Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóakim Arasonfæddist í Selja- landi í Gufudals- sveit í Austur- Barðastrandarsýslu 28. maí 1917. Hann lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 21. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Vigdís Sigurðardóttir frá Múlakoti við Þorskafjörð, f. 1. ágúst 1876, d. 26. mars 1951, og Ari Þórðarson frá Kletti í Kollafirði, f. 2. október 1868, d. 26. nóvember 1921. Jóakim átti sex systkini, tvö af þeim lifa bróður sinn. Þau eru Þórður Jóhannes, f. 30. septem- búðum í Þorskafirði til bróður hennar Kristjáns og konu hans Sesselju Einarsdóttur. Jóakim stundaði hefðbundin landbúnaðarstörf í Seljalandi, en flutti síðan með móður sinni að Múla í Kollafirði árið 1948, en þangað var Jóhannes bróðir hans þá fluttur og áttu þeir þá jörð til 1983. Upp úr 1950 flytur hann til Reykjavíkur. Stundar þar ýmis störf, fiskvinnslu, byggingar- störf og búskap í nágrenni borg- arinnar. Árið 1980 tók hann sig upp flytur vestur að Kletti í Kollafirði og býr þar til 1983 og í Múla í Kollafirði frá 1983–1984. Þá flytur hann að Litlu-Völlum í Garðabæ og átti þar heima til æviloka. En dvaldi öll sumur í Seljalandi á meðan heilsan leyfði. Vann við endurbætur á gamla húsinu, hélt vel við girð- ingum og stundaði trjárækt. Útför Jóakims verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ber 1913, og Arnfríð- ur, f. 24. júní 1920. Hin voru Sigríður Jó- hanna, f. 20. júní 1909, d. 25. júlí 1986, Elías Ísleifur, f. 4. júlí 1910, d. 20. júlí 1934, Guðmundur Guðbrandur, f. 6. september 1911, d. 28. maí 1989, og Ólöf Sigríður, f. 14. maí 1916, d. 13. apríl 1931. Jóakim ólst upp í Seljalandi. Faðir hans lést frá stórum barnahópi er Jóakim var aðeins fjögurra ára gamall. Móðir hans hélt áfram búskap með aðstoð barna sinna, en yngsta barnið, Arnfríður, fór í fóstur að Kolla- Jóakim Arason var sonur hjónanna Vigdísar Sigurðardóttur frá Múlakoti í Þorskafirði og Ara Þórðarsonar frá Kletti í Kollafirði, en þau höfðu þá nýlega hafið bú- skap á þessu eyðibýli þarna í tung- unni á milli ánna. Það var ekki bjart framundan hjá þeim en allt gekk þetta þó sæmilega. Jóakim, eða Kimi eins og við kölluðum hann, var næstyngsta barn þeirra hjóna. Hann ólst upp í Seljalandi til fullorðinsára eða öll sín bernsku- og æskuár framyfir tvítugt. Hann vann algeng sveita- störf eins og kraftar leyfðu. Hugur hans var snemma hneigður til sauð- fjárbúskapar og var hann liðtækur á því sviði, en hann átti við heilsu- leysi að stríða á yngri árum og þjáðist af beinkröm. Hann átti lengi í þeim sjúkdómi, þetta var lít- ið þekkt í þá daga, bara kallaður aumingjaskapur. Eldri systkini hans hafa ef til vill strítt honum með því að hann væri lítill og visinn og mætti ef til vill flokka þetta und- ir systkinaerjur. Hann átti heima í Seljalandi langt framyfir fullorðinsár og bjó með móður sinni síðari árin. Síðar fór hann í samvinnubúskap með mér í Múla í sömu sveit og var þar í nokkur ár. Okkur kom venjulega vel saman frá því að við vorum krakkaunglingar og sátum yfir án- um á sumrin. Svo hleypti hann heimdraganum og fór til Reykjavíkur á vit æv- intýranna. Þar keypti hann sum- arhús ásamt landspildu við Rauða- vatn. Hann stækkaði svo sumarhúsið allmikið og gat tekið á móti ættingjum og vinum í mörg ár. Þar hafði hann svínabúskap og síðar hænsnabúskap. Hann mun ekki hafa haft mikið upp úr þeim rekstri, eftir því sem hann sagði mér síðar meir. Svo hætti hann þessum svína- og hænsnabúskap og leigði húsið hestamönnum, en stundaði sjálfur ýmsa vinnu hér og þar. Svo seldi hann þessa fasteign, en hélt eftir landspildu í Norðlinga- holti. Árið 1980 flutti hann aftur vestur og hóf búskap á Kletti í Kollafirði. Hann keypti góðan bústofn af bónda sem var að hætta búskap. Þarna bjó hann í þrjú ár. Svo seldi hann allt saman, skepnur og vélar og flutti suður, keypti lítið hús í Garðabæ og bjó þar síðan og kunni vel við sig að mér hefur skilist af honum. En það var fleira sem hann átti í sínum draumaheimi. Hann sagði mér oft frá því að hann dreymdi að hann sæi mörg skær ljós í Selja- landi. Ég var ekki trúaður á þetta, taldi það hugaróra. En svo fyrir nokkrum árum tók hann sig til og lagði raflínu frá endastöð sveitalín- unnar að Seljandi og var þar yfir á að fara. Þetta var kostnaðarsamt en þetta var hans draumur, og þess vegna fór hann út í þetta. Nú eru þar góð ljós og hiti í þeim tveimur sumarhúsum sem þar eru. Ég vona að þau verði fleiri húsin með tím- anum. Hin síðari ár fór heilsu hans heldur hrakandi og kom að því að hann treysti sér ekki til að heim- sækja sínar æskustöðvar. Fyrir nokkru taldi hann sig vera kominn á leiðarenda og fór með erindi úr kvæði eftir Örn Arnarson: Nú er ég aldinn að árum um sig meinin grafa senn er sólarlag svíður í gömlum sárum samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Syrtir að nóttu til sængur er mál að ganga sæt mun hvíldin eftir vegferð langa þá vildi ég að þú móðir mín og mildin þín svæfði mig svefninum langa. Ég vil svo að lokum þakka hon- um fyrir gott samstarf og góð kynni og óska honum góðrar ferð- ar. Að lokum vil ég kveðja hann með þessum ljóðlínum Sigurðar frá Arnarvatni: Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Jóhannes Arason. Hann Jóakim frændi er látinn. Það kom mér kannski ekki á óvart, hann var orðinn heilsulítill og hon- um hafði farið mikið aftur síðast- liðin 2–3 ár, en samt er það svo óraunverulegt. Hann hafði alltaf verið til staðar og til hans gat ég leitað, hvort sem það var í Selja- landi eða að Litlu-Völlum og við ræddum um heima og geima og yf- irleitt á léttu nótunum. Ég man fyrst eftir Kima (eins og við kölluðum hann) þegar ég var lítill strákur heima í Múla og Kimi var væntanlegur að sunnan. Hann kom alltaf á vorin um leið og veg- urinn vestur opnaðist. Þetta var mikið tilhlökkunarefni hjá okkur bræðrunum er við vissum að hans væri von á Willisjeppanum. Hann kom með vorið að ég held. Seinna unnum við saman við ýmis störf og lærði ég margt af honum, þá einna helst að reyna að sjá björtu og ekki síður spaugilegu hliðina á málun- um, öll él styttir upp um síðir. Já, það var ótal margt sem við gátum rætt um, en ef til vill mest um eitt aðaláhugamál okkar beggja, sem var Seljaland. Þar lágu rætur okk- ar beggja. Þar var hugur hans, þar ólst hann upp, ekki við ríkidæmi, og ef til vill ekki alltaf gnægð mat- ar, en samt nóg til að hann og systkini hans komust af. Þarna var hann öll sumur á sínum efri árum á meðan heilsan leyfði, dyttaði að gamla húsinu, girðingunni um- hverfis túnið og setti niður trjá- plöntur. Ekki má gleyma því er hann lét leggja rafmagn í Seljaland svo þar mætti sjá bjart ljós á glugga. Kimi minn, það var tómlegt að sjá ekkert ljós í efra er ég kom í Seljaland og ekkert vatn á brús- anum og neskaffi á borðinu ásamt meðlæti, en ég og fjölskylda mín, við verðum þarna áfram og reynum að halda verkinu áfram með góðra manna hjálp. Við vitum að þú að- stoðar okkur ef það er hægt, ann- ars hittumst við á hinum miklu veiðilendum og höldum áfram þar sem frá var horfið og gerum eitt- hvað skemmtilegt. Þangað til, vertu sæll og takk fyrir samveruna. Ari Óskar Jóhannesson og fjölskylda. Elsku Jóakim, bróðir og frændi, hafðu þökk fyrir allan þann stuðn- ing og ástúð sem þú hefur sýnt okkur alla tíð. „Því að hvað er það að deyja ann- að en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Spámaðurinn) Arnfríður og Guðný. Mig langar að minnast hér í fá- einum orðum Jóakims móðurbróð- ur míns sem var minn uppáhalds- frændi og stór hluti af mínu lífi fyrstu fimm árin en þá bjuggum við í Reykjavík. Eftir að við fluttum út á land sá ég hann sjaldnar en alltaf var það tilhlökkunarefni að vita að hann væri á leiðinni. Jóakim var mjög skemmtilegur frændi sem gaf sér alltaf tíma til að leika við mig, tala og svo stríddi hann manni góð- látlega. Hann sagði margar skemmtilegar sögur og setti sig sjálfan oft í aðalhlutverkið. Þegar hann kom í heimsókn var mikið hlegið og talað oft fram á nótt. Eitt fannst Jóakim óskaplega gaman og það var að spila á spil og honum fannst litla frænka sín ekki sverja sig í ættina að vilja ekki spila en ég fékk snemma ofnæmi fyrir því og segir það svolítið um hversu oft var spilað heima hjá mér. Ekki var nú alltaf samkomulag um spila- mennskuna og var þá oft skipst á skoðunum en svo var hlegið inni- lega á eftir. Mamma mín og Jóakim voru yngst í systkinahópnum en mamma var alin upp annars staðar og kynntust þau ekki að ráði fyrr en þau voru orðin uppkomin en alla tíð síðan hafa þau verið bestu systkin og leituðu ætíð hvort til annars ef hjálpar þurfti við. Þá var mjög gott vináttusamband á milli Guðnýjar systur minnar, Jóns manns hennar og Jóakims sem byrjaði er þessir aðilar voru búsett- ir í Reykjavík og leituðu ættar- og vináttubanda. Það voru fastir liðir að hittast á sunnudögum, á jólum, í matarboðum og spilamennsku. Einnig ef eitthvað þurfti að gera eins og reisa hús utan um annað hús. Þá var mikið kapp í mönnum og þurfti Guðný að forða sér á hlaupum út úr eldra húsinu með uppvaskið í bala áður en þakið hrundi. Jóakim kom sér oft í smá- vandræði en komst úr þeim á gam- ansaman hátt til dæmis að verða svo til bensínlaus en keyra samt fram hjá Shell því að það voru ekki hans menn og hafa það samt af að komast á Essostöð. Jóakim hafði gaman af að tala létt við fólk og sérstaklega konur. Eftir að ég varð eldri og hann hitti vinkonur mínar og fór að stríða þeim sagði ég stundum að ég bara þekkti ekkert þennan mann og þá leit Jóakim til mín með glettnis- glampa í augum. Ég gæti haldið endalaust áfram og sagt margar sögur af ýmsum uppákomum og at- burðum sem ég og aðrir höfum heyrt eða orðið vitni að. En eitt vildi ég hafa fengið frá Jóakim og það eru hnyttin tilsvör og geta sagt skemmtilega frá, kannski sendir hann mér það hinum megin frá. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Jóakim frændi. Þín litla frænka Vigdís G. Sigvaldadóttir. JÓAKIM ARASON ✝ Jóhann Sigurðs-son frá Svanhól fæddist í Vestmanna- eyjum 30. júní 1930. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala háskólasjúkrahús hinn 17. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason frá Hlaðbæ og Þórdís Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ, bæði látin. Systkini Jóhanns eru fjögur. Þau eru: Bjarni Hilmir, Halla, Sigurður og Gunnar. Uppeldissyst- ir Jóhanns var Þórey Guðjóns, en hún er látin. þau eiga þrjá syni, Jóhann, Harald og Sindra Bachmann, og eitt barnabarn, Emblu Dögg. 3) Sig- urður Hilmir, kvæntur Guðbjörgu Guðjónsdóttur og eiga þau fjóra syni, Guðjón, Jóhann, Gunnar og Egil. Jóhann og Guðný bjuggu á Kirkjubæjarbraut 19 í Vestmanna- eyjum, fluttu til Reykjavíkur gos- árið 1973, að Ljósalandi 6, en fluttu í sumar sem leið að Furugrund 6 á Selfossi. Jóhann lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum í Vestmanna- eyjum og Skipstjóra- og stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Til ársins 1974 stundaði Jóhann sjó- mennsku, lengst af sem skipstjóri á sínum eigin bátum, vann í Straums- vík um nokkurra ára bil, hjá Sam- skipum sem stýrimaður á Mælifell- inu og síðar í landi til ársins 1994, er hann hætti vegna veikinda. Útför Jóhanns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hinn 6. júní 1953 kvæntist Jóhann eftir- lifandi konu sinni, Guðnýju Guðmunds- dóttur hárgreiðslu- konu, f. í Látrum í Að- alvík 18. júní 1932. Foreldrar hennar voru Bjarney Andrés- dóttir frá Lokinhömr- um í Dýrafirði og Guð- mundur Pálmason frá Rekavík bak Látrum. Börn Jóhanns og Guð- nýjar eru þrjú: 1) Þór- dís Bjarney, gift Helga Hermannssyni, þau eiga þrjú börn, Lilju, Jónas og Dav- íð, og eitt barnabarn, Amy. 2) Hrafnhildur, gift Ólafi Bachmann, Mig langar til, með fáum orðum, að minnast tengdaföður míns, Jó- hanns Sigurðssonar frá Svanhól í Vestmannaeyjum. Ég tengdist fjölskyldunni haustið 1971 en þar sem Hanni var sjómaður á þessum árum, þá kynntist ég honum ekki af alvöru fyrr en eftir gos. Eftir að við hjónin fluttum frá Vestmanna- eyjum á Selfoss 1979 voru Hanni og Guðný búin að búa í Reykjavík frá því um gos, og þá fór ég að kynnast tengdaforeldrum mínum fyrir alvöru. Við erum síðan búin að fara í margar útilegurnar sam- an og eiga ógleymanlegar stundir. Hanni var alveg frábær maður,og góður vinur. Hann var sérstaklega barngóður, og ef eitthvert barnið var óþægt, þá hótaði hann því góð- látlega að snúa því við í brókunum og þá hrópuðu hin börnin: „Já, gerðu það afi, gerðu það.“ Hanni og Guðný áttu yndislegt heimili í Ljósalandi 6 í Reykjavík og þar var oft margt um manninn og mik- ið spjallað um ættartengsl og fleira, en hann var mikið fyrir glens og átti oft mjög hnyttin svör. En það sem stendur upp úr eru þær mörgu ferðir og útilegur sem við fórum saman í á sumrin. Við höfum farið saman í ferðalög á hverju sumri frá því 1982 og höf- um átt yndislegar stundir saman. En ég held nú að eftirminnilegasta ferðin hafi verið á landsmót harm- onikuleikara sem haldið var á Siglufirði 1998. Það var ferð sem ég gleymi aldrei. Veðrið var frá- bært og félagsskapurinn góður. Nú í seinni tíð höfum við fest okk- ur niður á Flúðum og vorum með fellihýsin staðsett þar allt sumarið. Hanna og Guðnýju leið sérstak- lega vel þar, fóru oft í gufuna og göngutúra og á hverjum morgni fór Hanni upp í Grund og sótti Moggann sinn og keypti gjarnan snúða og annað bakkelsi með morgunkaffinu. Þegar Hanni varð sjötugur í júní 2000, þá héldum við upp á það á tjaldsvæðinu á Flúð- um og var þar margt um manninn og mikið sungið og trallað fram eftir nóttu. Það var svo í sumar sem þau ákváðu að söðla um og fluttu á Selfoss, en það varð til þess að þau fóru ekki í útilegu þetta sumarið, enda nóg að gera við að flytja og standsetja nýja íbúð. En nú er Hanni farinn í sitt síð- asta ferðalag og kemur ekki aftur, og það er mikil eftirsjá og sökn- uður að eins skemmtilegum og yndislegum manni eins og hann tengdapabbi var. Allir mínir kunningjar og vinir sem hafa verið með okkur í ferðum þessi ár og kynntust Hanna, eru mér örugglega sammála um að það er vandfundinn annar eins öðling- ur og gæðablóð sem Hanni var. Elsku besti tengdapabbi minn, ég kveð þig með söknuði en veit að þér líður vel hjá hinum Hæsta Höfuðsmið Himins og Jarðar. Elsku Guðný, tengdamamma mín, ég votta þér mína dýpstu samúð, en vita máttu að við tengdabörn þín og börn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þú eigir góð ár framundan. Ólafur Bachmann. ,,Hanni bróðir er dáinn.“ Það er undarlegt að standa í þessum sporum og segja þessi orð án þess að geta nokkuð gert við þeirri staðreynd að fastur liður í lífi okk- ar er genginn á vit eilífðarinnar burt frá hversdagsþrasinu. Og ein- hvern veginn eins og af sjálfu sér, þegar horft er til baka, þjóta fram óteljandi myndir af samvistum okkar við Hanna, af umhverfi okk- ar, ævintýrum, draumum og þrám. Það eru mikil hlunnindi í sporum sem þessum að eiga svo ríkulegar minningar um elskulegan bróður sem nú er farinn í sinn síðasta róð- ur og sigldur á ókunn mið. Í hinstu för er haldinn blíður bróðir á burt frá oss í drottins helga reit. En eftir eru ástvinirnir hljóðir og enginn þeirra framtíð sína veit. JÓHANN SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.