Morgunblaðið - 27.10.2003, Side 23

Morgunblaðið - 27.10.2003, Side 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 23 FRÉTTIR Elsku langafi minn. Nú kveð ég þig á þess- ari lífsleið. Ég var mikið hjá ömmu og afa þegar ég var lítil stelpa, og á þaðan margar minningar eins og þegar við afi og amma vorum að fara í Hveragerði í Eden og í tív- olíið. Við afi fórum mikið í Bláa lónið. Oftast var það á sunnudögum og það kom oftar en einu sinni fyrir að ég væri sú síðasta að mæta í af- HJALTI JÓNSSON ✝ Hjalti Jónssonfæddist í Nýjabæ í Garði 1. september 1913. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 14. október síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Grindavíkur- kirkju 22. október. mælisveisluna mína. Við tókum okkur alltaf góðan tíma í lóninu og það má segja að ég lærði að synda þar með afa hjálp. Ég brosi oft þegar ég er að hugsa um hvað langalangafason- urinn hafði mikla þörf fyrir að kyssa þig. Ef hann sá þig þá benti hann á þig og vildi kyssa þig. Þessar minningar um þig, afi minn, geymi ég í hjarta mínu. Nú þegar leiðir okkar skilur langar mig að votta aðstandendum þínum mína dýpstu samúð og bið guð um að vera með ykkur í þessari sorg. Kristín Björk Ómarsdóttir. Fyrirlestur á vegum Félags þjóð- fræðinga verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 28. október, kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Timothy Tangherlini, prófessor í skandinav- ískum og kóreskum fræðum í Há- skólanum í Kaliforníu, Los Angeles (UCLA), heldur fyrirlestur sem heitir „Duborg: Beer, Immigration- and Popular Media in Denmark“. Timothy Tangherlini er þekktur meðal þjóðfræðinga vegna rann- sókna sinna á sagnahefð nútímans, kynþáttafordómum í fjölmiðlum og þjóðsagnasöfnun Evald Tang Krist- ensens í Danmörku. Í haust er Tangherlini Fulbright Professor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, seg- ir í fréttatilkynningu. Málþing um Alþjóðaviðskipta- stofnunina Samband ungra framsóknarmanna boðar til málþings um Alþjóða- viðskiptastofnunina (WTO) þriðju- daginn 28. október nk. kl. 20.00 í húsi Framsóknarflokksins á Hverf- isgötu 33 í Reykjavík. Frummælendur fundarins verða Guðmundur B. Helgason, ráðuneyt- isstjóri landbúnaðarráðuneytisins, Anna Jóhannsdóttir, sendiráðsritari í utanríkisráðuneytinu, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, og Ari Edwald frá Samtökum atvinnulífs- ins. Að loknum framsögum gefst fundarmönnum tækifæri til að varpa spurningum til frummæl- enda. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur hjá Sagnfræðinga- félaginu verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 28. október, kl. 12.05, í Norræna húsinu. Sverrir Jak- obsson sagnfræðingur heldur erindi í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, „Hvað er (um)heimur?“ Erindið nefnist „Svo vítt sem kristni er“. Íslendingar og hinn kaþólski heimur, 1100–1400. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Sverrir Jakobsson er MA í mið- aldafræði frá háskólanum í Leeds og stundakennari við Háskóla Ís- lands. Hann vinnur nú að ritun doktorsritgerðar við Háskóla Ís- lands. Á MORGUN Fyrirlestur um menntun nem- enda með þroskahömlun verður haldinn miðvikudaginn 29. október kl. 16.15, í salnum Skriðu í Kenn- araháskóla Íslands við Stakkahlíð. Grétar L. Marinósson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Menntun nemenda með þroska- hömlun: Niðurstöður forrann- sóknar. Fjallað verður um rannsókn á menntun nemenda með þroska- hömlun í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Á NÆSTUNNI Rangt fæðingarár Í formála minningargreina um Ragnar Má Hansson var ranglega farið með fæðingardag og -ár Gísla Sigurðssonar bónda, sambýlis- manns Laufeyjar Theodóru, dóttur Ragnars. Hann fæddist 10. janúar 1950. „ÞAÐ hefur aldrei verið gefið í skyn að tengsl væru á milli Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduhjálpar Íslands og er því um óþarfa hræðslu að ræða í umræddri óundirritaðri fréttatil- kynningu. Undirrituð hefur starfað fyrir nefndina frá árinu 1996 og formað- ur hennar frá 1999 og þekkir því þarfir skjólstæðinga mjög vel. Á síðasta aðalfundi nefndarinnar, sem haldinn var fyrr á þessu ári, ákvað meirihluti nefndarinnar með formönnum aðildarfélaga nefndar- innar í fararbroddi og gegn vilja formanns nefndarinnar að nefndin hætti allri úthlutun á notuðum og nýjum fatnaði frá 1. september 2003. Staðfest í fundagerðabók. Þriggja manna vinnuhópi var falið að fjarlægja allan fatnað úr húsa- kynnum nefndarinnar á Sólvalla- götu 48 sem hann og gerði. For- maður tók þátt í þeirri vinnu. Formaður ásamt nokkrum konum úr Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur ákváðu að stofna Fjölskylduhjálp Íslands sem tæki að sér að úthluta nýjum og notuðum fatnaði til þeirra Íslendinga sem minna mega sín. Á síðustu þremur mánuðum hefur Fjölskylduhjálp Íslands safnað fatnaði í tvo 20 feta gáma en sá fatnaður mun standa þeim til boða sem efnalitlir eru á Íslandi. Fjölskylduhjálp Íslands mun opna innan fárra daga í Fjósinu Eskihlíð 2–4 við Miklatorg þar sem Pálmi heitinn í Hagkaupum hóf sinn rekstur. Fjárhagslegur bakhjarl er Hagkaup sem mun greiða leigu fyrir húsnæðið næstu þrjú árin. Þökk sé eigendum Hagkaupa.“ Yfirlýsing frá formanni Mæðra- styrksnefndar VEGNA fréttatilkynningar sem birtist í Morgunblaðinu í gær sunnudag, um tengsl nefndarinnar við Fjölskylduhjálp Íslands, vill Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, koma eftirfarandi á framfæri: Mig langar að minn- ast vinar míns Óla S. Jónssonar með fáeinum orðum. Það var árið 1958 sem leiðir okkar lágu saman. Þá var algengt að ungar stúlkur gerðust kokkar á síldarbátum sem stunduðu veiðar fyrir Norður- og Austurlandi. Það var fyrir tilstuðlan Sveinbjarg- ar Eiríksdóttur, vinkonu þeirra hjóna Óla og Guðlaugar konu hans, að ég var ráðin sem kokkur á Guðbjörgu GK-220 sem þau hjónin áttu ásamt bróður Guðlaugar, Magnúsi Mar- ÓLI SIGURÐUR JÓNSSON ✝ Óli SigurðurJónsson skip- stjóri fæddist á Horni í Nesjahreppi í A-Skaftafellssýslu 7. júlí 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 3. október síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Vídalínskirkju 10. október. teinssyni, og konu hans, Sólveigu Óskarsdóttur. Mér er í minni hversu alúðlega Óli tók á móti mér og leiðbeindi mér á allan hátt af sinni al- kunnu hógværð. Hann skipulagði allt út í æsar er kokkastarfið áhrærði, t.d. hafði hver skipverji sinn dag til að aðstoða kvenkokkinn við erfið störf svo sem að sækja kost og annað sem til féll. Öll áhöfnin bar mikla virðingu fyrir skipstjóra sínum þótt hann hefði ekki hátt í brúnni. Eins og þeir vita sem hafa stundað sjóinn deila menn með sér sorgum og gleði þegar tími vinnst til frá erfiði dags og nætur. Þetta sumar var ekki það auðveldasta í lífi mínu, þeim raunum gat ég deilt með þeim mæta manni Óla og fengið stuðning og styrk. Einnig deildi hann með mér lífsreynslu sinni, þeirri miklu sorg að missa dóttur sína Guðbjörgu á unga aldri. Mér er í fersku minni draumur sem hann sagði mér sem hann leit á sem fyrirboða þessa mikla missis. Honum fannst hann vera með stórt sár á handarbaki sem hann vissi að myndi gróa en það yrði alltaf stórt ör eftir það. En þótt erfiðleikar væru ræddir um borð í Guðbjörgu var oft- ast gleði og stundum gáski um borð. Óli fór alltaf hægt um gleðinnar dyr en hann leyfði öðrum að njóta sín þeg- ar þannig vildi til, enda allt sóma- menn í slíku plássi sem Guðbjörgin var undir skipstjórn Óla. Í kjölfar veru minnar á Guðbjörg- inni kynntist ég konu hans Guðlaugu og börnum þeirra Guðjóni, Maríu og Sigurlaugu. Með þeim og fjölskyldu minni varð einlæg vinátta sem hafði það í för með sér að ég skírði eina dóttur mína Guðbjörgu eftir Guð- björgu þeirra og happafleyinu Guð- björgu GK-220. Mín Guðbjörg er ekki sú eina sem tengist þeim hjónum en þær eru fleiri sem bera Guðbjargarnafnið. Það sýn- ir betur en nokkur orð hvað þau hjón Óli og Guðlaug eru góðar og gefandi manneskjur. Ég þakka Óla S. Jóns- syni allt sem hann hefur verið mér og mínum. Guðlaugu, börnum og öðrum vandamönnum óska ég Guðs blessun- ar í söknuði þeirra og sorg. Sólveig Þórðardóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um Minning- argreinum þarf að fylgja for- máli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Formáli minning- argreina AÐALFUNDUR sambands vest- firskra kvenna var haldinn á Tálknafirði nýverið og var það kvenfélagið Harpa sem var gest- gjafi að þessu sinni. Aðalfundurinn lýsti yfir áhyggj- um vegna alvarlegra stöðu atvinnu- og byggðamála á Vestfjörðum. Einnig hvetur Sambandið þing- menn og sveitarstjórnarmenn til að vinna af alefli í samvinnu við heima- menn að lausn á þeim vanda sem að steðjar. Í stórn Sambandsins eru: Linda Steingrímsdóttir, Kristjana Sigurð- ardóttir formaður og Jensína Krist- jánsdóttir, varamenn eru: Þórunn Eggertsdóttir, Sigríður Sigursteins- dóttir og Margrét Jóhannsdóttir. Á fundinum héldu erindi: Ing- ólfur Kjartansson, skólastjóri á Tálknafirði, og Sigríður Birgisdótt- ir, kennari við sama skóla, og kynntu „dreifmenntanet í Vestur- Barðastrandarsýslu“. Þá hélt Ing- rid Kuhlman erindi um sjálfstyrk- ingu. Hafa áhyggjur af atvinnumálum Við sem hófum jazzleik á Íslandi í kringum 1980 áttum ekki um margt að velja þegar kom að því að hlusta á eldri og reyndari hljómsveitir. Það ríkti satt að segja hálfgerð ör- deyða. Margir af flinkustu spil- urum fyrri kynslóða höfðu ann- aðhvort flutt úr landi eða fallið frá. Aðrir héldu sér til hlés, ef frá eru taldar tvær hljómsveitir sem störf- uðu reglulega; Tríó Guðmundar Ingólfssonar og Kvartett Kristjáns Magnússonar. Töluvert hefur verið rætt og rit- að um Tríó Guðundar Ingólfssonar heitins, en þeir voru iðnir við kol- ann og glöddu áheyrendur með spilagleði sinni. Minna hefur farið fyrir umræðu um hina hljómsveit- ina sem oft heyrðist um þessar KRISTJÁN MAGNÚSSON ✝ Kristján Magn-ússon fæddist í Reykjavík 14. jan- úar 1931. Hann and- aðist á Landspítal- anum við Hringbraut 27. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnar- neskirkju 7. októ- ber. mundir; Kvartett Kristjáns Magnússon- ar. Ef til vill stafar þetta af þeirri stað- reynd að Kvartett Kristjáns gaf aldrei út plötu og kannski tengist málið líka hóg- værð Kristjáns sjálfs. Hitt er víst að hljóm- sveit Kristjáns var ekki lakari en tríó Guðmundar og er þetta sagt með fullri virðingu fyrir hinum síðarnefnda. Kristján og Guðmundur voru sannarlega ólíkir menn og ólíkir píanóleikarar. Sama gilti um hljómsveitir þeirra, en sameigin- legt áttu þær hins vegar það að vera skemmtilegar og ungum mönnum gott veganesti. Kristján var það sem á erlendu máli er stundum nefnt „musician’s musician“. Hann var vandaður tón- listarmaður, mikils metinn af sam- verkamönnum en uppskar kannski ekki alltaf lýðhylli í samræmi við hæfileika. Stíllinn minnti á kyn- slóð bandarískra píanista um miðbik síðustu aldar sem best verður lýst með hinu alþjóðlega lýsingarorði „elegant“. Íslensk jazzsaga hefur fram undir það síðasta ekki verið of rík af góðum píanóleikurum, þó að vissulega höfum við átt nokkra mjög fram- bærilega. Kristján var því afar mikilvægur hlekkur í keðjunni og hafði stílræna sérstöðu sem vafa- lítið á eftir að koma betur fram í ljósi sögunnar. Aðrir verða eflaust til þess að skrifa um ljósmyndarann Krist- ján, Kristján sem hluta af hinum frábæra K.K. sextett og öðrum hljómsveitum. Það sem mér er efst í huga á þessum sorglega degi er annars vegar mikilsvert framlag Kristjáns til að reka jazzhljómsveit og halda á lofti tónlist sem um tíma átti undir högg að sækja. Hins vegar allar þær hljóðupptökur sem hann gerði, ekki bara af eigin hljóm- sveitum, heldur líka ýmsum öðr- um. Sú árátta Kristjáns að hljóðrita tónleika hefur þegar skapað mik- ilsverðar heimildir fyrir íslenska jazzsögu og eflaust leynist enn margt áhugavert í hljóðritasafni hans. Vitað er um prýðisgóðar upptökur af kvartetti Kristjáns og því óskandi að einhverjir taki sig til og gefi út disk þar sem pí- anóleikur Kristjáns er í for- grunni, því af honum verður eng- inn svikinn. Íslenskir jazzmenn kveðja einn af sínum, þakka samfylgdina og samspilið, allt sem hann gaf og allt sem hann skilur eftir. F.h. Jazzdeildar F.Í.H. Sigurður Flosason. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.