Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist, hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13.30–14. 30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30, kl. 9–12 hár- greiðsla. Félagsstarfið Sléttu- vegi. Söngstund við pí- anóið í dag kl. 14. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30, 10.20 og 11.15 leikfimi, kl. 11.30 spænska, kl. 13 glerbræðsla, kl. 14 verður Eyrún Jón- atansdóttir, öldr- unarfulltrúi Garða- bæjar, með viðtalstíma í Garðabergi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi. Pútt í Hraunseli kl. 10–11.30. Billj- ardsalurinn opinn til kl. 16. Kóræfing Gafl- arakórsins kl. 10.30. Tréútskurður kl. 13 og félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13, handmennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Línu- danskennsla fyrir byrj- endur kl. 18. Dans- kennsla í samkvæmisdönsum, framhald, kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Kennari Sigvaldi. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Línudans kl. 17.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Í dag vinnu- stofur opnar kl. 9– 16.30. Spilasalur opinn frá hádegi. Fjölbreytt vetrardagskrá. Sími 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 leirmótun og brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hana-nú Kópavogi. Heimsókn í Gunn- arshús við Dyngjuveg mán. 27. okt. Ragn- heiður Tryggvadóttir tekur á móti hópnum. Anna Pálína og Að- alsteinn Ásberg skemmta. Uppl. og skráning í Gjábakka 554 3400 og Gullsmára 564 5260. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir. Korpúlfar Grafarvogi. Á þriðjudag er sund- leikfimi í Grafarvogs- laug kl. 9.30. Norðurbrún 1. kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 10–11 ganga, kl. 13–16.45 op- in vinnustofa, myndlist. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9–12 mósaik, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 11–12 leik- fimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu öll mánudags- kvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK spil- ar í félagsheimilinu, Gullsmára 13, mánu- og fimmtud. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Brids kl. 19. Íslenska bútasaums- félagið. Fundur þrið. kl. 20 í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Mynd- verk í bútasaumi. Mun- ið 3 stk. 2 1⁄2 x 45 blátt. Í dag er mánudagur 27. október, 300. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Faðir, ef þú vilt, þá tak þenn- an kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji. (Lúk. 22,42.) Ragnar Jónasson spyr,á frelsi.is, hvort Arnold Schwarzenegger sé frjálshyggjumaður. „Schwarzenegger hefur löngum verið talinn mik- ill aðdáandi Miltons Friedmans og þegar af þeirri ástæðu er freist- andi að draga þá álykt- un að verðandi rík- isstjóri í Kaliforníu sé frjálshyggjumaður. Eins og frægt er orðið tók Schwarzenegger meira að segja að sér að flytja inngangsorð að þáttaröð Friedmans, Free to Choose, þar sem hann segir m.a. frá því hvern- ig hann fór til Banda- ríkjanna til að losna undan sósíalísku hag- kerfi Austurríkis. Schwarzenegger virð- ist enn fylgja Friedman að máli, en á fylk- isráðstefnu repúblíkana í Los Angeles fyrir skömmu mun hann hafa sagt, við mikinn fögnuð: „Ég er repúblíkani vegna þess að Milton Friedman hefur á réttu að standa en Karl Marx á röngu.“     Schwarzenegger varnokkuð ómaklega gagnrýndur fyrir það í kosningabaráttunni að forðast málefnin. Samt sem áður er býsna auð- velt að komast að af- stöðu hans til ýmissa álitamála, til dæmis á vefsíðu framboðsins (JoinArnold.com). Þar fjallar hann um ýmis viðkvæm deilumál í Bandaríkjunum. Að sumu leyti er hann þar samstíga frjáls- hyggjumönnum, en að öðru leyti ekki. Þá má ljóst vera að hlutverk hins opinbera að hans mati er meira en margir frjálshyggjumenn myndu samþykkja, en aftur á móti er ljóst að Schwarzenegger er mjög hægrisinnaður t.d. í skattamálum og á einn- ig samleið að ýmsu öðru leyti með þeim sem treysta einstaklingum betur en ríkinu.     Þó Schwarzeneggerhafi ekki formlega tekið við embætti er hann þegar farinn að láta til sín taka. Hann lýsti því yfir nú fyrir skömmu að hans fyrsta verk yrði að afnema svonefndan bifreiða- skatt. Þá lofaði hann jafnframt að hækka ekki skatta. „Í kosningabar- áttunni sagði ég að ég myndi ekki hækka skatta og ég endurtek það núna: Ég mun ekki hækka skatta,“ sagði Schwarzenegger. Við sama tækifæri lýsti hann því einnig yfir að hann myndi taka sér frí frá kvikmyndaleik til að einbeita sér að nýja starfinu. Þá ætlar Schwarzenegger einnig að láta fara fram ít- arlega endurskoðun á fjárlögum Kaliforníu til að komast að því hvar sé verið að sóa fé. Það er því erfitt að fullyrða enn sem komið hvort Arnold Schwarz- enegger sé frjáls- hyggjumaður eða ekki. Verk hans verða að leiða það í ljós.“ STAKSTEINAR Frjálshyggjumaður? Víkverji skrifar... EINS og hálfs árs gömul dóttirVíkverja hefur gaman af dúkk- um. Henni þykir ekki síst varið í að leika sér að „aksjón-köllum“ bróður síns. Þetta eru svipsterkir menn með mikla brjóstvöðva og hnyklaðan „sixpack“ (þ.e. maga- vöðva). Og ein uppáhalds „dúkka“ dóttur Víkverja er vörpulegur Batman – sem heitir víst Leð- urblökumaðurinn á íslensku – með ógnarbreiðar herðar og næstum því ekkert mitti. (Sjá mynd.) Um daginn fór Víkverji að velta því fyrir sér, hvort ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum áhuga dóttur sinnar á Bat- man og félögum. Er ekki hætta á því, að dóttirin fái brenglaðar hug- myndir um útlit raunverulegra karlmanna ef hún er að leika sér með svona upphafnar stað- almyndir af mönnum sem hvergi fyrirfinnast? Ber Víkverja ekki að vernda dóttur sína fyrir þessum blekkingum framleiðanda aksjón- kallanna? Ber Víkverja ekki að innræta dóttur sinni raunhæfar hugmyndir – um útlit karlmanna, jafnt sem annað? (Dóttirin á líka Barbídúkku, sem er náttúrlega al- veg jafnvafasöm í útliti og aksjón- kallarnir ofurmannlegu.) Ætti Vík- verji ekki að reyna að fá ríkisstjórnina til að grípa í taum- ana og setja bann við innflutningi á þessum raunveruleikaspillandi ofurmennadúkkum? Einhvern veg- inn verður að sporna við þessum slæmu áhrifum á börnin. Eða hvað? Víkverja datt skyndi- lega í hug, að ef til vill væri hollt fyrir dóttur hans að leika sér að aksjónköllunum, gefa þeim að drekka og tilkynna að þeir séu búnir að kúka. Þessi leikur hennar gæti eins orðið til þess að hún venjist því að vöðvatröll eru í rauninni bara venjulegt fólk og jafningjar okkar hinna sem ekki státum af sýnilegum magavöðvum. x x x Víkverji var því á báðum áttum.En dóttir hans leysti málið eiginlega fyrir hann þegar hún komst að því, að hún og Batman nota sama númer af skóm. Þetta kom í ljós þegar hún klæddi hann í bleikrósóttu stígvélin sín (sjá mynd) sem voru alveg mátuleg á hann. Það er óhugsandi að Batman á bleikum stígvélum geti gefið börnum ranghugmyndir. Hvað er vinalegra en tróðfyllt ofurhetja (þessi Batman er mjúkur maður) í rósóttum fótabúnaði? Morgunblaðið/Víkverji HAFIN er á ný umræða um starfshætti trygginga- félaga og er það vel. Kom- inn er fyrir löngu tími til að stjórnvöld láti líta á kostn- að, sem Íslendingar verða að búa við ef þeir hyggjast búa á þessari eyju, sem oft hefur verið talin á mörkum hins byggilega heims. Það verður að teljast með ólíkindum að við skul- um búa við hæsta kostnað Norður-Evrópu í húsnæð- ismálum, hæstu trygginga- gjöld, hæsta bankakostnað, hæsta virðisaukaskatt og þó víðar sé leitað og er ekki allt upp talið. Fólk utan af landi flykkist á höfuðborg- arsvæðið, flýr frá svæðum sem gerð hafa verið óbyggileg vegna samþjöpp- unar og óheftrar frjáls- hyggju. Unga fólkið fer ekki aftur í sitt byggðarlag og þéttbýliskjarnar standa eftir með eitthvað af ung- lingum og ellilífeyrisþeg- um, sem greiða enga skatta. Það þarf engan vitring til að sjá að svona byggðakjarnar verða óbyggilegir á nokkrum ár- um. Telja verður það einnig tímaspursmál hvenær unga fólkið, sem flutt hefur úr sveitinni sinni og sest hefur að á suðvesturhorn- inu í allri dýrtíðinni og frjálshyggjunni, uppgötvar að landið er dýrt og tekur ákvörðun um að flytja áfram og yfirgefa skerið. flytur yfir á meginlandið eða jafnvel aðra heimsálfu til að freista gæfunnar. Þessi þjóð, sem nefnd var Íslendingar eftir að hún flúði frá Noregi til Íslands, hefur í aldanna rás ekki verið hrædd við að freista gæfunnar á nýjum lendum. En það var nú ekki þetta sem mig langaði til að ræða um heldur aftur og enn ið- gjöld tryggingafélaganna. Það virðist ljóst að trygg- ingafélög eru í miklu basli með reksturinn og eru að jafnaði rekin með tapi og skýrir það sífellda hækk- unarþörf þeirra. Við getum öll mætt erfiðleikum þeirra með því að segja upp öllum tryggingum, nema þeim sem eru skyldutryggingar, en það eru ábyrgðartrygg- ingar ökutækja og bruna- tryggingar fasteigna. Þannig spörum við þeim umtalsverð útgjöld og röfl í viðskiptavinum. Einnig má búast við að í staðinn hækki eitthvað í buddunni hjá okkur. Einnig er hægt að benda bíleigendum á að leggja inn númer á öllum skráningar- skyldum ökutækjun, sem ekki eru í notkun. Þar sparast bæði skyldutrygg- ing, kaskotrygging og bif- reiðagjöld. Garðbæingur. Þakkir til Landssímans MIG langar til að þakka innheimtudeild Landssím- ans í Ármúla fyrir frábæra þjónustu varðandi mál sem ég þurfti að leita til deild- arinnar með nú í haust. Sérstaklega vil ég þar nefna Erlu Jónu Einars- dóttur innheimtufulltrúa sem aðstoðaði mig. Hún er þjónustulipur, aðlaðandi og mjög fær í sínu starfi. Bestu þakkir. Hulda. Þakkir fyrir skilvísi ÉG var í Kringlunni sl. fimmtudag og gleymdi veskinu í snyrtingunni á 2. hæð. En góð kona kom veskinu í móttökuna og vil ég þakka henni innilega fyrir. Ég fékk veskið með góðum skilum. Gömul kona. Tapað/fundið Svört derhúfa týndist SVÖRT derhúfa týndist á leiðinni frá Skeifunni og niður í Bólstaðarhlíð. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 568 8188 eða 822 4599. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hugleiðingar Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 lítilfjörleg, 8 mat- argeymslum, 9 tappi, 10 dveljast, 11 sér eftir, 13 róin, 15 embætti, 18 mik- ið, 21 skaut, 22 systir, 23 heiðurinn, 24 nauðsyn- legur. LÓÐRÉTT 2 steinveggir, 3 lengjur, 4 út, 5 kvenkynfruman, 6 meginhluti, 7 stafn á skipi, 12 hagnað, 14 kyn, 15 áll, 16 nam úr gildi, 17 heimskingjans, 18 lævísa, 19 fýla, 20 spilið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hopps, 4 lænan, 7 sálin, 8 tálmi, 9 níu, 11 akir, 13 fimi, 14 álaga, 15 bofs, 17 gröf, 20 ask, 22 Gláms, 23 játar, 24 rengi, 25 ræðið. Lóðrétt: 1 husla, 2 polli, 3 senn, 4 lutu, 5 núlli, 6 neiti, 10 Íraks, 12 rás, 13 fag, 15 bágur, 16 fránn, 18 rotið, 19 far- ið, 20 asni, 21 kjör. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.