Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 33 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.55, 8 og 10.10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i.10 Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynj- anna á tjaldinu um langa hríð.” AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Kl. 3.40, 5.50 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Kl. 5.45, 8 og 10.15. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 KRINGLAN Sýnd kl. 6. Með hinum hressa Seann William Scott úr “American Pie” myndun- um og harð- jaxlinum The Rock úr “Mummy “The Scorpion King.” Beint á toppin n í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar ROGER EBERT i l , í  SG DV  HJ MBL Miðave rð 500 k r. Ævintýraleg spenna, grín og hasari l í JAPANSKA lögreglan handtók mann fyrir þjófnað eftir að fjögur hundruð og fjörutíu vinstri kven- skór fundust á heimili hans. Lög- reglumenn fundu „fjársjóðshrúg- una“ eftir að hálffimmtugur maðurinn var handtekinn fyrir að stela skóm tveggja kvenna á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Tals- menn sjúkrahússins, sem gerir þær kröfur að fólk skipti yfir í inniskó, segja að fólk hafi kvartað yfir týndum skóm. Maðurinn, Ich- iro Irie að nafni, sagði lögreglu að hann hefði djúpstæðan áhuga á fótum kvenna. Ekki er ljóst hvers vegna hann stal einungis vinstri skóm, en á heimili hans fundust allar gerðir skófatnaðar, allt frá sandölum hjúkrunarkvenna upp í hátísku háhælaskó. Málið þykir að sjálfsögðu hið furðulegasta… FYRRVERANDI yfirmenn Enron, þeir Ken Lay og Jeff Skilling, fá svo sannarlega á baukinn fyrir skakkaföll fyrirtækisins á nýrri rappplötu sem fyrrum starfs- maður fyrirtækisins gefur út. Rapparinn NRun er betur þekkt- ur sem David Tonstall, fyrrum ol- íulagnahönnuður hjá Enron, en hann missti starf sitt þegar Enron féll með látum árið 2001. Á plötu sinni, „Corporate America“, lætur NRun fyrrum yfirmenn sína fá það óþvegið. NRun/Tonstall segist reiður yfir því að glæparann- sóknin á málefnum Enron taki mörg ár og hefur ekki tekið á efstu mönnunum, sem hann telur þó bera fulla ábyrgð á því hvernig fór. Hann kaus að blása út reiði sinni með því að gefa út rapp- plötu. „Auðvitað má maður ekki ganga berserksgang því þá fer maður í fangelsi,“ segir hinn skyn- sami verkfræðingur, sem nú rekur sína eigin verkfræðistofu. Í text- um hans skýtur hann föstum skot- um að Lay og Skilling sem hann segir hafa gert lítið úr gildum eins og virðingu, heilindum, sam- skiptum og ágæti og segir þá munu fá sitt þegar þeirra tími komi: „Skilling, mun finna þig, regn, slyddu eða snjó. Þegar rétt- lætið ríður í hlað færð þú slag.“ Platan á að koma út þriðja desem- ber, þegar tvö ár eru síðan Enron var tekið til gjaldþrotaskipta… NÝMÓÐINS leikfangahundur sem rekur við gerði mikinn usla á bandarískum flugvelli á dögunum þegar sprengjunemar tóku feil á honum og hættulegum sprengju- búnaði. Vopnað öryggislið var kallað til á Norfolk-flugvöll í Virg- iníu þegar breski umbrotshönn- uðurinn Dave Rogerson fór með vélknúinn terrierhund í gegnum öryggiskerfi, en öryggiskerfið gaf frá sér viðvörun um stórhættu- legan sprengibúnað. „Sprengibún- aðurinn“ var viðrekstrarbúnaður hundsins, sem er ætlað að vekja kátínu viðstaddra við hvers kyns mannfögnuði. Það skorti hins veg- ar heilmikið á kátínuna þegar grafalvarlegir alríkislögreglumenn stóðu með sýnatökubúnað við plastendaþarm vélhundsins, tóku sýni af mestu natni og yfirheyrðu Rogerson með þjósti um meinta hryðjuverkastarfsemi hans og fleira. Rogerson var ekki leyft að ná flugvél sinni en þurfti að kaupa nýjan miða til Norður-Karólínu. Hann býsnaðist nokkuðyfir skorti bandarískra flugvallarstarfsmanna á skopskyni. „Þeir voru afskaplega stressaðir og sannfærðir um að hundurinn væri fylltur af sprengi- efni.“ Alríkislögreglumennirnir sannfærðust loks um meinleysi „hundsins“ og gáfu Rogerson leik- fangið sitt aftur. Hann hefur nú nefnt leikfangahundinn fretvísa Norfolk eftir hinum gleðisnauða flugvelli. LYGINNI líkast ANNA Katrín Guðbrandsdóttir, 17 ára göm- ul stúlka frá Akureyri, komst áfram í úrslit Idol-stjörnuleitarinnar eftir fyrstu keppnina í þrjátíu og tveggja manna úrslitunum á föstudagskvöld. Hún fylgdi fast á hæla Karli B. Guðmundssyni frá Grindavík í símakosn- ingu og voru þau afgerandi sigurvegarar kvöldsins. Anna er fædd í Reykjavík. Hún bjó meðal annars á Englandi í fjögur ár, en síðan hún flutti til Akureyrar fyrir fimm árum segist hún hafa litið á sig sem Akureyring. Aðspurð segist Anna hafa sungið síðan hún var pínu- lítil, „en ég byrjaði ekki að syngja af viti fyrr en ég var þrettán ára. Ég vil helst komast alla leið og ég held að ég geti gert það. Það er draumur minn að lifa af tónlistinni, það er það sem mér finnst skemmtilegast í öllum heiminum.“ Anna stundar nú nám á Nátt- úrufræðibraut MA og einbeitir sér að náminu í bili þangað til næsta um- ferð Idol stjörnuleitar ríður yfir. „Fjölskyldan er mjög góð við mig og styður mig voða vel og mér þykir gott að eyða tíma með vinum mínum. Þetta er búið að vera mikið stress. Við erum búin að fá slatta af tilsögn og búið að sýna okkur hvernig við getum bætt okkur, en í raun erum það líka við sjálf sem höfum ákveðið að bæta okkur.“ Hugur Önnu stefnir til útlanda, þar sem hún eygir möguleika með að- stoð keppninnar ef vel gengur. „Ég myndi vilja fara til útlanda eins og líklega allir aðrir og koma mér á framfæri þar. Mig langar að vera eins frumleg og skapandi og ég get til að koma mér áfram. Ég var ótrúlega ánægð að komast áfram og ég vil bara þakka fólki fyrir að kjósa mig.“ Tónlistin það skemmti- legasta í öllum heiminum Anna Katrín Guðbrandsdóttir Gospelsystur ná platínusölu KVENNAKÓRINN Gospelsystur Reykjavíkur náði á dögunum platínusölu á plötu sinni „Undir norðurljósum.“ Platínusölu er náð þegar tíu þúsund eintök eru seld og veitir Stef þá listamönnum við- urkenningu fyrir góðan árangur í plötusölu. Gospelsystur eru að vonum ánægðar með árangurinn og glöddust þær saman í tilefni við- urkenningarinnar. „Ég er nátt- úrlega alveg í skýjunum og Ís- lendingar eru alltaf í því að slá met og mér finnst alveg frábært þegar íslenskar konur ná svona frábærum árangri,“ segir Mar- grét J. Pálmadóttir, kórstjóri Gospelsystra, sem eru um hundr- að konur. „Þessi kór er aðeins sjö ára gamall og við drifum í þessu til að kynna kórinn á ferð sinni til Bandaríkjanna árið 2001. Þá fór platan að vekja athygli og við fór- um í samstarf við MS-félagið, sem var að byggja upp dagvistarstofu, og ágóðinn af sölu plötunnar rann til MS-félagsins.“ Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Gospelsystur fagna eins og þeim einum er lagið, með innlifun og söng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.