Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR | VESTURLAND Akranesi | Undanfarin misseri hafa margar nýbyggingar risið á Akra- nesi og sér ekki fyrir endann í þeim efnum. Flatahverfið við Steinstaði er nýjasta byggingarsvæðið á Akranesi en ekki eru mörg ár síðan Akurnes- ingar töldu að Steinstaðir væru „langt út í sveit“. Undanfarna daga hafa starfsmenn Skóflunnar rifið niður útihús við Steinstaði enda „barn síns tíma“ og munu nýbyggingar rísa á þessu svæði á næstunni, en nú þegar eru margir íbúar fluttir í nýbyggingar í Flatahverfinu. Það hefur verið vinsælt í gegnum árin hjá yngri bæjarbúum að gefa hestunum við Steinstaði brauð og annað góðgæti, auk þess sem lömbin við Steinstaði hafa skreytt bæjarlífið á vorin. En nú hafa hestarnir og ærnar verið flutt um set og þurfa bæjarbúar að leita út fyrir bæjar- mörkin ætli þeir sér að njóta hinnar sönnu sveitasælu – sem er ekki leng- ur til staðar í „miðbæ“ Akraness. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Undanfarin misseri hafa margar nýbyggingar risið á Akranesi og sér ekki fyrir endann í þeim efnum en útihúsin við Steinstaði voru rifin á dögunum. Útihúsin við Steinstaði rifin SKRÁNING í KappAbel- stærðfræðikeppnina fyrir nem- endur í 9. bekk stendur yfir til 1. nóvember, en gert er ráð fyrir að allir bekkir, sem skrái sig, taki þátt í 1. og 2. lotu. Þemað að þessu sinni er stærðfræði og tónlist, en í fyrra var þemað stærðfræði og tækni og skráðu sig þá nær 50 bekkir eða um 1.000 nemendur. KappAbel-stærðfræðikeppninni er ætlað að vekja og auka áhuga allra unglinga á stærðfræði og leyfa þeim að fást við hvetjandi verkefni. Nemendur fá að sjá að stærðfræði er meira en rétt svör. Hún gefur kost á að uppgötva, beita hugkvæmni, undrast og vinna saman. Athygli er sérstaklega beint að stærðfræðikennslunni og að liðsinna kennurum við að skapa góðar umræður um stærð- fræðiverkefnin og taka eftir því hve víða stærðfræði skiptir máli. Þar gegnir svokallað bekkjarverk- efni mikilvægu hlutverki. Það er þemaverkefni um tengsl stærð- fræði við mismunandi svið. Keppnin skiptist í nokkrar lotur. Í október skrá bekkir sig til leiks. Í nóvember er 1. lota. Bekkurinn glímir saman við verkefnin í hóp- um og bæði reynir á hugkvæmni og rökstuðning því að bekkurinn þarf að komast að samkomulagi um lausnir. Í janúar er 2. lota sem er af sama toga. Eftir þessar lotur er ljóst hvaða bekkir geta tekið þátt í undan-úrslitum, þar sem tveir piltar og tvær stúlkur keppa fyrir hönd bekkjarins. Til þess þurfa bekkirnir þó að skila bekkj- arverkefni í mars. Margir bekkir hefja vinnuna við bekkjarverkefnið talsvert fyrir jól og þeir bekkir sem ekki ná í undanúrslit geta engu að síður tekið þátt í keppni um sérstök verðlaun fyrir bekkjar- verkefnið. Undanúrslit fara fram í apríl og sýning á bekkjarverk- efnum. Lokakeppni er síðan í kjöl- farið og er haldin í bíósal þar sem gestir fá einnig að spreyta sig á verkefnunum. Keppni milli bekkja Anna Kristjánsdóttir, for- stöðumaður KappApel á Íslandi, segir að það einkenni KappAbel að ekki sé um keppni milli ein- staklinga að ræða heldur bekkja. Þess vegna fái rökstuðningur og samvinna meira vægi en í venju- legri keppni en æfing í því skipti verulegu máli fyrir þá sem nota stærðfræði af ýmsum toga. Nem- endur fari ekki burt úr skólanum til að taka þátt í keppninni heldur geri það inni í kennslustundum hjá stærðfræðikennaranum sínum og þannig hafa verkefnin áhrif á kennsluna á víðtækari hátt. Gegn- um vinnu við bekkjarverkefnið o.fl. sé stærðfræðin sýnilegri í skólunum. Formið á keppninni sé einfalt því að vefur geymi verkefni, skráningu og skil bekkj- anna. KappAbel-keppnin hefur verið með ofan- greindu sniði í Noregi í fjögur ár og notið mikilla vinsælda innan skólanna, að sögn Önnu. Fyrir tveimur árum tóku Íslendingar í fyrsta sinn þátt í KappAbel. Rúm- lega tuttugu bekkir luku 1. og 2. lotu. Þar sigraði 9. bekkur F í Digranesskóla og sendi fulltrúa sína til undanúrslita í Noregi. Þótt öllum Norðurlöndunum hefði verið boðið að taka þannig þátt var ís- lenska liðið hið eina sem náði svo langt, en liðið náði 2. sæti í undan- úrslitum. Íslendingarnir voru gest- ir og tóku því ekki þátt í loka- keppninni en fengu myndarleg verðlaun og mjög góðan dóm um bekkjarverkefnið sem var til sýnis í Bókasafni Kópavogs eftir að heim kom. Skólaárið 2002–2003 luku 38 bekkir 1. og 2. lotu og 20 bekkir tóku þátt í undanúrslitum og loka- keppni í Reykjavík í apríl. 11 bekk- ir luku bekkjarverkefninu en bekk- ir, sem ekki náðu tilskildum stigum til að taka þátt í undanúrslitum, voru einnig hvattir til að taka þátt í bekkjarverkefninu. Hátíðin fór fram 3. og 4. apríl og hófst með opnun sýningar á bekkj- arverkefnunum á Reykjavíkurtorgi Borgarbókasafns Reykjavíkur. Bekkjarverkefnin fjölluðu um ým- iss konar tengsl stærðfræði og tækni og voru mjög fjölbreytt. Auk sýningarmuna skilaði hver bekkur bæði faglegri skýrslu um verkefnið og framvinduskýrslu. Síðar sama dag kynntu nemendur verkefni sín hver fyrir öðrum og fyr- ir dómurum, en verk- efnin voru nýting á jarðhitavatni, turnarnir í Malasíu, sími, sam- band hraðaaukningar og halla, göngubrú yfir Eyvindará, far- artæki, gosið á Heimaey, pýramíd- ar, nýr skóli og viðbygging, stað- setningartæki og þróun þeirra, breyttir jeppar, ræstitækni og reiðhjól og Keopspýramídinn. Lokaúrslitin fóru fram í Há- skólabíói. Þar kepptu fulltrúar bekkjanna frá Hlíðaskóla í Reykja- vík, Oddeyrarskóla á Akureyri og Varmárskóla í Mosfellsbæ. Full- trúarnir frá Hlíðaskóla fóru með sigur af hólmi, en svo jöfn var keppnin milli þeirra og Varmár- skóla að nýta varð bæði aukaverk- efnin sem gerð höfðu verið til ör- yggis. Auk sigurverðlauna hlutu fulltrúar bekkjarins ferð á Norð- urlandakeppnina í Arendal í Nor- egi. Varmárskóli og Oddeyrarskóli hlutu einnig góðar viðurkenningar og Oddeyrarskóli jafnframt við- urkenningu fyrir besta bekkjar- verkefnið. Barnaskóli Vest- mannaeyja hlaut viðurkenningu fyrir bekkjarverkefni sitt innan þess hóps sem ekki tók þátt í und- anúrslitum. Fyrsta Norðurlandakeppnin Fyrsta Norðurlandakeppni KappAbel var haldin í Arendal í Noregi dagana 18.–19. september 2003. Þar mættust fjögur lið; frá Danmörku, Íslandi, Noregi og Sví- þjóð, en Finnland var ekki með í þetta fyrsta skipti. Íslensku full- trúarnir höfnuðu þar í þriðja sæti á eftir Svíum og Dönum en ofar Norðmönnum. Auk þess að sigra í keppninni fékk sænska liðið einnig viðurkenningu fyrir bekkjarverk- efnið sitt. Anna segir að keppnin hafi vakið sívaxandi athygli á Norðurlöndum og reyndar víðar í Evrópu. Sum- arið 2004 verður Norðurlanda- keppnin haldin á Heimsþingi um stærðfræðimenntun, en það halda Norðurlöndin í sameiningu í Kaup- mannahöfn dagana 4.–11. júlí. Bú- ist er við mikilli þátttöku á heims- þingið og það mun vekja verulega athygli. Með því að láta lokaúrslit KappAbel vera þar vilja Norð- urlöndin sýna gott dæmi um áherslur í stærðfræðikennslu og hvernig hægt er að hvetja alla unglinga og leyfa þeim að sýna hvað í þeim býr. Upplýsingar um keppnina og verkefni er að finna á vefnum http://staerdfraedin-hrifur.khi.is. Stærðfræði og tónlist þema KappAbel- stærðfræðikeppninnar Stærðfræðiverkefnin eru verkleg og reyna á samvinnu nemenda. Ljósmynd/Anna Kristjánsdóttir Eitt verkefnanna um stærðfræði og tækni fjallaði um nýtingu jarðvarma. Bekkjaverk- efni gegna mikilvægu hlutverki Borgarnesi | Þemadagar um holl- ustu og heilbrigða lífshætti hófust á yngsta stigi í Grunnskólanum með því að Solla stirða úr Latabæ kom í heimsókn. Hún ávarpaði nemendur í 1.–4. bekk, söng og gerði nokkrar léttar æfingar með þeim. Innlegg Sollu var síðan notað sem kveikja að verkefnum og voru búnar til klippimyndir af Sollu og skráðar niður málsgreinar sem hafðar voru eftir henni. Útibú Búnaðarbankans í Borgarnesi styrkti heimsókn Sollu í skólann. Morgunblaðið/Guðrún Vala Léttar æfingar með Sollu stirðu Búðardal | Vetrarstarf er komið af stað hjá eldri borgurum í Dalabyggð. Tvisvar í viku er boðið upp á bæði föndur og leikfimi á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsd. Félagsstarf eldri borgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.