Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Kristinn FUNDUR hófst síðdegis í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna deilu flugvirkja Tækniþjón- ustunnar á Keflavíkurflugvelli og viðsemjanda þeirra, Samtaka at- vinnulífsins, fyrir hönd Flugleiða. Fundurinn stóð enn yfir er Morg- unblaðið fór í prentun í nótt. Leysist deilan ekki fyrir mið- nætti í kvöld hefst boðað verkfall og hætt við að röskun verði á milli- landaflugi Flugleiða. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, sagði við Morgunblaðið á tólfta tímanum í gærkvöldi að allt yrði gert til að röskunin yrði sem minnst. Félagið hefði til þess ákveðnar leiðir. Vegna stífra fundahalda náðist ekki tal af samningamönnum í gærkvöldi. Fyrr um daginn var haft eftir Kristjáni Kristinssyni, formanni samninganefndar flug- virkja, á fréttavef Morgunblaðsins að pattstaða væri í deilunni. Sam- kvæmt heimildum blaðsins var í gærkvöldi aðallega deilt um eitt til- tekið launamál. Er komið var fram að miðnætti var jafnvel búist við að ríkissáttasemjari, Þórir Einarsson, legði fram sáttatillögu en það hafði ekki gerst er blaðið fór í prentun. Um fjögur þúsund manns eiga bókað flug á morgun með vélum Flugleiða, til og frá landinu. Allt gert til að draga úr röskun á flugi Flugleiða Fundað var í flugvirkjadeilunni hjá ríkissáttasemjara fram á nótt MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÁ fáheyrði atburður gerðist í smala- mennsku í Haukadal í sl. viku að ein kind- in tók sig út úr fjárhópnum, stökk út í Haukadalsvatn og synti yfir. Þykir þetta nokkurt afrek þar sem vatnið er 800 metr- ar á breidd og allt að 60 m djúpt. Svipaður atburður mun hafa gerst þarna í kringum 1940 og þótti mikið til koma. Kindin sundfima var óðara nefnd Svamla, ekki þótti annað við hæfi. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir Kindin sundfima var óðara nefnd Svamla því það er ekki á hverjum degi sem kindur þreyta slíkt Grettissund sem hún gerði. Svamla synti 800 metra Búðardal. Morgunblaðið. HLÝTT loft lék um landsmenn í gær. Hlýjast var á Austfjörðum og fór hitinn upp í 23 stig á Dalatanga og 22 stig í Neskaupstað. En þetta er skammgóður vermir því spáð er kólnandi veðri. Hlýja loftið kemur suðvestan úr hafi, sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands, og var landið í þessum hlýja geira. Hlýindin héld- ust allan daginn og um klukkan sex síðdegis var 18 til 20 stiga hiti víða austan til á landinu. Í gær spáði Veðurstofan því að það myndi snarkólna í nótt og að í dag yrði 4 til 10 stiga hiti á landinu og að kólnandi veður yrði fram eftir vikunni. Íbúar á Austurlandi nýttu góða veðrið til útivistar. Andri Kárason, Leifur Helgi Konráðsson, Björn Hafsteinsson og Bjarmi Sæmundsson æfðu sig á hjólabrettum á götum og gangstéttum í Neskaupstað í gær. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Skammgóður vermir á Austurlandi SKIPULAGT hefur verið björgunar- lið á virkjunarsvæðinu við Kára- hnjúka, skipað yfir 20 starfsmönnum Impregilo og undirverktaka. Liðinu er ætlað að bregðast við útkalli vegna bruna, slyss, óveðurs, leitar að týndu fólki eða af öðrum ástæðum. Frá þessu er greint á vef Kárahnjúkavirkj- unar. Í björgunarliðinu eru m.a. íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, læknismenntaður bráðaliði frá Rúss- landi, sem er í þjónustu Impregilo, ís- lenskur hjúkrunarfræðingur og ís- lenskir og ítalskir starfsmenn í ýmsum greinum á svæðinu. Slökkvibíll og sjúkrabíll eru við Kárahnjúkastíflu og við aðgöng 1 og 2 er sjúkrabíll og verður þar slökkvi- búnaður til fyrstu aðgerða. Liðsstjóri við Kárahnjúka er Ásgeir Ásgeirsson, slökkviliðsmaður frá Akranesi. Björgunarliðið við Kárahnjúka hef- ur einu sinni verið kallað út vegna bíl- slyss á virkjunarsvæðinu. Þá fór hjúkrunarlið í sjúkrabíl á vettvang og flutti bílstjórann slasaðan til Egils- staða. Meiðsli hans reyndust ekki jafn- alvarleg og leit út fyrir í fyrstu. Neyð- arlínan kallar út björgunarliðið við Kárahnjúka eftir ákveðnum reglum. Björgunar- sveit við Kárahnjúka ÖKUMAÐUR, sem reyndist talsvert ölv- aður, var stöðvaður í Óshlíðinni í fyrrinótt af lögreglunni á Ísafirði. Er maðurinn var tekinn voru lögreglumennirnir nýbúnir að hreinsa upp grjót af veginum sem fallið hafði úr hlíðinni. Segir lögreglan vart þurfa að upplýsa hve ölvunarakstur á þessum slóðum geti verið varasamur, að ekki sé tal- að um við aðstæður sem þessar. Bakkus var við stýrið á fleiri stöðum á landinu um helgina, því ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur, í umdæmum lögreglunnar á Sauðárkróki, Hvolsvelli og í Kópavogi, einn á hverjum stað eins og staðan var síðdegis í gær. Ók ölvaður í Óshlíðinni ÞAÐ SEM af er þessu ári hefur Samherji flutt út um tólf þúsund tonn af frystum afurðum, bæði bolfisk- og uppsjávarafurðum, með flutningaskipum sem félagið hefur leigt til flutninga á sjáv- arafurðum frá Íslandi til hafna í Evrópu. Eitt af þessum skipum, Green Snow, var um helgina í Neskaupstað, en fulllestað tekur það um 1.850 tonn. Áður hafði Green Snow haft viðkomu í Grindavík, þar sem skipað var út 425 tonnum, og á Reyðarfirði, þar sem skipað var út tæplega 300 tonnum. Uppi- staðan í farminum er síldarflök, en einnig bolfiskafurðir. Frá Neskaupstað er ferðinni heitið til Velsen í Hollandi, þar sem hluta farmsins verður skipað upp, og þaðan áfram til Stettin í Pól- landi. Green Snow er um 2.800 tonna pallaskip frá norska fyrirtækinu Green Reefers. Unnar Jónsson hjá útflutningsdeild Samherja segir að frá síðustu áramótum hafi Samherji tekið tíu slík flutn- ingaskip á leigu til flutninga á sjávarafurðum til Evrópu. Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að gámaflutn- ingar séu hreinlega of dýrir fyrir þessar afurðir og spari fyrirtæk- ið umtalsverða fjármuni með því að leigja pallaskip til þeirra. Vörubrettunum er raðað beint í lestir skipanna. Segir Kristján að hefð sé fyrir því í öðrum löndum, til dæmis í Noregi, að flytja ódýrari fisktegundirnar með þessum hætti. Unnar segir að flutningarnir hafi gengið mjög vel og ljóst sé að framhald verði á. „Ég á von á því að út þetta ár verði hér leiguskip á hálfs mánaðar fresti,“ segir hann og áætlar að heildarmagn frystra afurða Sam- herja á þessu ári verði um 40 þúsund tonn, þar af verði um 20 þúsund tonn flutt með leigu- skipum. Um helmingur frystra afurða Samherja fluttur utan með leiguskipum Leiguskip hálfsmánaðarlega ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemj- ari vinnur nú að sinni síðustu kjaradeilu áður en hann hættir um mánaðamótin sökum aldurs. Í hans stað hefur verið skipaður Ásmund- ur Stefánsson, fv. forseti ASÍ. Þórir leitar hér að sjónvarpsrás í húsakynnum embættisins í gær er kaffipása var tekin með samn- inganefnd flugvirkja. Við hlið hans er Guðmundur Geir Sigurðsson en í bakgrunni eru frá vinstri Sig- urjón Hreiðarsson, Jón Hjart- arson og Kristján Kristinsson, for- maður samninganefndar. Síðasta deilan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.