Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 B 9 NJARÐVÍKINGAR eru komnir á toppinn í 1. deild kvenna í körfu- knattleik eftir sigur á KR, 72:63, í framlengdum leik í Vesturbænum á laugardaginn. Njarðvíkurstúlk- urnar eru með 6 stig eftir fjóra leiki eins og ÍS sem vann óvæntan sigur á Keflavík suður með sjó, 81:75. Ný- liðar ÍR unnu sinn annan leik og lögðu Grindavík að velli í Breiðholt- inu, 71:54. Keppnin í 1. deild er afar tvísýn en öll sex liðin hafa unnið og tapað og virðast geta sigrað hvert annað. Þjálfari í aðalhlutverki Staðan hjá KR og Njarðvík að loknum venjulegum leiktíma var 55:55 en Njarðvík tók öll völd í framlengingunni. Andrea Gaines, þjálfari Njarðvíkur, var í aðal- hlutverki og skoraði 30 stig í leikn- um. Halla Jóhannesdóttir skoraði 19 stig fyrir KR. Stella Rún með 26 stig ÍS var með undirtökin allan tím- ann í Keflavík og þar var Stella Rún Kristjánsdóttir atkvæðamest, skor- aði 26 stig fyrir ÍS. Erla Þorsteins- dóttir skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir 15. Eplunus Brooks skoraði 19 stig fyrir ÍR í sigurleiknum gegn Grindavík, 71:54, og tók einnig 19 fráköst, og Kristrún Sigurjóns- dóttir skoraði 15 stig. Þær Ólöf Pálsdóttir og Petrúnella Skúladótt- ir skoruðu 12 stig hvor fyrir Grindavík. Njarðvíkurstúlkur eru komnar í toppsætið TVEIR knattspyrnumenn féllu á lyfjaprófi sem enska íþrótta- sambandið tók á dögunum. Ekki hefur verið greint frá því hverjir þetta eru né í hvaða deild þeir leika, aðeins sagt að í sýnum hjá þessum tveimur mönnum hefðu fundist merki um notkun á kókaíni og e- töflum. Alls voru tekin 272 sýni af knattspyrnumönnum í Englandi á tímabilinu 1. júlí til 30. september. Auk þeirra tveggja sem féllu þá mætti sá þriðji ekki prófið, Rio Ferdin- and. Í gær var greint frá því að ákvörðun enska knattspyrnu- sambandsins í máli hans lægi fyrir innan tveggja daga. Enska íþróttasambandið stóð fyrir prófunum í sam- vinnu við enska knattspyrnu- sambandið og segir það ekki vera hlutverk sitt að upplýsa hvaða leikmenn eiga þarna í hlut heldur sé það í verkahring knattspyrnusambandsins að gera það og grípa til viðeig- andi ráðstafana þegar leik- menn falla á lyfjaprófi. Nöfn hinna seku verða gefin upp um leið og ákæra á hendur þeim verður birt. Tveir falla á lyfjaprófi í Englandi Það var aðeins í upphafi leiks semÍR-ingar héldu í við heimamenn, en eftir það stóð vart steinn yfir steini í leik liðsins og Hauk- ar áttu ekki í nokkr- um vandræðum með að krækja í bæði stig- in sem í boði voru. Bæði lið fóru sér hægt í upphafi leiks og eftir fimm mínútur var staðan jöfn, 8:8. Varafyrirliða Hauka, Sævari Haraldssyni, leiddist þófið og skoraði 13 stig það sem eftir lifði fyrsta leik- hluta, staðan eftir hann 26:14. Sævar gerði sem sagt einu stigi minna þess- ar fimm mínútur en allt ÍR-liðið gerði allan leikhlutann. Hittni leikmanna framan af var slök, ÍR-ingar börðust heldur meira fyrstu mínúturnar en síðan fjaraði undan leik þeirra og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Eiríkur Önund- arson, leikstjórnandi ÍR, var fjarri góðu gamni í gærkvöldi, var veikur heima í rúmi og er greinilegt að ÍR má ekki við því að hafa hann utan vall- ar. Hins vegar á lið Breiðhyltinga ekki að leika jafnilla og það gerði í gærkvöldi þótt það vanti einn mann. Eiríkur er reyndar góður körfuknatt- leiksmaður, en það er illa komið fyrir liðinu ef það getur akkúrat ekkert ef hann vantar. Sævar hafði heldur hægar um sig í öðrum leikhluta, hélt þó áfram að leika félaga sína uppi og ÍR náði ekki að hægja á honum. Ólafur Sigurðs- son, sem tók stöðu Eiríks, fékk sína fjórðu villu í öðrum leikhluta og því lék Sævar lausum hala og nýtti sér það vel. Staðan í leikhléi var 48:25 eftir að ÍR hafði aðeins gert 11 stig í öðrum leikhluta. Síðari hluta þess þriðja breyttu gestirnir úr maður á mann vörn í svæðisvörn og hikstuðu heima- menn aðeins við það enda byrjunarlið þeirra á varamannabekknum og það vantaði því tilfinnanlega einhvern til að taka af skarið. Þetta lagaðist þó en Haukar verða að geta brugðist við svæðisvörn af meiri ákveðni en þeir gerðu í gærkvöldi og það var í raun furðulegt að sjá góða liðsheild breyt- ast yfir í algjört einstaklingsframtak við það að mótherjarnir skiptu yfir í svæðisvörn. Hjá ÍR voru tveir leikmenn mest áberandi og má sem dæmi nefna að þeir Kevin Grandberg og Reggie Jessie höfðu gert 30 af 34 stigum liðs- ins um miðjan þriðja leikhluta þegar staðan var 66:34. Annars vakti Fann- ar Helgason athygli fyrir ágætan leik, strákurinn skilaði sínu hlutverki vel þann tíma sem hann fékk að leika. Grandberg var stigahæstur með 18 stig og tók auk þess 16 fráköst. Hjá Haukum var það liðsheildin sem lék vel. Vörnin hjá heimamönn- um var mjög öflug og má sem dæmi nefna að ÍR-ingar glötuðu boltanum 25 sinnum en heimamenn aðeins 13 sinnum. Sævar var góður eins og áður segir og Michael Manciel átti fínan dag, gerði 33 stig og þar á meðal tvær þriggja stiga körfur, þá fyrri á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og þá síðari á síðustu sekúndu síðari hálfleiks. Sannarlega gott að hafa slíkan mann ef á þarf að halda á lokamínútum jafns og spennandi leiks. Allir leikmenn Hauka skoruðu í leiknum í gær og geta þeir vel við un- að. Sigurinn var öruggur og sann- gjarn og liðið sem slíkt lék vel. Ánægður með okkar leik „Ég er ánægður með okkar leik. Strákarnir léku vel og sigurinn var sanngjarn,“ sagði Reynir Kristjáns- son, þjálfari Hauka, í lok leiks. Spurð- ur um hvort hann hefði ekki búist við jafnari leik sagði hann: „Jú, svo sann- arlega enda hafa ÍR-ingar gott lið og hafa leikið ágætlega það sem af er. Auðvitað veikir það liðið að Eiríkur skuli ekki vera með, en liðið á ekki að falla niður á þetta plan þótt það vanti einn leikmann. Það verður hins vegar ekki tekið af mínum strákum að þeir léku frábæra vörn, við yfirdekkuðum mikið og ÍR-ingar áttu í vandræðum með að koma boltanum á sína sterk- ustu menn.“ Reynir var sammála því að lið hans hafi aðeins hikstað þegar ÍR breytti í svæðisvörn. „Jú, við vorum smástund að venjast því, en það er rétt að benda á að þegar þeir skiptu var megnið af byrjunarliði okkar útaf og það vantaði aðeins sjálfstraust í strákana til að taka af skarið. En það lagaðist allt saman er á leið,“ sagði Reynir. Morgunblaðið/Kristinn Sævar Haraldsson átti fínan leik í gær. Hér er hann kominn framhjá Benedikt Pálssyni og Kevin Grandberg, sem er ekki ánægður með það. Sævar gerði 20 stig og var næst stigahæstur Hauka. ÍR sem höfuðlaus her ÞEIR sem bjuggust við jöfnum og spennandi leik að Ásvöllum í gær- kvöldi þegar ÍR-ingar heimsóttu Hauka í Intersportdeild karla í körfuknattleik urðu fyrir vonbrigðum. ÍR var sem höfuðlaus her en heimamenn léku á als oddi og sigruðu 92:61. Skúli Unnar Sveinsson skrifar  RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir féllu úr keppni í undan- úrslitum í tvíliðaleik á alþjóðlega stigamótinu í Flórída á laugardag- þegar þær töpuðu fyrir Yoshiko Iwata og Miyuki Tai frá Japan í tveimur lotum, 15:4 og 15:1.  DAVID Beckham, fyrirliði Eng- lands og leikmaður með Real Madr- id, mun mæta á ný til leiks með liðinu er það mætir Zaragoza annað kvöld á Spáni. Þetta er óvænt, því að það var reiknað með að hann yrði frá vegna meiðsla í vikutíma. Beckham lék ekki með í sigurleik á laugardag gegn Racing Santander, 3:1. Hann var aftur á móti mættur á æfinga- svæði Real, Cuidad Deportiva, í gærmorgun og geystist þar um svæðið eftir meðhöndlun hjá sjúkra- þjálfaranum Valter di Salvo.  TVEIR samherjar Beckham eru í hópi markahæstu manna á Spáni og kemur það fáum á óvart. Brasilíu- maðurinn Ronaldo og Raúl Gonzal- ez, fyrirliði Real, hafa skorað sex mörk, eins og Walter Pandiani hjá Deportivo de La Coruna og Miguel Angel „Mista“ Ferrer hjá Valencia.  MIROSLAV Klose, fyrirliði Kais- erslautern og landsliðsmaður Þýskalands í knattspyrnu, náði ekki að fagna sigri á Bayern München á laugardaginn – varð að sætta sig við tap á heimavelli, 4:1. Hann gaf aftur á móti Bæjurum undir fótinn í viðtali við íþróttablaðið Kicker, er hann sagði: „Það er draumur allra knatt- spyrnumann að leika fyrir Bayern.“  „KLOSE er einn af leikmönnum, sem við höfum á nafnalista hjá okk- ur,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern.  BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands, er ánægður með Martin O’Neill, knattspyrnustjóra Celtic. Það er ljóst að Rob Douglas, mark- vörður liðsins, sem hefur verið meiddur, verður fullkomlega búinn að ná sér fyrir viðureign Skota og Hollendinga um sæti á EM í Portú- gal, sem fer fram í nóvember. Þá verður miðvallarleikmaðurinn Paul Lambert einnig búinn að ná sér eftir meiðsli á ökkla. O’Neill segir að þeir verði báðir klárir í slaginn gegn Hol- landi.  MARTIN O’Neill hefur ekki gefið upp alla von um að halda sænska landsliðsmanninum Henik Larsson áfram hjá Celtic. Larsson, sem skor- aði þrennu gegn Aberdeen, 4:0, hef- ur sagt að hann fari frá Skotlandi er samningur hans við Celtic rennur út næsta sumar – og haldi heim til Sví- þjóðar. „Við viljum halda í Larsson, sem er frábær leikmaður og á mikið eftir,“ sagði O’Neill. Larsson sagði í viðtali við BBC um helgina, að það hafi ekkert breyst – hann sé á heim- leið. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.