Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 24
HESTAR 24 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKEIÐIÐ er annar tveggja horn- steina í frægð og frama íslenska hestsins og lengst af hefur verið mikil gróska í kappreiðaskeiði hér á landi. Hvað árangri í sumar viðkemur verð- ur ekki annað sagt en vel hafi til tek- ist. Nú þegar hefur verið staðfest Ís- landsmet Sigurbjörns Bárðarsonar og Óðins frá Búðardal sem sett var á Íslandsmótinu á Selfossi á miðju sumri. Þykir tíminn 20,54 sek. hreint ótrúlegur og nú er beðið með mikilli eftirvæntingu hvort metið verður staðfest sem heimsmet hjá FEIF (al- þjóðasamband eigenda íslenska hestsins). Bjartsýnn á heimsmetið Sjálfur kveðst Sigurbjörn mjög bjartsýnn á að svo muni fara. „Fróðir menn hafa sagt mér að það ætti ekk- ert að vera því til fyrirstöðu að metið verði staðfest. Að mörgu leyti eru strangari kröfur hér á landi varðandi staðfestingu á Íslandsmeti en reglur FEIF gera varðandi heimsmet,“ sagði Sigurbjörn og nefndi sem dæmi að ekki væri gerð krafa um vindmæli á staðnum þar sem afrekið væri unn- ið. Búið er að senda út umsókn um staðfestingu á heimsmeti til sport- nefndar FEIF. Erindið fer þaðan til stjórnar FEIF en síðan mun sport- nefndin eiga lokaorðið, að því er Sig- urbjörn upplýsti. Keppnistímabilið skilaði góðum tímum í kappreiðaskeiði og ekki um að villast að skeiðíþróttinni er vel við haldið hvað varðar tækni og árangur. Áhugi meðal kepppenda er allnokkur en hið sama verður kannski ekki sagt um hlut áhorfenda. Miðað við þau ár sem beinar útsendingar voru í sjón- varpi má segja að lægð sé yfir þessum þætti hestamennskunnar. Þátttaka var mun betri á þessum árum en auk þess var keppni í stökki mjög á upp- leið og farin að myndast talsverð spenna í kringum það. Skortir á góða framkvæmd Sigurbjörn telur það að fara með kappreiðarnar frá ríkisjónvarpinu yf- ir á Sýn á sínum tíma hafi verið rot- höggið á þessa góðu uppsveiflu sem myndaðist. Þá finnst Sigurbirni ekki nógu vel staðið að framkvæmd kapp- reiða og nefndi hann sem dæmi að rásbásar væru oft og iðulega ekki í nógu góðu standi. Þá gengi fram- kvæmd kappreiða yfirleitt ekki nógu hratt fyrir sig og knapar kæmust upp með allskyns sérþarfir sem oft og tíð- um valdi töfum. Hann nefndi einnig skeiðkappreiðar heimsmeistaramóts- ins í Danmörku í sumar og meira að segja þar hefði framkvæmd kappreið- anna farið gersamlega úr böndunum sem varð aftur til þess að áhorfendur misstu eðlilega þolinmæðina og öll stemmning var þar með á bak og burt. „Þegar sýnt var beint frá kapp- reiðunum í sjónvarpi lögðust allir á eitt um að láta hlutina ganga hratt og vel fyrir sig og enginn komst upp með neitt múður. Þetta sýndi vel að hægt er að keyra kappreiðarnar áfram þannig að aldrei myndist dauður punktur,“ sagði Sigurbjörn ennfrem- ur. Sá kunni skeiðknapi og methafi í 150 metra skeiði Logi Laxdal tekur undir margt af því sem Sigurbjörn segir og bætir ennfremur við að sér finnist framkvæmd kappreiða ansi oft losaraleg og sé orðið tímabært að skipuleggja hlutina betur en ekki vera að leita að og smala starfsfólki ofan úr áhorfendabrekku rétt áður en þær hefjast. Skeiðíþróttin er án efa vandasam- asti þáttur reiðmennskunnar á ís- lenskum hestum og því ánægjulegt að sjá í honum góðan vaxtarbrodd. Til- koma flugskeiðsins er afar kærkomin viðbót við hinar greinarnar gæðinga- skeið, 150 og 250 metra skeið enda er yfirleitt afar góð þátttaka í þessari grein. Framkvæmd flugskeiðsins er afar einföld og létt og gengur venju- lega vel fyrir sig. Þetta er því allt í senn áhorfendavæn grein og hestvæn og sömuleiðis afar góð grein fyrir upprennandi skeiðknapa á öllum aldri til að hefja þátttöku í skeiðkeppni. Íslendingar hafa misst forystuna Þrátt fyrir góðan árangur hér heima á Íslandi er ljóst að Íslendingar hafa misst forystuna í skeiðgreinun- um yfir til Svía en þar í landi hefur verið mikil gróska á þessum vett- vangi. Þeir hirtu sem kunnugt er öll gullin í skeiðinu á HM og vörðu tit- ilinn í 250 metrunum. Að vísu unnu þeir sigur í Austurríki á ógildum spretti en það gildir sem dómarar kveða. Á heimsmeistaramótinu í sum- ar undirstrikuðu þeir yfirburði sína svo ekki verður um villst og ljóst að við Íslendingar verðum að fara að hugsa okkar gang ætlum við að vera áfram í toppbaráttunni. Heimsmet Sigurbjörns og Óðins vegur þarna nokkuð upp særindin frá Herning en það má ölum ljóst vera að full þörf er á að hefja kappreiðar á Íslandi til vegs og virðingar á nýjan leik. Á dögum sjónvarpsútsendinganna hér fyrir nokkrum árum kom skýrt og greini- lega i ljós að þetta er hægt þótt erfitt sé. Ekki er lengur boðið upp á hesta- mót þar sem aðeins kappreiðar eru á dagskránni. Íslandsmet í höfn – heims- met handan við hornið Svíar hafa ótvíræða forystu í skeiðinu um þessar mundir, staða sem Íslendingar hafa vermt oftast. Hér eru Magn- us Lindquist á Þór frá Kalvsvik og Magnús Skúlason á Mjölni frá Dalbæ í harðri baráttu á HM. Þrátt fyrir Íslandsmet og góða tíma í skeið- kappreiðum ársins virð- ast þeir sem til þekkja nokkuð sammála um að nokkur deyfð sé yfir þessum þætti hesta- mennskunnar. Valdi- mar Kristinsson ræddi við nokkra af fremstu skeiðköppum landsins sem virðast allir sam- mála um að aðgerða sé þörf til að hleypa nýju lífi í kappreiðarnar. Morgunblaðið/Vakri Sigurbjörn Bárðarson hefur náð frábærum árangri á Óðni frá Búðardal í skeiðinu í ár þrátt fyrir að hesturinn sé afar erfiður vegna kýrstökks. TREGLEGA hefur gengið að fá íslenska hestamenn til taka upp alþjóðlegar keppnisreglurnar FIPO í keppni á Íslandi í svoköll- uðum hestaíþróttum. Tillögur þar að lútandi hafa til þessa ávallt ver- ið felldar á þingum Lands- sambands hestamannafélaga en síðast var þó samþykkt tillaga um að FIPO-reglurnar skuli þýddar á íslensku sem hefur nú verið gert. Sem kunnugt er verður ekkert ársþing LH haldið í ár þar sem samþykkt hefur verið að halda þingin aðeins annað hvert ár og veður því haldinn formanna- fundur um miðjan nóvember. Ekki er hægt að gera neinar breytingar á hvorki lögum né fjöl- breytilegum reglum samtakanna heldur er hér aðeins um umræðu- fund að ræða þar sem fund- armenn geta skipst á skoðunum um hin ýmsu málefni samtakanna og samþykkt viljayfirlýsingar. Meðal þess sem verður tekið fyrir á þessum fyrsta formannafundi er einmitt upptaka FIPO-reglnanna hér á Íslandi. Formaður samtakanna Jón Al- bert Sigurbjörnsson segir það orðið brýnt að farið verði að keppa eftir sömu reglum í öllum aðildarlöndum FEIF (Alþjóða- samband eigenda íslenskra hesta) og því áríðandi að kynna þessar reglur á formannafundinum. Það sé í raun ótækt að ekki skuli keppt eftir samhljóða reglum í öllum að- ildarlöndum FEIF og benti á að slíkt þekktist vart í öðrum íþrótta- greinum. Hann benti einnig á að verði ekki samþykkt að taka upp FIPO-inn á landsþing LH á næsta ári verði ekki hægt að gera það fyrr en fyrsta lagi 2006. Á fund- inum munu flytja erindi þeir Sig- urður Sæmundsson lands- liðseinvaldur, Sigurður Ævarsson gæðingadómari og stjórnarmaður í LH, og Einar Ragnarsson yf- irdómari á síðasta heimsmeist- aramóti í sumar. Það er einkum tvennt sem hef- ur staðið í vegi fyrir því að Íslend- ingar hafi verið tilbúnir að taka upp reglurnar. Annars vegar sé það fótabúnaðarkaflinn en leyfð hámarksþyngd á hófhlífum sam- kvæmt FIPO er 300 grömm í stað 250 gramma samkvæmt íslensku reglunum. Þá hefur hægt tölt í töltkeppni einfalt vægi samkvæmt FIPO en tvöfalt vægi samkvæmt íslensku reglunum. Hvað töltinu viðkemur hafa komið fram hug- myndir um sátt á þann veg að hægt tölt og hraðabreytingar fái vægið 1,5 en hraðatöltið verði með 1,0. Hafa þau rök komið fram að hraðabreytingar séu vanda- samasti þáttur töltkeppninnar og því ekki óeðlilegt að vægi þeirra sé aukið. Þessi hugmynd hefur fallið í góðan jarðveg bæði hér á landi og erlendis og því ekki ólík- legt að þarna náist góð mála- miðlun. Hvað fótabúnaðarþætt- inum viðkemur hafa komið fram vangaveltur um það hvort Íslend- ingum verði ekki fært að hafa áfram hámarksþyngd 250 grömm því slíkt hefði í sjálfu sér engin áhrif á notkun reglnanna að öðru leyti. Verður án efa fróðlegt að sjá hverjar undirtektir formann- anna verða við hugsanlegri upp- töku reglnanna. Fyrsti formannafundur Landssambands hestamannafélaga haldinn í nóvember FIPO-regl- urnar kynnt- ar og ræddar Morgunblaðið/Vakri Á heimsmeistaramótum er keppt eftir FIPO-reglum en auk þess eru reglurnar notaðar á nokkrum mótum á Íslandi svo íslenskir kepp- endur eru flestir hverjir vel kunnir reglunum. Hér fer Berglind Ragn- arsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum á HM. NIÐURSTAÐA endurreiknaðs kynbóta- mats verður seinna á ferðinni í ár en venja er til. Ástæður þess eru þær að unnið er að því að taka fleiri ný aðildarlönd inn í kynbótamatið og er meðal annars af þeim sökum unnið að mati á samræmi gagna erlendis frá og möguleika á að breikka gagnagrunn matsins með þeim hætti. Um er að ræða gögn frá Norðurlöndunum. Einnig er unnið af kappi við rannsóknir á gögnum og endurbótum á aðferðum sem miða að því að styrkja kynbótamatið enn frekar. Sagði Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur að verið væri að skilgreina hinn nýja eiginleika vilja og geðslag sem slíkan. Einnig væri verið að endurskoða erfðastuðla fyrir aðra nýja eiginleika eins og fet, hægt tölt og stökk og tengingu þeirra við aðra eiginleika. Þá væri einnig verið að skoða hverning skeiðið væri meðhöndlað í kynbótamat- inu. Sagði Ágúst að sú skoðun gæti leitt til þess að hross sem væru skeiðlaus og mik- ið af skeiðlausum hrossum í þeirra ætt- garði myndu lækka fyrir skeið í kynbóta- matinu. En hér væri sem sagt um að ræða nokkuð venjubundna uppfærslu á kyn- bótamatinu eins og gert hefur verið í gegnum árin. Taldi Ágúst að ef áætlanir gangi eftir ætti nýtt og endurbætt kynbótamat að vera tilbúið í desember. Auk Ágústs vinn- ur Þorvaldur Árnason, hestaerfðafræð- ingur í Svíþjóð, að verkefninu. Kynbótamatið síðbúið vegna endurskoðunar og inntöku nýrra landa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.