Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 B 5 WOLVES VANN ævintýralegan sigur á Leicester, 4.3, í botnbar- áttuslag nýliðanna tveggja í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leicester stefndi í öruggan sigur, náði þriggja marka forystu eftir að- eins 35 mínútna leik, en Wolves sneri blaðinu við í síðari hálfleik, jafnaði metin í 3:3, og Henri Cam- ara skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Jóhannes Karl Guðjónsson var áfram í byrjunarliði Wolves þar sem Paul Ince gat ekki leikið með vegna veikinda. Hann átti góða skottilraun rétt eftir að Leicester komst í 2:0 en var síðan tekinn af velli á 22. mínútu þegar Dave Jon- es, knattspyrnustjóri Wolves, freist- aði þess að breyta leik sinna manna. „Í hálfleik var ég hættur við að mæta í starfsmannaveisluna hjá fé- laginu um kvöldið en ég skipti um skoðun í leikslok,“ sagði Jones eftir leikinn. „Þetta var stórkostleg frammistaða í síðari hálfleiknum en ég er eiginlega meira svekktur yfir hörmulegum fyrri hálfleik því ef við spilum þannig gegn betri liðum deildarinnar eigum við ekki minnstu möguleika,“ sagði stjórinn. Wolves komst með sigrinum úr fallsæti í fyrsta skipti á tímabilinu og skildi Leicester eftir á botni deildarinnar með aðeins fimm stig. Middlesbrough, sem gerði jafntefli við Tottenham, og Leeds, Bolton og Blackburn sem töpuðu sínum leikj- um um helgina, eru einnig fyrir neðan Úlfana. Ævintýralegur sigur Úlfanna í sjö marka leik ALAN Shearer, einn mesti markvarðahrellir sem Eng- land hefur alið, skoraði sitt 230. mark í ensku úrvals- deildinni úr vítaspyrnu þeg- ar Newcastle vann nýliða Portsmouth, 3:0, á heima- velli á laugardaginn. Mark Shearers var hið annað í röðinni sem liðið gerði í leiknum en með sigrinum hefur Newcastle komist upp í 8. sæti deildarinnar og þar með heldur betur rétt úr kútnum eftir slæma byrjun. Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri Newcastle, sparaði ekki stóru orðin í leikslok. Sagði hann frammistöðu leikmanna sinna vera þá bestu á leik- tíðinni. „Þetta var besti leikur okkar til þessa í vetur. Fyrstu 35 mínúturnar jöfn- uðust fyllilega á við það besta sem við gerðum á síð- ustu leiktíð,“ sagði Robson. Kollegi hans hjá Portsmouth, Harry Redk- napp, viðurkenndi að hans menn hefðu ekki átt nein svör við leik Newcastle. „Þetta var í fyrsta sinn á leiktíðinni sem við erum al- gjörlega spilaðir sundur og saman, áttum engin svör. leikmenn newcastle léku mjög vel,“ sagði Redknapp. Shearer heldur áfram að bæta í safnið Reuters Alan Shearer  GUÐMUNDUR Steinarsson skor- aði fjórða mark Brönshöj sem sigraði Fremad Amager, 4:3, í dönsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag- inn. Þetta var aðeins annar sigur Brönshöj í 13 leikjum og liðið er á botni deildarinnar með 7 stig.  BRYNJAR Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður í liði Notting- ham Forest á 85. mínútu þegar liðið vann Bradford, 2:1, á útivelli í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Andy Reid skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins.  BARNSLEY missti af gullnu tæki- færi til að komast í annað sæti ensku 2. deildarinnar þegar liðið gerði jafn- tefli, 0:0, við Grimsby á heimavelli. Barnsley fékk vítaspyrnu á síðustu mínútunni en Tony Gallimore hitti ekki markið. Guðjón Þórðarson var óhress með sóknarmenn sína. „Við fengum góð færi til að skora en mark- vörðurinn þeirra þurfti ekki einu sinni að verja frá okkur. Menn verða að hitta markið til að skora mörk,“ sagði Guðjón.  KATRÍN Jónsdóttir fór af velli á 70. mínútu þegar Kolbotn steinlá óvænt fyrir Liungen, 5:1, í norsku úr- valsdeildinni. Katrín náði sér ekki á strik frekar en aðrir leikmenn Kol- botn sem þó á góða möguleika á öðru sæti deildarinnar. Trondheims-Örn er meistari og hefur 47 stig fyrir loka- umferðina en Asker og Kolbotn eru með 36 stig.  RÍKHARÐI Daðasyni og félögum í Fredrikstad tókst ekki að tryggja sér sæti í norsku úrvalsdeildinni í gær en þeir töpuðu þá, 1:0, fyrir Moss. Rík- harður fékk dauðafæri á síðustu mín- útunni en náði ekki að jafna metin. HamKam komst í efsta sætið með sigri á Haugesund, 2:1, og fyrir loka- umferðina er HamKam með 60 stig, Fredrikstad 59 og Sandefjord 58. Tvö liðanna fara beint upp og þriðja liðið í aukaleiki.  HARALDUR Ingólfsson skaut í þverslá úr vítaspyrnu þegar Raufoss tapaði, 1:2, fyrir Sandefjord í gær. Með þessum úrslitum missti Raufoss af möguleikanum á að ná þriðja sæt- inu og komast í aukaleikina.  VIKTOR Bjarki Arnarsson fór af velli á 67. mínútu þegar lið hans, TOP Oss, tapaði fyrir De Graafschap, 3:1, í hollensku 1. deildinni. TOP Oss er í tíunda sæti af 19 liðum, sextán stig- um á eftir toppliðunum Helmond Sport og Den Bosch.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn með Kärnten sem tapaði, 3:2, fyr- ir Bregenz í sögulegum leik í aust- urrísku úrvalsdeildinni. Bregenz tryggði sér sigur með tveimur mörk- um undir lok leiksins en um svipað leyti var tveimur leikmönnum liðsins og einum frá Kärnten vísað af velli. Kärnten er næstneðst í deildinni. FÓLK Charlton hefur verið á mikillisiglingu að undanförnu og gaf Arsenal ekkert eftir. Paolo di Can- io kom Charlton yfir úr vítaspyrnu en hún kom í kjölfarið á því að Hermann skallaði boltann fyrir fætur Matts Hollands, sem var felldur klaufalega af Lauren. Di Canio sýndi mikla dirfsku, einu sinni sem oftar, með því að lyfta boltanum laust í mitt markið. Thierry Henry jafnaði metin fljót- lega með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu, 1:1. Charlton sótti talsvert í síðari hálfleiknum og litlu munaði að Hermann skoraði sigurmark fyrir Charlton annan leikinn í röð á 69. mínútu. Hann átti þá hörkuskalla eftir hornspyrnu, boltinn fór í jörð- ina og stefndi upp undir þverslána en Jens Lehmann, markvörður Arsenal, náði að slá boltann yfir markið. Hermann lék mjög vel með Charlton og spilaði allan leikinn, og var stöðugt ógnandi við mark Ars- enal í hornspyrnunum, þrátt fyrir að enski landsliðsmiðvörðurinn, Sol Campbell, reyndi að hafa góðar gætur á honum. Okkur vantaði örlítið meira sjálfstraust „Okkur vantaði einungis örlítið meira sjálfstraust við vítateig Ars- enal til að knýja fram sigur. Þegar maður fær liðsskipan mótherjanna fyrir svona leik er maður ekki viss hvort rétt sé að hengja það upp í klefanum. Sumir tala um skort á metnaði en við vorum að spila við eitt af bestu liðum Evrópu. En versti kafli okkar í leiknum var tíu mínúturnar eftir að við náðum for- ystunni, og þar með náðu þeir að jafna metin,“ sagði Alan Curbishl- ey, knattspyrnustjóri Charlton, sem enn og aftur virðist ætla að blása á allar hrakspár og er með lið sitt fyrir ofan miðja deild. „Þetta var verðskuldað. Maður er stöðugt að heyra um meiðsli hjá öðrum liðum en Paolo er sá sjöundi sem við missum úr liðinu,“ sagði Curbishley. Paolo di Canio þurfti að fara af velli vegna meiðsla í læri á lokamínútum fyrri hálfleiks. Charlton spilaði betur en við, sagði Henry „Charlton spilaði betur en við í þessum leik en það var góð barátta í okkar liði og jafnteflið var sann- gjarnt. Við sýndum mikinn styrk með því að jafna metin eftir að hafa lent undir og það jákvæða er að þó við höfum enn ekki sýnt okkar bestu hliðar þá töpum við ekki leikjum í deildinni og erum í góðri stöðu. Það lofar góðu fyrir fram- haldið,“ sagði Thierry Henry eftir leikinn. „Ég varð að skjóta ná- kvæmlega þarna því það var varn- armaður í hinu horninu. Mér tókst að skjóta á nákvæmlega réttan stað,“ sagði Henry um aukaspyrn- una en hann „skrúfaði“ boltann glæsilega framhjá varnarvegg Charlton. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, taldi hinsvegar að leikmenn Charlton mættu þakka fyrir stigið. Hann var ekki hress með vítaspyrnuna sem lið hans fékk á sig og sakaði Matt Holland um að hafa látið sig detta. „Við vöknuðum við þessa vítaspyrnu og við skoruðum gott mark áður en hálfleikurinn var úti. Ef við hefðum leikð áfram af sama krafti í síðari hálfleik hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum en við náðum því ekki,“ sagði Wenger. Hermann og félagar hrelldu Arsenal Reuters Fredrik Ljungberg, sænski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, reynir að stöðva Hermann Hreið- arsson í leiknum gegn Charlton á The Valley í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1. ARSENAL er áfram með eins stigs forystu og er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir jafntefli, 1:1, í bráðfjörugum leik gegn Her- manni Hreiðarssyni og félögum í Charlton á The Valley í London í gær. Arsenal er með 24 stig en Chelsea, sem var efst í sólar- hring eftir sigur á Manchester City á laugardaginn, er með 23 og Manchester United er áfram með 22 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.