Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 13 BLEIKT með glimmeri, blátt, grænt,fjólublátt eða rautt. Nú er hægtað fá hlustarstykki í heyrnartækií mörgum mismunandi litum og mynstrum. Reyndar eru heyrnartækin sjálf orðin býsna litrík líka. Það eru tannsmiðir sem smíða hlust- arstykki í heyrnartæki hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands (HTÍ), enda eru smíði tanna og hlustarstykkja sambærileg störf, þar sem hvort tveggja er smíðað eftir móti og plastefni notuð. Margrét Frímannsdóttir tannsmiður starfar hjá HTÍ og hefur gert hugmyndir sínar um skrautlegri heyrnartæki fyrir krakka að veruleika, en það eru enn sem komið er aðallega börnin sem vilja hafa heyrnartækin sín litrík. „Þegar ég byrjaði var til rautt og blátt hlustarstykki en ég fór að prófa mig áfram með fleiri liti og skraut,“ segir föndrarinn Margrét, sem seg- ist alltaf hugsa um hvað hún geti notað í hlust- arstykkin þegar hún kemur inn í föndurbúðir. „Þetta er allt vegna þess hvað ég er glysgjörn sjálf,“ segir hún brosandi. Hlustarstykkin eru í öllum regnbogans litum og á þau hefur Margrét málað örsmá- ar myndir af jarðarberjum eða fuglum og límt glimmer eða litla glitsteina. Þetta vek- ur mikla lukku hjá krökkunum sem setja líka fram sínar eigin óskir. Nýlega bjó Mar- grét t.d. til hlustarstykki fyrir strák sem er mikill stuðningsmaður íþróttafélagsins Fjölnis og stykkið var þá að sjálfsögðu í Fjölnislitunum, gulum og bláum. Margrét komst sjálf að því fyrir tilviljun að tannsmiðir fengjust líka við hlust- arstykkjasmíði en hún hóf störf hjá HTÍ fyr- ir tveimur árum en starfaði þar áður sem tannsmiður frá árinu 1998. Margrét segist hafa miklu meira gaman af vinnunni þegar hún fær svona útrás fyrir sköpunargáfuna við smíði litríkra hlustarstykkja. Flott að nota heyrnartæki Guðrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri HTÍ, segir mikilvægt að krökkum séu ekki send þau skilaboð að það sé ófínt að vera með heyrnartæki. Foreldrar hafi stundum fordóma og vilji láta sem minnst bera á heyrnartæki barna sinna, velji bara gamla glæra og brúna tækið en hafni t.d. skær- rauða tækinu með gula hlustarstykkinu og mynd af jarðarberi. Að mati Guðrúnar eiga börnin frekar að fá að velja lit eftir eigin höfði, vera áberandi ef þau vilja, og leggja þannig sitt af mörkum til að útrýma for- dómum í samfélaginu. „Ég veit til þess að heyrnarskertir bræður vöktu mikla athygli fyrir skrautleg heyrnartæki og krakkarnir á leikskólanum fóru að kvarta um versn- andi heyrn af því að þá langaði í heyrn- artæki,“ segir hún og hlær. Hún segir að gera megi ráð fyrir að 5% þjóðarinnar þurfi á heyrnartæki að halda, en margir veigri sér við því að fá sér eitt slíkt af því að það þyki ekki flott. „Nú eru gleraugu orðin tískuvara en einu sinni þótti alls ekki fínt að þurfa að nota gleraugu. Af hverju ætti ekki líka að vera flott að nota heyrnartæki?“ spyr hún. Að hennar mati er viðhorfsbreyting í þessum efnum nauðsynleg þar sem heyrn- arskerðing geti verið alvarlegri en sjón- skerðing þar sem heyrnarskertum er hætt- ara við að einangrast. Því geta heyrnartæki ráðið bót á. Heyrnartæki eru þrenns konar, þ.e. svokölluð bak við eyra, allt í eyra og inn í eyra tæki. Hin fyrstnefndu eru sterkari en tækin sem eru inni í eyranu. Því verr sem maður heyrir, því síður er hægt að nota þau síðarnefndu, en þau eru þó algengari hér á landi. Guðrún segir að mikil breyting hafi orðið á heyrnartækjum á síðustu árum. Þau eru nú orðin stafræn og gera greinarmun á tal- máli og umhverfishljóðum. Gömlu heyrn- artækin mögnuðu allt hljóð og skarkali varð stundum vandamál en úr því hefur dregið verulega, að hennar sögn. Danir standa fremst í framleiðslu heyrnartækja í heim- inum og frá þeim streyma nú heyrnartæki í öllum regnbogans litum þar sem markmiðið er að notandinn eigi ekki að fela heyrn- artækið heldur þvert á móti láta bera á því.  HEYRN | Verða heyrnartæki tískuvara líkt og gleraugu, sem áður töldust ekki þessleg? Hlustarstykki í öllum regnbogans litum Litagleði: Eydís Lilja Eysteinsdóttir 10 ára er ánægð með úrvalið af hlustarstykkjum og valdi sér bleikt með glimmeri. Morgunblaðið/Ásdís Hugmyndir um skrautleg heyrnartæki gerðar að veruleika: Margrét Frímannsdóttir tann- smiður og Guðrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Flott: Hlustarstykkið er bleikt með glimmeri en heyrnartækið er í gamla brúna litnum. Það er þó hægt að fá í ýmsum litum núorðið. Krakkarnir á leik- skólanum fóru að kvarta um versn- andi heyrn af því að þá langaði í heyrnartæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.