Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 11 Það ríkti mikil spenna og eftirvæntingvið opnun Menningarmiðstöðvarinnará Hellnum sl. laugardag. Menn höfðulagt nótt við nýtan dag til að hafa húsið tilbúið á réttum tíma svo hægt væri að opna fyrsta áfanga Menningarmiðstöðvarinnar, sem hýsa mun gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjök- uls, upplýsingamiðstöð, ferðaþjónustu á Helln- um, minjagripaverslun, fræðslusal, sýningarsal og veitingasal í komandi framtíð. Opnað var með ljósmyndasýningunni „Undir Jökli“ en á henni eru stækkaðar myndir sem teknar voru á svæðinu undir Jökli af Þorsteini Jósepssyni, Páli Jónssyni og Stefáni Nikulássyni frá 1938 til 1950, að viðstöddu fjölmenni. Auk þess voru sýndar tálgaðar styttur eftir Guðjón R. Sigurðsson og fuglar eftir Ágúst Jóhannsson. Menning og fræðsla í samvinnu Menningarmiðstöðin er hluti af samstarfs- verkefni sem Þorsteinn Jónsson og norsku fram- kvæmdamennirnir Jörn Wagenius og Tor Ödegaard standa að á Hellnum. Sagði Þorsteinn að verkið hefði verið lengi í þróun og að fyrir sex mánuðum hefðu verið gripahús þar sem menn stæðu nú í nýrri Menningarmiðstöð. Þakkaði hann öllum sem að verkinu hafa komið, þó eink- um Jóni Pétri Líndal verktaka og Katli Sig- urjónssyni byggingastjóra og þeirra starfs- mönnum. Jafnframt þakkað hann hjónunum Guðrúnu og Guðlaugi Bergmann fyrir dyggan stuðning í gegnum allt framkvæmdaferlið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, sagðist fagna þessari byggingu mjög. Sagði hann að hér kæmi greinilega fram hversu vel færu saman menn- ingarverðmætin sem sjá mætti á ljósmyndasýn- ingunni og upplýsingar og þjónusta við ferða- menn sem yrði í gestastofu þjóðgarðs. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneyt- isins, bar kveðjur frá Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra sem ekki gat verið viðstödd. Sagði hann að menn hefðu rætt um stofnun þjóð- garðs við Snæfellsjökul allt frá árinu 1972 en frá þeim tíma og þar til hann var formlega opnaður hefðu liðið tæp 30 ár. Davíð Egilson, forstöðumaður Umhverf- isstofnunar, vitnaði í Nóbelsskáldið Halldór Kilj- an Laxness vegna nálægðar við Jökulinn þar sem fegurðin ein ríkir ofar hverri kröfu og sagði að menn hefðu til skamms tíma tengt fegurð náttúrunnar við það hversu miklu hún skilaði af sér í fæðuöflun. Nú væri öldin önnur og menn mætu náttúruna út frá þeirri upplifun sem þeir yrðu fyrir í henni og jafnframt af þeirri fræðslu sem þeir fengju um hana. Davíð bent á að í ferða- bók Eggerts og Bjarna hefði verið talað um Hellna sem stærstu verstöð sunnan undir Jökli, en í þeirri sýn sem hann sjálfur hefði sæi hann fyrir sér að eftir tíu ár yrði talað um Hellna sem stærsta ferðaþjónustukjarna sunnan undir Jökli. Sem fyrr segir koma Norðmenn að samstarfs- verkefni um frekari uppbyggingu á vistvænni frístundabyggð á Hellnum. Jörn Wagenius sagði að hlutirnir gerðust mjög hratt því fyrir sex mánuðum hefðu þeir félagar komið til Íslands í fyrsta skipti á ævinni en nú væru þeir búnir að þróa hugmyndir að verulegri uppbyggingu þar sem áhersla væri lögð á metnað til að hafa allt framkvæmdaferlið í háum gæðaflokki og glæsi- leika með því að hafa hönnun og skipulag frí- stundabyggðarinnar í anda þæginda og feg- urðar. Þorpshverfið sem þeir hyggjast reisa verður byggt til að svara nútímaþörfum en yfirbragð þess mun mynda tengingu við liðna tíð og gamla handverkshefð. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði ákveðin hús sem gegna sérstöku hlutverki eins og samkomuhús (black box theater), Hótel Hellnar, ráðstefnuhús, veitingahús, kaffistofa, vertshús, krambúð, konditorí, gallerí, antík- verslun, spádómshús, handverkshús og snikk- arahús, auk íbúðarhúsa og frístundahúsa. Norðurlandahverfi, golfvöllur og safnamiðstöð Í skipulagi þorpshverfisins er gert ráð fyrir því að Norðurlöndin sjö eigi sér menningarhús sem verði rekin sem gestastofur. Sú hugmynd kemur hvorki frá Þorsteini né Norðmönnunum, heldur rakst Þorsteinn á þennan draum konu sem bjó í Beruvík fyrir um 100 árum sem sá þessa draumsýn fyrir sér. Jafnframt sá hún fyrir sér að húsin yrðu nokkurs konar friðarmiðstöð. Á landi Laugarbrekku sem liggur að landi Hellisvalla ehf. er fyrirhugaður 9 holu golfvöllur með golfskála í landi Hellisvalla. Í Safnamiðstöð sem tengjast mun Menningarmiðstöðinni er gert ráð fyrir sögusafni, safni um víkinga, landnám og landafundi enda Hellnar fæðingarstaður Guð- ríðar Þorbjarnardóttir sem talið er að hafi fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku. Jafnframt verður þar safn um Íslendingasögurnar, sögu Snæfellsness, Jules Verne-stofa og eldfjallasafn. Menningarmiðstöð á Hellnum vígð Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Styttan Sólris eftir Sæmund Valdimarsson er tákn Menningarmiðstöðvarinnar á Hellnum, en hún sést fyrir aftan gesti á myndinni til vinstri. Til hægri eru Jörn Wagenius, Þorsteinn Jónsson og Tor Ödegaard sem hyggjast byggja meiriháttar frístundabyggð á Hellnum. Fyrir sex mánuðum var gripahús á staðnum  Norðurlöndin eigi sér menn- ingarhús í fyrirhuguðu þorpshverfi  Margs verður minnst í Safnamiðstöð  VERKTAKI við byggingu Menningar- miðstöðvarinnar á Hellnum er Jón Pétur Líndal. Réð hann strax í upphafi Ketil Sig- urjónsson húsasmíðameistara sem bygg- ingastjóra hússins, en Ketill er búsettur á Hellnum. Verkið hefur farið í gegnum ótal flókin ferli, því í upphafi var fyrirhugað að endurbyggja gömlu útihúsin á Laug- arbrekku sem safnahús. Í ljós kom að þau hefðu ekki staðist byggingarreglur svo hús- in voru rifin og ný hús byggð á sama grunni. Jón Pétur sagði að þeir hefðu þurft að komast yfir ótal hindranir á byggingartím- anum og að tæpt hefði verið að fyrsti áfangi væri tilbúinn á réttum tíma. Eftirminnilegast væri honum þó að kvöldið fyrir opnun hefði hluti af styttunni Sólrisi fallið ofan á höfuðið á honum svo úr varð stór skurður. Kom sér þá vel að Sveinbjörg, eiginkona bygg- ingastjórans, er hjúkrunarkona og gat saumað sárið saman. Menningarmiðstöðin á Hellnum er stærsta bygging sem Ketill hefur verið meistari að og sagði hann að það hefði verið dálítið sérkennilegt að byggja húsið of- an á formi gamals húss. Lítið hefði verið sofið síðustu vikuna fyrir opnun, en Þorsteinn Jónsson hafði í ræðu sinni einmitt þakkað Katli sérstaklega fyrir það Grettistak sem hann hafði lyft til að hafa allt tilbúið á tíma. Þeir sáu um framkvæmdina Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Jón Pétur Líndal verktaki og Ketill Sig- urjónsson, byggingastjóri Menningar- miðstöðvarinnar á Hellnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.