga sér stað. „Við getum ekki haldið svona áfram. Þetta er martröð. Iain hef- ur glatað stuðningi meirihluta þingmanna og meira að segja stuðningsmenn hans eru farnir að nota orðin „óhjákvæmilegt“ og „óviðunandi“.“ Formennsku Duncans Smiths „brátt lokið“ London. AFP. Reuters Umdeildur leiðtogi ÞRÁTT fyrir að í skoðanakönn- unum undanfarið hafi Duncan Smith saxað á forskot Tonys Blairs og Verkamannaflokksins virðist honum ekki hafa tekist að tryggja sér stuðning innan eigin flokks. FJÖLDA eld- flauga var skotið á Al-Rashid-hótelið í Bagdad í gær- morgun og féll einn bandarískur hermaður og sautján manns slösuðust. Meðal gesta á hótelinu var Paul Wolfo- witz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, en hann sakaði ekki. Tvær sprengingar til viðbótar urðu í búðum hersetuliðs bandamanna í borginni í gærkvöldi, samkvæmt upp- lýsingum bandaríska hersins, sem ekki gaf nánari upplýsingar. Wolfowitz sagði að Bandaríkja- menn myndu hvergi draga af sér í leitinni að „glæpamönnunum“ sem gert hefðu árásina. Þetta myndi ekki koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn myndu „ljúka ætlunarverki“ sínu í Írak. Háttsettur heimildamaður í banda- ríska hernum sagði að 29 eldflaugum hefði verið skotið að hótelinu frá heimasmíðuðum skotpalli sem falinn hafi verið í flutningavagni og dulbúinn sem rafstöð. Útlit væri fyrir að skjóta hefði átt ellefu til viðbótar en þær hefðu ekki komist á loft. Sex eða átta flaugar hefðu hæft hótelið. Álíka mörg göt komu á vesturhlið þess og gluggar brotnuðu í a.m.k. tuttugu herbergjum. Á hótelinu hafa búið borgaralegir starfsmenn bandaríska hersetuliðsins, auk hermanna. Þá sagði heimildamaðurinn að flutningavagninn hefði verið í um 400 metra fjarlægð frá hótelinu. Þrír menn hefðu dregið hann þangað á bíl, kveikt á tímastilli og ekið á brott. Fá- einum mínútum síðar hefðu eldflaug- arnar skotist á loft. Martin Dempsey, liðsforingi í bandaríska hernum, sagði að ekki væri talið að árásinni hefði verið beint að Wolfowitz sem var í þriggja daga ferð til Bagdad í því skyni að meta möguleikana á að brjóta á bak aftur þá hörðu mótspyrnu sem her Banda- ríkjamanna í Írak hefur mætt. „Það hefur tekið nokkra mánuði að smíða þennan skotpall,“ sagði Dempsey. Eldflaugaárás á hótel í Bagdad Wolfowitz var meðal gesta en sakaði ekki Bagdad. AFP. Paul Wolfowitz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.