Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 21
Nú eftir sitja minningar í muna um marga leiki, bros og gleðifund. Horfin spor í hraungrýti og funa í huga sjást, við munum hverja stund. Þú leiddir oss að lífsins tæru lindum varst leiðtogi af mildi, hjart’ og sál. Við sjáum enn í hugans mörgu myndum þann mann sem aldrei þoldi spott né tál. Á sjóinn hélst og sigldir heill til hafnar og sýndir okkur hinum kraft og dug. Og létt á sá er lífsins gæsku safnar að láta frá sér allt af bljúgum hug. Nú komið er að kveðjustund að sinni, kærum bróður þökkum tryggð með sanni. Því vináttan var ljós á vegferð þinni, vinur mesti, elsku besti Hanni. (Arnar Einarsson.) Kveðja. Systkinin. Elsku afi. Það eru aðeins nokkr- ar vikur síðan öll fjölskyldan var samankomin á gleðistund þegar Amy var skírð. Þar lékstu á als oddi. Það var aldrei langt í grínið og glensið þar sem þú varst. Og nú ert þú ekki lengur með okkur, mikið eigum við eftir að sakna þín, elsku afi, og skondnu tilvitnananna þinna. Verst þykir mér að Amy á aldrei eftir að kynnast sínum ynd- islega langafa, það eru þó margar sögurnar sem ég get sagt henni síðar meir. Um heimsóknir okkar systkin- anna til ykkar ömmu í Ljósalandið, það voru ævintýraferðir og mikið hlökkuðum við alltaf til þessara heimsókna. Fyrst fórstu alltaf með okkur í bíltúr niður að Reykjavík- urhöfn til að skoða bátana, ég held að þú hafir þekkt þá alla með nafni. Mest þótti þér þó gaman að trillunum. Því næst var svo haldið niður að Tjörn og fuglunum gefið brauð, alltaf endaði ferðin með því að boðið var uppá ís sem þér fannst ekki síður góður en okkur börnunum (ef ekki bara betri). Minnisstæð er siglingin sem við fórum með þér þegar þú varst stýrimaður á Mælifellinu til nokk- urra landa í Evrópu. Þá eru ófáir bílarnir sem þú hefur lappað upp á fyrir okkur. Það eru svo margar ljúfar og góðar minningar sem eigum um þig og þær munum við varðveita í hjarta okkar. Elsku amma, megi Guð vera með þér og styrkja þig og okkur öll sem stóðum honum næst og unnum honum. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar frá Romano og Reginu í Hollandi. Hjartans þökk fyrir allt og Guð geymi þig. Þín Lilja. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 21 Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuðu okkur samúð og sýndu hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, Þ. RAGNARS JÓNASSONAR fræðimanns og fyrrv. bæjargjaldkera, Hlíðarvegi 27, Siglufirði. Guðrún Reykdal, Ólafur Ragnarsson, Elín Bergs, Jónas Ragnarsson, Katrín Guðjónsdóttir, Edda Ragnarsdóttir, Óskar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, áður Stórholti 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirju þriðjudaginn 28. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Áss í Hveragerði, s. 480 2000. Elísabet og Jódís Sigurðardætur, makar, börn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT EINARSDÓTTIR Dvalarheimilinu Höfða, áður Einigrund 28, Akranesi, lést föstudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 31. október kl. 14.00. Valgerður Guðleifsdóttir, Júlíus Heiðar, Einar Guðleifsson, Sigrún Rafnsdóttir, Sólrún Guðleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Laufey Stefáns-dóttir fæddist á Munkaþverá í Eyja- firði 5. desember 1912. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 20. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson bóndi, f. 19.3. 1866, d. 9.11. 1943, og kona hans Þóra Vilhjálmsdótt- ir húsfreyja, f. 6.6. 1873, d. 30.12. 1949. Systkini Laufeyjar eru: Þórey Sigríður, f. 20.7. 1911, d. 29.9. 1986, Sigríður, f. 5.12. 1912, d. 12.3. 1995, Vilhjálmur Jón, f. 22.5. 1917, d. 7.9. 1924, og Jón Kristinn, f. 29.10. 1919. 1950, búsett í Hafnarfirði, gift Sigurði G. Jósafatssyni. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 5) Sigríður, f. 4.7. 1955, búsett í Hafnarfirði. Hún á þrjú börn. Sambýlismaður hennar er Tryggvi K. Ragnarsson. Laufey stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík í einn vet- ur. Hún var í Hússtjórnarskól- anum á Ísafirði veturinn 1934–1935. Fyrir giftingu vann hún við bústörf á heimili foreldra sinna á Munkaþverá. Á Akureyri starfaði hún um skeið á Hótel Gullfossi. Þá vann hún á sauma- stofu Gefjunar á Akureyri í nokkur ár. Laufey tók mikinn þátt í félagsstörfum. Hún var stofnfélagi í kvenfélaginu Voröld í Öngulsstaðahreppi og var gerð að heiðursfélaga þar árið 1983. Þá gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn á Ak- ureyri. Útför Laufeyjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Laufey giftist 26.12. 1936 Baldri Ei- ríkssyni, f. 23.12. 1910, d. 16.11. 1994. Börn Laufeyjar og Baldurs eru: 1) Vil- hjálmur Heimir, f. 21.6. 1939, búsettur í Garðabæ, kvæntur Guðrúnu Haralds- dóttur. Þau eiga fjög- ur börn og átta barnabörn. 2) Stefán Eiríkur, f. 2.5. 1944, búsettur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Sigríður V. Jó- hannesdóttir. 3) Þóra Sigríður, f. 5.3. 1947, búsett í Hafnarfirði, gift Gunnari Baldurssyni. Þau eiga þrjú börn og fjögur barna- börn. 4) Ingigerður, f. 19.11. Ein af fyrstu minningum mínum er frá brúðkaupi í Munkaþverárkirkju á jólunum 1936. Þessi minning er mjög skýr í huga mér. Ungur maður og ung stúlka standa fyrir framan alt- arið og snúa sér að prestinum, taka svo allt í einu upp á því að krjúpa fyrir framan hann, mér til mikillar undr- unar, standa síðan á fætur og snúa sér að kirkjugestum. Þau eru fríð sýnum, hann grannur og dökkhærð- ur, hún líka grannvaxin með geislandi bros í bláum kjól. Þetta eru brúðhjón- in Baldur Eiríksson og frænka mín Laufey Stefánsdóttir frá Munka- þverá, Lulla, eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni. Lulla var ná- tengd lífi mínu frá fyrstu tíð og þegar ég lít til baka er hún oftar en ekki til staðar, glaðvær, hispurslaus og greiðvikin. Hún fæddist 5. desember 1912 á Munkaþverá í Eyjafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt fjór- um systkinum, Sigríði tvíburasystur sinni, Þóreyju, sem var elst þeirra systkina, og tveimur yngri bræðrum, Vilhjálmi og Jóni. Af þeim systkinum er nú aðeins Jón á lífi og býr á Munkaþverá. Þær systurnar fæddust í gömlum, stórum burstabæ, en árið 1918 fluttist fjölskyldan ásamt Krist- ínu ömmu minni, föðursystur Lullu, og hennar fjölskyldu í nýtt steinhús. Lulla var af þeirri kynslóð Íslendinga sem lifði miklar breytingar í þjóðlíf- inu. Hún mundi gamla bæinn á Munkaþverá og kynntist í bernsku gömlum búskaparháttum, en á næsta leiti var nýi tíminn með ný vinnu- brögð og tækni. Fyrir allmörgum ár- um skrifaði Lulla grein, sem birtist í tímaritinu Súlum, þar sem hún lýsti byggingu rafstöðvar á Munkaþverá árin 1923–24 og þeirri miklu breyt- ingu sem tilkoma hennar hafði í för með sér fyrir heimilisfólkið. Lulla vandist fljótt bústörfum þeg- ar hún komst á legg, hún var heilsu- hraust og tápmikil og þótti afar dug- leg, einkum við heyskap og aðra útivinnu. Hún vílaði aldrei fyrir sér að vinna störf sem sumir töldu frekar karlmannsstörf. Á unglingsárunum átti hún þess kost að vera einn vetur á Kvennaskólanum í Reykjavík og hélt þá til hjá móðursystur sinni, Lauf- eyju Vilhjálmsdóttur, og manni henn- ar, Guðmundi Finnbogasyni lands- bókaverði. Þessi vetur var henni bæði til gagns og gleði. Nokkrum árum síðar var hún einn vetur í Hússtjórn- arskólanum á Ísafirði og kom heim um vorið með góðan vitnisburð og fal- legar hannyrðir í farteskinu, þar á meðal kjól sem hún hafði í frístundum sínum saumað á litla frænku sína heima á Munkaþverá. Sumarið 1935 var örlagaríkt fyrir þær tvíburasystur Lullu og Siggu. Þá réðust sem kaupamenn í Munka- þverá tveir ungir og glæsilegir menn, Baldur Eiríksson frá Dvergstöðum í Hrafnagilshreppi og Jón Sigurðsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Er ekki að orðlengja það að ástir tókust með þeim Lullu og Baldri, og svo þeim Siggu og Jóni. Gömul kona sem oft dvaldi á heimilinu orti gamanbrag um þessar trúlofanir. Þar stóð meðal annars þetta: Baldur Eiríksson bráðum kemur, um brúðarmálin hann eflaust semur, þann vitra manninn ég virði mest, ég vil að ein þeirra fái prest. Baldur varð ekki prestur, en hann varð stúdent vorið 1936 og fékk fljót- lega vinnu sem skrifstofumaður og síðar gjaldkeri hjá Kaupfélagi Ey- firðinga, Akureyri, þar sem hann vann alla sína starfsævi. Baldur var öðlingsmaður og þau Lulla samhent í hjálpsemi og greiðvikni við aðra. Heimili þeirra, sem lengst af var í Skipagötu 7, var alltaf opið gestum og gangandi, griðastaður frændfólksins úr sveitinni þegar komið var í kaup- staðarferð. Alltaf var húsrúm hjá Lullu og Baldri og oft dvaldi þar fólk sem þurfti að vera undir læknishendi á Akureyri um lengri eða skemmri tíma. Þó var íbúðin ekki stór,og fjöl- skyldan stækkaði ört. Börnin urðu alls fimm. Lullu veittist létt að stjórna heimilishaldinu, hún var fljót- virk og kom miklu í verk, og þrátt fyr- ir stórt heimili og mikinn gestagang gaf hún sér tíma til að heimsækja frændfólk og vini og taka þátt í fé- lagsstarfi. Alltaf hafði hún líka tíma til að liðsinna þeim sem áttu í erf- iðleikum, einkum gömlu fólki og ein- stæðingum. Þau hjónin eignuðust jeppa árið 1948 og Lulla lærði á bíl og ók út um allar sveitir þegar svo bar undir, en það voru ekki margar konur af hennar kynslóð sem kunnu að aka bíl. Hún varð snemma jafnréttissinni, og maðurinn minn, Jón Óskar, kallaði hana stundum í glettni rauðsokku. Hún hló að þeirri nafngift og fannst hún ekki slæm, og sendi Jóni Óskari eitt sinn góða gjöf og skrifaði utaná: „Frá rauðsokku“. Eftir að börn Baldurs og Lullu voru uppkomin og farin að heiman fluttu þau hjónin úr miðbænum og bjuggu í nokkur ár hjá Stefáni syni sínum í einbýlishúsi uppi á brekku. Síðar þegar Baldur þurfti að vistast á sjúkrastofnun flutti Lulla í litla íbúð í stórri blokk á Akureyri. Á seinni áratugum ævi sinnar fékk Lulla betri tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum. Hún var list- feng og gat nú látið þann draum ræt- ast að búa til ýmsa fallega muni. Þá batt hún bækur og safnaði gömlum fróðleik, límdi á smekklegan hátt í stórar bækur úrklippur úr blöðum um ýmsa atburði í þjóðlífinu. Hún lagði rækt við minningar um gamla tímann um leið og hún var alltaf opin fyrir nýjungum. Fyrir nokkrum árum sat ég eitt sinn hjá henni í hlýlegu stofunni hennar í Víðilundi þar sem fagurlega bundnar bækur eftir hana sjálfa voru í hillu og málverk eftir Baldur héngu á veggjunum. Við vorum að rifja upp gamla tímann. „Hvernig var brúðar- kjóllinn þinn á litinn?“ spurði ég og hugsaði með mér að kannski hefði mig misminnt um litinn. „Hann var blár,“ svaraði Lulla að bragði, skaust inn í svefnherbergið, sótti kjólinn, og þarna blasti við mér blái kjóllinn úr bernskuminningu minni, sléttur og strokinn, og auðséð var að brúðurin hafði verið mjög grannvaxin. Síðustu æviárin átti Lulla heima á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Heilsan var farin að bila, en alltaf tók hún með bros á vör á móti þeim sem litu til hennar, glöð og sátt við til- veruna. Nú er langri og farsælli ævi hennar lokið. Ég minnist hennar með þakklæti fyrir góðvild og velgerðir við mig og mitt fólk, allt frá fyrstu tíð. Kristín Jónsdóttir. Okkur systkinin langar að minnast ömmu okkar, Laufeyjar Stefánsdótt- ur, með nokkrum orðum. Margar ljúfar minningarnar streyma fram í hugann. Ein af okkar bestu æsku- minningum er þegar við heimsóttum ömmu og afa á Akureyri á sumrin. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara til þeirra og þar var oft margt um manninn enda voru barnabörnin mörg. Þar hittumst við og áttum góðar stundir saman með þeim. Þar var spilað á spil og lesið, enda áttu þau mikið af bókum. Við fengum að leika okkar eins og við vildum, bæði inni og úti í garði og aldrei fundum við að við værum fyrir. Í minningunni var alltaf sól á Akureyri. Við minnumst ömmu sem ljúfrar og góðrar konu sem vildi allt fyrir okkur gera. Hún tók alltaf á móti okkur opnum örmum. Hún var þessi ekta amma sem prjónaði ullarsokka og vettlinga á okkur og bakaði klein- ur og lummur. Amma bjó til mjög góðan mat og sá alltaf um að allir fengju nóg að borða. Hún var mikil félagsvera og hafði gaman af því að hitta vini og vandamenn og var ætt- rækin. Með árunum fækkaði ferðunum okkar norður, en yngsti bróðir okkar var sá sem hitti hana oftast. Þá var hún komin á dvalarheimilið Hlíð þar sem hún kunni vel við sig og vel var um hana hugsað. Þar dvaldi hún síð- ustu ár ævi sinnar. Við sáum hana síðast í sumar og þá sat hún í setustofunni og brosti til okkar þegar við komum. Hún var vel til höfð eins og alltaf, í fínum kjól með perlufestina sína og leit alls ekki út fyrir að vera komin á tíræðisaldurinn. Við vitum að Baldur afi hefur tekið á móti ömmu þegar hún kvaddi þenn- an heim. Með hlýhug kveðjum við elsku ömmu. Margrét Sunna, Eiríkur Heimir, Laufey Lind, Sigurður Gunnar. LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.