Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 26
26 C MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Corian® í eldhúsið þitt eða baðið ORGUS Corian er þrælsterkt og þolið efni, sett saman úr náttúrulegu steinefni og akríl Einföld, sígild og nýtískuleg lausn sem endist Smiðjuvegi 11a • 200 Kópavogi • sími 544 4422 • www.orgus.is H únaþing vestra var 1998 sameinað úr þeim sjö sveitarfélögum sem áður voru öll sveitarfélög í Vestur-Húnavatnssýslu. Formaður byggðaráðs Húnaþings vestra er Elín R. Líndal sem jafnframt átti sæti í sveitarstjórn á síðasta kjör- dæmatímabili, þegar aðalskipulag Húnaþings vestra var unnið. „Í gegnum þetta nýja aðalskipu- lag er mótuð stefna fyrir byggð á þessu svæði frá árinu 2002 til 2014,“ sagði Elín R. Líndal. „Við gerð aðalskipulags var það markmið m.a. haft að leiðarljósi að bjóða íbúum á svæðinu góð lífsskil- yrði og laða nýtt fólk að til búsetu. Mismunandi áherslur við úthlutun smábýla Einn af nýjum kostum skipulags- ins er úthlutun smábýla í jaðri byggðar við Hvammstanga. Þegar hefur verið úthlutað þremur lóðum en ein er eftir. Þetta er nýr búsetu- kostur og mér finnst eftirtektarvert að þessir þrír aðilar sem hafa fengið úthlutun hafa þrjár mismunandi áherslur – þ.e. hvers vegna þeir hafa áhuga á þessum búsetukosti. Einn ætlar sér að koma upp aðstöðu til að hafa hross og íbúðarhús á sömu lóð- inni. Annar er að hugsa sér að koma upp gróðrarstöð eða garðyrkjubýli. Sá þriðji er Íslendingur, búsettur erlendis, sem áformar að nýta sér þetta býli sem aðsetur hér heima á Íslandi. Þörfin er til staðar og er greinilega af margvíslegum toga. Víðidalstunguheiðarvegur verður landsvegur Við lítum svo á að hér á svæðinu séu marvísleg tækifæri, m.a. til heiðanna. Það hefur átt sér stað mikil uppbygging við Arnarvatn en í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að tengja betur saman Víðidalstungu- heiði og Arnarvatnsheiði og niður í Borgarfjörð, með því að færa Víði- dalstunguheiðarveg í flokk lands- vega. Árið 2000 keypti sveitarfélagið allar eignir gamla héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði af ríkinu, með það í huga að efla staðinn og gera honum hátt undir höfði. Nú er þessi ráðagerð orðin að veruleika. Gagn- gerar endurbætur hafa farið fram á húsnæði skólans. Nú eru komnir til aðilar sem hafa leigt til tíu ára af okkur eignirnar á Reykjum og einn- ig gert samning um rekstur skóla- búða þar í umboði sveitarfélagsins. Hér eru til deiliskipulög að tals- vert mörgum sumarbústaðasvæðum og ferðaþjónustan er vaxandi. Einn- Góð búsetuskilyrði íHúnaþingi vestra Nýtt aðalskipulag fyrir Húnaþing vestra felur í sér ýmis sóknarfæri fyrir byggðina. Elín R. Líndal, formaður byggðarráðs, segir hér Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá úthlutun smábýla, nýtingu tæki- færa til heiðanna og fleiri kostum. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Verslunarhús á Hvammstanga – VSP-húsið og KVH-húsið Rauði liturinn sýnir þéttbýlið á Hvammstanga, guli depilinn sýnir staðsetningu smábýlanna í jaðri byggðarinnar. Í JAÐRI byggðar á Hvammstanga að sunnanverðu er nú verið að út- hluta lóðum undir fjögur smábýli. Yngvi Þór Loftsson landslags- arkitekt hjá Landmótun hefur skipulagt þetta svæði sem er alls um fimm hektarar að stærð. „Hvert smábýli er með lóð sem er um hektari að stærð. Með þessu er verið að koma til móts við það fólk sem vill fá landskika til að rækta grænmeti eða vera með tak- markað skepnuhald í jaðri þétt- býlis,“ segir Yngvi. „Þessi hugmynd kom fram fyrir rúmum tveimur árum í tengslum við gerð aðalskipulags fyrir Húna- þing vestra. Þetta land liggur sunnan við Eyri við Hvammstanga. Þarna eru gömul tún sem meðal annars hafa verið notuð sem beitarland fyrir hross í seinni tíð. Svæðinu hallar til vesturs og suðurs og frá því er gott útsýni yf- ir Miðfjörð að Heggstaðanesi.“ Hvað er gert ráð fyrir að miklar byggingar rísi á þessum skikum? „Áætlað er að á hverri lóð sé íbúðarhús á bilinu 120 til 250 fer- metrar að stærð. Gert er ráð fyrir að aukaíbúð gæti mögulega verið inn í eigninni. Síðan er fyrirhugað að á hverjum skika geti risið hest- hús, gróðurhús eða vinnustofur sem gætu verið frá 300 til 600 fermetrum að stærð.“ Hefur svona tilraun verið gerð á Hvammstanga áður? Hafið þið einhverja fyrirmynd að þessu fyrirkomulagi? „Það hefur verið nokkur eft- irspurn eftir svona landskikum víð- ar á landinu og þar hefur verið reynt að koma til móts við fólk sem nýtir nálægð við þéttbýli en vill hafa meira rými í kringum sig.“ Er þetta dýrt? „Fólk mun greiða gatnagerð- argjöld eins og aðrir í samræmi við stærð skikanna. Þegar er komin mér vitanlega a.m.k. ein umsókn um þessa skika.“ Eru einhverjir skilmálar fyrir út- hlutuninni? „Já, auk byggingarskilmála eru t.d. gerðar kröfur um góðan frá- gang og að umgengni sé til fyr- irmyndar. Svæðið er ekki ætlað sem beitarhólf fyrir hross eða aðr- ar skepnur og óleyfilegt er að safna þarna húsdýraáburði. Ekki er leyfilegt að reisa þarna bara útihús á undan íbúðarhúsi. Þetta er ætlað sem heimili fyrir fólk með góðri vinnuaðstöðu við rekstur sem ekki hefur mengun í för með sér. Þeir sem vilja sækja um þessa skika og fá úthlutað verða að leggja inn teikningar að húsum eins og gerist og gengur og fá samþykktar áður en hafist er handa.“ Smábýli við Hvammstanga Yngvi Þór Loftsson með uppdrátt að skipulagi smábýla í jaðri byggðar við Hvammstanga. UM ÞESSAR mundir eru að sögn Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra Húnaþings vestra nokkur íbúðarhús í byggingu í sveitarfélaginu, bæði í dreifbýli og þéttbýli, og verið er að byggja safnaðarheimili við Hvammstangakirku. „Hönnun þeirrar byggingar var í höndum verkfræðistofunnar Ráð- barðs sf. sem starfar á Hvamms- tanga og arkitekt er Haraldur V. Haraldsson,“ sagði Skúli ennfremur. „Talsverð þörf er að mati manna hér fyrir byggingu þessa safn- aðarhúss, þar sem safnaðarstarfið hér er öflugt og margir koma þar að. Fasteignamarkaður hér hefur verið líflegur undanfarin ár. Fast- eignaverð hefur farið hækkandi, bæði á jörðum í dreifbýli og ekki síður á íbúðarhúsnæði í þéttbýli á Hvammstanga og á Laugarbakka. Það hefur verið ánægjuleg þróun að ungt fólk hefur sest að í sveit- arfélaginu og fest hér kaup á íbúð- arhúsnæði. Atvinnumöguleikar eru hér allgóðir og ekki um að ræða atvinnuleysi. Það er því bjartsýni ríkjandi og hugur í okkur.“ Bjartsýni ríkjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.